Fleiri fréttir Krónan kunni enn að styrkjast Krónan kann að styrkjast mun meira en orðið er og erlendir gjaldmiðlar þannig að lækka í verði á næstunni í kjölfar þess að Seðlabankinn gefur skýrt til kynna að hann ætli að hækka vexti mun meira og halda þeim háum mun lengur en sérfræðingar fjármálamarkaðarins höfðu gert ráð fyrir, segja sérfræðingar KB banka meðal annars um nýjustu aðgerðir Seðlabankans í gær. 30.9.2005 00:01 Afkoma ríkisins batnar milli ára Bráðabirgðatölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs benda til þess að afkoma hins opinbera hafi batnað verulega frá því í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs hafi orðið 87,3 milljarðar króna á rekstrargrunni og tekjur hafi aukist um 30,1 prósent frá sama fjórðungi síðasta árs en gjöld um 16,4 prósent. 30.9.2005 00:01 Actavis kaupir ungverskt félag Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. 30.9.2005 00:01 SPRON hækkar vexti SPRON hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána um allt að 0,75 prósent í framhaldi af vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Vaxtahækkun þessi tekur gildi í morgun. 30.9.2005 00:01 Húsnæðisvextir kunni að hækka Frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og til lengri tíma en fjármálamarkaðurinn hafði reiknað með kunna að leiða til þess að vextir af húsnæðislánum almennings hækki og þar með útgjöld heimilanna. 30.9.2005 00:01 Gengi krónu rauk upp í morgun Gengi krónunnar rauk upp í morgun og hækkaði hún um tæp tvö prósent við opnun markaðar. Nú rétt fyrir hádegi var hækkunin 1,7 prósent, sem eftir sem áður er einhver mesta hækkun til þessa á einum degi. Gengisvísitalan fór niður í rúmlega 104 stig í morgun sem er það lægsta síðan farið var að skrá krónuna með núverandi hætti árið 1993, en eftir því sem vísitalan krónunnar er lægri, er krónan sterkari. 30.9.2005 00:01 Ómar hættir hjá Avion Ómar Benediktsson, forstjóri flugfélagsins Air Atlanta Icelandic, hefur ákveðið að láta af störfum 1. nóvember næstkomandi. Ómar hefur stýrt sameiningu Íslandsflugs og Atlanta en því samrunaferli er nú lokið. Við starfi Ómars tekur Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flugflutningasviðs Avion Group, sem kemur tímabundið til með að sinna báðum störfum.> 30.9.2005 00:01 Netbankinn hækkar innlánsvexti Í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans þá mun Netbankinn hækka vexti um 0,75% frá og með 1.okt. á óverðtryggðum innlánsreikningum, einnig á sér stað hækkun á verðtryggðum innlánsreikningi um 0,20%. 30.9.2005 00:01 Tilboði Landsbankans tekið Ríkisstjórnin hefur tekið tilboði Landsbanka Íslands í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Landsbankinn bauð 2.653 milljónir í sjóðinn og var það jafnframt hæsta tilboðið. 30.9.2005 00:01 Hækka vexti á inn- og útlánum Bæði Landsbankinn og Sparisjóðirnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum í kjölfar stýrivaxtahækkunnar Seðlabankans í gær. Vextir bankanna hækka um sama hlutfall og stýrivextirnir, eða um 0,75 prósent. 30.9.2005 00:01 Útflutningsgreinar í uppnámi Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. 30.9.2005 00:01 Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. 30.9.2005 00:01 Búist við hækkun stýrivaxta Seðlabankinn mun tilkynna um hækkun stýrivaxta í dag og telja fjármálasérfræðingar almennt að hún verði um hálft prósentustig. Þar með hefði hún hækkað um fjögur og hálft prósentustig frá því snemma í fyrra en þessi hækkun hefur meðal annars stuðlað að styrkingu krónunnar. Þótt sú styrking hafi slæm áhrif á útflutningsgreinarnar er henni aftur á móti ætlað að slá á verðbólguna. 29.9.2005 00:01 Abramovítsj selur hlut í Sibneft Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur selt 73 prósenta hlut sinn í rússneska olíurisanum Sibneft. Kaupandinn er ríkisrekna gasfyrirtækið Gazprom og eru kaupin liður í stefnu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að koma náttúruauðlindum landsins aftur í eigu ríkisins. Abramovítsj fær andvirði tæpra 830 milljarða króna fyrir hlutabréfin. 29.9.2005 00:01 FTSE-vísitalan yfir 5500 stig Breska FTSE-hlutabréfavísitalan fór yfir 5500 stig skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun og er það í fyrsta skipti síðan í ágúst 2001 sem vísitalan mælist svo há. FTSE lækkaði svo eftir því sem leið á morguninn, einkum vegna þess að hlutabréf í lyfjafyrirtækjum lækkuðu. 29.9.2005 00:01 Stýrivextir hækkaðir um 0,75% Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,75% frá og með 4. október n.k. í 10,25%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,95% síðan í maí 2004. 29.9.2005 00:01 Selja skrifstofur sínar í Evrópu Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt allar söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu til svissneska fyrirtækisins IS-Travel. Íslandsferðir skýra söluna með því að verið sé að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi félagsins sem felst í því að fyrirtækið mun hverfa af almennum neytendamarkaði í tilteknum löndum 29.9.2005 00:01 Sigurjón kaupir fasteignafélag Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn. 29.9.2005 00:01 Vöruskiptahalli eykst enn Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 28.9.2005 00:01 Aukning um 1000 milljarða á ári Á sama tíma og slegið er met í vöruskiptahalla við útlönd hafa heildarútlán í bankakerfinu aukist um nær eitt þúsund milljarða á einu ári. Þar af hafa heildarútlán banka til heimila í landinu aukist um ríflega 240 milljarða á einu ári. 28.9.2005 00:01 Vextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabankinn mun hækka vexti um 50 punkta samhliða útgáfu Peningamála á morgun, samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Ef svo fer munu stýrivextir Seðlabankans vera 10%, en þeir hafa hækkað alls um tæp 5% frá því í maí í fyrra þegar vaxtahækkunarferli bankans hófst. 28.9.2005 00:01 SÍF vel undir væntingum Hagnaður SÍF á öðrum ársfjórðungi var aðeins 33 þúsund evrur. Er það talsvert undir spám bankanna sem höfðu að meðaltali gert ráð fyrir tæplega 6,2 milljóna evra hagnaði. Hagnaður á fyrri hluta árs var alls 2,8 milljónir evra. 28.9.2005 00:01 Kaupás á leið frá Búri Kaupás, sem rekur matvöruverslunarkeðjurnar Krónuna, Nóatún og 11-11, hefur fært töluverðan hluta af innkaupum sínum út úr Búri ehf., sem er sameiginlegt innkaupa- og dreifingarfyrirtæki Kaupáss, Samkaupa og Olíufélagsins og er í eigu sömu aðila. Ekki er ólíklegt að frekari breytingar verði á samstarfi Kaupáss og Búrs á næstu misserum. 28.9.2005 00:01 Dregur úr væntingum Íslendinga Heldur dregur úr væntingum Íslendinga í septembermánuði samkvæmt mælingum Gallup á væntingavísitölu sinni. Vísitalan, sem stendur nú í 123,4 stigum, lækkaði um 8,1% frá fyrri mánuði eða um 10 stig. 27.9.2005 00:01 Ofnæmislyf á markað í Rússlandi Actavis hefur sett ofnæmislyfið Cetrizine á markað í Rússlandi. Unnið er að skráningu lyfsins á öðrum mörkuðum fyrirtækisins, svo sem í Úkraínu, Moldavíu og í Hvíta-Rússlandi, og er búist við að það verði markaðssett þar í byrjun næsta árs. Jafnframt verður blóðþrýstingslyfið Fosinopril sett á markað í Rússlandi í lok október. 26.9.2005 00:01 Krónan veiktist um 0,75% Krónan veiktist í dag um 0,75 prósent. Mikil viðskipti voru með krónur á gjaldeyrismarkaði í dag en í síðustu viku náði krónan lokagildinu 104,9 sem er sterkasta lokagildi frá opnun gjaldeyrismarkaðar árið 1993. 26.9.2005 00:01 2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. 26.9.2005 00:01 Prímus kaupir helmingshlut í Fíton Fjárfestingafélagið Prímus í eigu Hannesar Smárasonar hefur keypt helmingshlut í Grafít sem á auglýsingaskrifstofuna Fíton, Máttinn og Dýrðin auglýsingastofu og Auglýsingamiðlun. Með þessum kaupum hefur Prímus eignast helmingshlut í Fíton. 25.9.2005 00:01 Lægsta gildi krónunnar í 12 ár Krónan styrktist enn í gær og fór lokagildi hennar niður í u.þ.b. 105 sem er hið lægsta síðan gjaldeyrismarkaður var opnaður hér á landi árið 1993. Eftir því sem gildi krónunnar lækkar, styrkist hún og er styrkingin að hluta rakin til erlendrar skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum. 23.9.2005 00:01 Keyptu öll hlutabréf SÍF í ISI Nýir eigendur hafa keypt öll hlutabréf SÍF í Iceland Seafood International (ISI). Benedikt Sveinsson tekur þegar við starfi forstjóra af Kristjáni Davíðssyni sem óskaði eftir lausn frá störfum. 23.9.2005 00:01 Olíuverð lækkar Olíuverð lækkaði lítils háttar í Bandaríkjunum í dag þar sem ekki er talið að Ríta muni valda skaða á olíulindum í Texas og við Mexíkóflóa. Fatið af olíu er nú á sextíu og sex dali. Olíuverð hefur hækkað töluvert undanfarið og þá bæði vegna þess usla sem fellibylurinn Katrín olli og hræðslu við fellibylinn Rítu. 23.9.2005 00:01 50 ára skuldabréf í fyrsta skipti Verðtryggð skuldabréf til 50 ára voru í fyrsta skipti í sögunni gefin út í gær. Það var breska ríkið sem gaf þau út en ávöxtunarkrafan var aðeins 1,11% sem er sú lægsta sem gerð hefur verið á verðtryggðum bréfum frá upphafi, að því greinir frá í Hálffimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01 Fimmtíu milljarða skuldabréfaútgáf Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum er nú komin í 53 milljarða frá því að hún hófst samkvæmt hálf-fimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01 Eyrir gerir stórkaup í Marel Eyrir fjárfestingarfélag keypti í gær yfir tólf prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir króna. Bréfin voru að megninu til keypt af Sjóvá-Almennum, sem áttu um tíu prósent í fyrirtækinu, en talið er líklegt að Landsbankinn hafi einnig selt bréf í sinni eigu. 23.9.2005 00:01 Methagnaður hjá sparisjóðum Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna. 22.9.2005 00:01 Hyggst segja upp 10 þúsund manns Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum. 22.9.2005 00:01 Krónan muni ekki brotlenda Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi hagvexti og segir að gengi krónunnar lækki mjúklega án brotlendingar. Spá bankans, sem var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, er mun bjartsýnni en spá Íslandsbanka. 22.9.2005 00:01 Avion kaupir fjórar nýjar þotur Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. 22.9.2005 00:01 Ekki sterkari í 13 ár Gengi krónunnar styrktist í gær fimmta viðskiptadaginn í röð og fór gengisvísitalan niður fyrir 105 stig. Hefur krónan því ekki verið sterkari frá gengisfellingunni árið 1992. Alls styrktist hún um 0,8 prósent í gær, sem þykir mikil dagshækkun. 21.9.2005 00:01 Stórkaup eftir vikustarf Benedikt Olgeirsson og Reimar Pétursson, sem voru ráðnir sem framkvæmdastjórar í Atorku Group fyrir viku síðan, hafa samanlagt keypt bréf í félaginu fyrir um 424 milljónir króna að markaðsvirði. 21.9.2005 00:01 Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. 20.9.2005 00:01 Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. 20.9.2005 00:01 Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. 20.9.2005 00:01 Aukning um 2 milljónir fata á dag OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að auka framboð á olíu um tvær milljónir fata á dag næstu þrjá mánuðina. Ætlunin er að auka framboð með því að selja hluta af varaforða aðildarríkjanna en ekki með því að auka framleiðslu. 20.9.2005 00:01 Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. 20.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Krónan kunni enn að styrkjast Krónan kann að styrkjast mun meira en orðið er og erlendir gjaldmiðlar þannig að lækka í verði á næstunni í kjölfar þess að Seðlabankinn gefur skýrt til kynna að hann ætli að hækka vexti mun meira og halda þeim háum mun lengur en sérfræðingar fjármálamarkaðarins höfðu gert ráð fyrir, segja sérfræðingar KB banka meðal annars um nýjustu aðgerðir Seðlabankans í gær. 30.9.2005 00:01
Afkoma ríkisins batnar milli ára Bráðabirgðatölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs benda til þess að afkoma hins opinbera hafi batnað verulega frá því í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs hafi orðið 87,3 milljarðar króna á rekstrargrunni og tekjur hafi aukist um 30,1 prósent frá sama fjórðungi síðasta árs en gjöld um 16,4 prósent. 30.9.2005 00:01
Actavis kaupir ungverskt félag Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. 30.9.2005 00:01
SPRON hækkar vexti SPRON hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána um allt að 0,75 prósent í framhaldi af vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Vaxtahækkun þessi tekur gildi í morgun. 30.9.2005 00:01
Húsnæðisvextir kunni að hækka Frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og til lengri tíma en fjármálamarkaðurinn hafði reiknað með kunna að leiða til þess að vextir af húsnæðislánum almennings hækki og þar með útgjöld heimilanna. 30.9.2005 00:01
Gengi krónu rauk upp í morgun Gengi krónunnar rauk upp í morgun og hækkaði hún um tæp tvö prósent við opnun markaðar. Nú rétt fyrir hádegi var hækkunin 1,7 prósent, sem eftir sem áður er einhver mesta hækkun til þessa á einum degi. Gengisvísitalan fór niður í rúmlega 104 stig í morgun sem er það lægsta síðan farið var að skrá krónuna með núverandi hætti árið 1993, en eftir því sem vísitalan krónunnar er lægri, er krónan sterkari. 30.9.2005 00:01
Ómar hættir hjá Avion Ómar Benediktsson, forstjóri flugfélagsins Air Atlanta Icelandic, hefur ákveðið að láta af störfum 1. nóvember næstkomandi. Ómar hefur stýrt sameiningu Íslandsflugs og Atlanta en því samrunaferli er nú lokið. Við starfi Ómars tekur Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flugflutningasviðs Avion Group, sem kemur tímabundið til með að sinna báðum störfum.> 30.9.2005 00:01
Netbankinn hækkar innlánsvexti Í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans þá mun Netbankinn hækka vexti um 0,75% frá og með 1.okt. á óverðtryggðum innlánsreikningum, einnig á sér stað hækkun á verðtryggðum innlánsreikningi um 0,20%. 30.9.2005 00:01
Tilboði Landsbankans tekið Ríkisstjórnin hefur tekið tilboði Landsbanka Íslands í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Landsbankinn bauð 2.653 milljónir í sjóðinn og var það jafnframt hæsta tilboðið. 30.9.2005 00:01
Hækka vexti á inn- og útlánum Bæði Landsbankinn og Sparisjóðirnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum í kjölfar stýrivaxtahækkunnar Seðlabankans í gær. Vextir bankanna hækka um sama hlutfall og stýrivextirnir, eða um 0,75 prósent. 30.9.2005 00:01
Útflutningsgreinar í uppnámi Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. 30.9.2005 00:01
Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. 30.9.2005 00:01
Búist við hækkun stýrivaxta Seðlabankinn mun tilkynna um hækkun stýrivaxta í dag og telja fjármálasérfræðingar almennt að hún verði um hálft prósentustig. Þar með hefði hún hækkað um fjögur og hálft prósentustig frá því snemma í fyrra en þessi hækkun hefur meðal annars stuðlað að styrkingu krónunnar. Þótt sú styrking hafi slæm áhrif á útflutningsgreinarnar er henni aftur á móti ætlað að slá á verðbólguna. 29.9.2005 00:01
Abramovítsj selur hlut í Sibneft Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur selt 73 prósenta hlut sinn í rússneska olíurisanum Sibneft. Kaupandinn er ríkisrekna gasfyrirtækið Gazprom og eru kaupin liður í stefnu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að koma náttúruauðlindum landsins aftur í eigu ríkisins. Abramovítsj fær andvirði tæpra 830 milljarða króna fyrir hlutabréfin. 29.9.2005 00:01
FTSE-vísitalan yfir 5500 stig Breska FTSE-hlutabréfavísitalan fór yfir 5500 stig skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun og er það í fyrsta skipti síðan í ágúst 2001 sem vísitalan mælist svo há. FTSE lækkaði svo eftir því sem leið á morguninn, einkum vegna þess að hlutabréf í lyfjafyrirtækjum lækkuðu. 29.9.2005 00:01
Stýrivextir hækkaðir um 0,75% Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,75% frá og með 4. október n.k. í 10,25%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,95% síðan í maí 2004. 29.9.2005 00:01
Selja skrifstofur sínar í Evrópu Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt allar söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu til svissneska fyrirtækisins IS-Travel. Íslandsferðir skýra söluna með því að verið sé að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi félagsins sem felst í því að fyrirtækið mun hverfa af almennum neytendamarkaði í tilteknum löndum 29.9.2005 00:01
Sigurjón kaupir fasteignafélag Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn. 29.9.2005 00:01
Vöruskiptahalli eykst enn Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 28.9.2005 00:01
Aukning um 1000 milljarða á ári Á sama tíma og slegið er met í vöruskiptahalla við útlönd hafa heildarútlán í bankakerfinu aukist um nær eitt þúsund milljarða á einu ári. Þar af hafa heildarútlán banka til heimila í landinu aukist um ríflega 240 milljarða á einu ári. 28.9.2005 00:01
Vextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabankinn mun hækka vexti um 50 punkta samhliða útgáfu Peningamála á morgun, samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Ef svo fer munu stýrivextir Seðlabankans vera 10%, en þeir hafa hækkað alls um tæp 5% frá því í maí í fyrra þegar vaxtahækkunarferli bankans hófst. 28.9.2005 00:01
SÍF vel undir væntingum Hagnaður SÍF á öðrum ársfjórðungi var aðeins 33 þúsund evrur. Er það talsvert undir spám bankanna sem höfðu að meðaltali gert ráð fyrir tæplega 6,2 milljóna evra hagnaði. Hagnaður á fyrri hluta árs var alls 2,8 milljónir evra. 28.9.2005 00:01
Kaupás á leið frá Búri Kaupás, sem rekur matvöruverslunarkeðjurnar Krónuna, Nóatún og 11-11, hefur fært töluverðan hluta af innkaupum sínum út úr Búri ehf., sem er sameiginlegt innkaupa- og dreifingarfyrirtæki Kaupáss, Samkaupa og Olíufélagsins og er í eigu sömu aðila. Ekki er ólíklegt að frekari breytingar verði á samstarfi Kaupáss og Búrs á næstu misserum. 28.9.2005 00:01
Dregur úr væntingum Íslendinga Heldur dregur úr væntingum Íslendinga í septembermánuði samkvæmt mælingum Gallup á væntingavísitölu sinni. Vísitalan, sem stendur nú í 123,4 stigum, lækkaði um 8,1% frá fyrri mánuði eða um 10 stig. 27.9.2005 00:01
Ofnæmislyf á markað í Rússlandi Actavis hefur sett ofnæmislyfið Cetrizine á markað í Rússlandi. Unnið er að skráningu lyfsins á öðrum mörkuðum fyrirtækisins, svo sem í Úkraínu, Moldavíu og í Hvíta-Rússlandi, og er búist við að það verði markaðssett þar í byrjun næsta árs. Jafnframt verður blóðþrýstingslyfið Fosinopril sett á markað í Rússlandi í lok október. 26.9.2005 00:01
Krónan veiktist um 0,75% Krónan veiktist í dag um 0,75 prósent. Mikil viðskipti voru með krónur á gjaldeyrismarkaði í dag en í síðustu viku náði krónan lokagildinu 104,9 sem er sterkasta lokagildi frá opnun gjaldeyrismarkaðar árið 1993. 26.9.2005 00:01
2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. 26.9.2005 00:01
Prímus kaupir helmingshlut í Fíton Fjárfestingafélagið Prímus í eigu Hannesar Smárasonar hefur keypt helmingshlut í Grafít sem á auglýsingaskrifstofuna Fíton, Máttinn og Dýrðin auglýsingastofu og Auglýsingamiðlun. Með þessum kaupum hefur Prímus eignast helmingshlut í Fíton. 25.9.2005 00:01
Lægsta gildi krónunnar í 12 ár Krónan styrktist enn í gær og fór lokagildi hennar niður í u.þ.b. 105 sem er hið lægsta síðan gjaldeyrismarkaður var opnaður hér á landi árið 1993. Eftir því sem gildi krónunnar lækkar, styrkist hún og er styrkingin að hluta rakin til erlendrar skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum. 23.9.2005 00:01
Keyptu öll hlutabréf SÍF í ISI Nýir eigendur hafa keypt öll hlutabréf SÍF í Iceland Seafood International (ISI). Benedikt Sveinsson tekur þegar við starfi forstjóra af Kristjáni Davíðssyni sem óskaði eftir lausn frá störfum. 23.9.2005 00:01
Olíuverð lækkar Olíuverð lækkaði lítils háttar í Bandaríkjunum í dag þar sem ekki er talið að Ríta muni valda skaða á olíulindum í Texas og við Mexíkóflóa. Fatið af olíu er nú á sextíu og sex dali. Olíuverð hefur hækkað töluvert undanfarið og þá bæði vegna þess usla sem fellibylurinn Katrín olli og hræðslu við fellibylinn Rítu. 23.9.2005 00:01
50 ára skuldabréf í fyrsta skipti Verðtryggð skuldabréf til 50 ára voru í fyrsta skipti í sögunni gefin út í gær. Það var breska ríkið sem gaf þau út en ávöxtunarkrafan var aðeins 1,11% sem er sú lægsta sem gerð hefur verið á verðtryggðum bréfum frá upphafi, að því greinir frá í Hálffimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01
Fimmtíu milljarða skuldabréfaútgáf Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum er nú komin í 53 milljarða frá því að hún hófst samkvæmt hálf-fimm fréttum KB banka. 23.9.2005 00:01
Eyrir gerir stórkaup í Marel Eyrir fjárfestingarfélag keypti í gær yfir tólf prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir króna. Bréfin voru að megninu til keypt af Sjóvá-Almennum, sem áttu um tíu prósent í fyrirtækinu, en talið er líklegt að Landsbankinn hafi einnig selt bréf í sinni eigu. 23.9.2005 00:01
Methagnaður hjá sparisjóðum Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna. 22.9.2005 00:01
Hyggst segja upp 10 þúsund manns Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum. 22.9.2005 00:01
Krónan muni ekki brotlenda Greiningardeild Landsbankans spáir áframhaldandi hagvexti og segir að gengi krónunnar lækki mjúklega án brotlendingar. Spá bankans, sem var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, er mun bjartsýnni en spá Íslandsbanka. 22.9.2005 00:01
Avion kaupir fjórar nýjar þotur Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. 22.9.2005 00:01
Ekki sterkari í 13 ár Gengi krónunnar styrktist í gær fimmta viðskiptadaginn í röð og fór gengisvísitalan niður fyrir 105 stig. Hefur krónan því ekki verið sterkari frá gengisfellingunni árið 1992. Alls styrktist hún um 0,8 prósent í gær, sem þykir mikil dagshækkun. 21.9.2005 00:01
Stórkaup eftir vikustarf Benedikt Olgeirsson og Reimar Pétursson, sem voru ráðnir sem framkvæmdastjórar í Atorku Group fyrir viku síðan, hafa samanlagt keypt bréf í félaginu fyrir um 424 milljónir króna að markaðsvirði. 21.9.2005 00:01
Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. 20.9.2005 00:01
Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. 20.9.2005 00:01
Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. 20.9.2005 00:01
Aukning um 2 milljónir fata á dag OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að auka framboð á olíu um tvær milljónir fata á dag næstu þrjá mánuðina. Ætlunin er að auka framboð með því að selja hluta af varaforða aðildarríkjanna en ekki með því að auka framleiðslu. 20.9.2005 00:01
Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. 20.9.2005 00:01