Viðskipti innlent

Spá meiri vaxtahækkunum Seðlabanka

Greiningardeild Íslandsbanka spáir frekari vaxtahækkunum Seðlabanka áður en árið er liðið. Deildin spáir því að bankastjórn Seðlabankans hækki vexti í ellefu prósent á þessu ári og tólf prósent á því næsta. Næstu vaxtahækkunar er að vænta í byrjun desember að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Greiningardeildir hvort tveggja Íslandsbanka og Búnaðarbanka spá því að heldur dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×