Viðskipti innlent

Sala hjá Icelandic Group

Tryggingamiðstöðin, Sund, Eimskip og tengd félög hafa keypt ráðandi hlut í Icelandic Group fyrir um tólf milljarða króna og er von á tilkynningu til Kauphallarinnar þegar hún verður opnuð klukkan tíu. Um er að ræða fjörutíu og fimm prósenta hlut í félaginu. Salan er á genginu tíu. Nafnverð hlutarins er einn komma tveir milljarðar króna. Stærstu seljendur eru Straumur-Burðarás fjárfestingabanki og Landsbankinn auk annarra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þórólfur Árnason, forstjóri Icelandic Group, lætur af störfum eftir söluna. Hann vildi ekkert segja þegar haft var samband við hann áðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×