Viðskipti innlent

Bakkavör kaupir Hitchen Foods

Bakkavör Group hefur keypt Hitchen Foods í Bretlandi fyrir 4,7 milljarða króna. Hitchen Foods framleiðir ferskt, niðurskorið grænmeti og salat fyrir stærstu verslanakeðjur Bretlands. Í tilkynningu segir, að aðalávinningurinn sé aukin markaðshlutdeild á vörusviði Hitchen Foods, en markaðurinn fyrir ferskt, niðurskorið grænmeti hafi vaxið um 80% frá árinu 2000 og er spáð áframhaldandi vexti í takt við aukna eftirspurn eftir ferskum, tilbúnum matvörum í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×