Viðskipti innlent

Kauphöllin áminnir Heklu

Kauphöll Íslands hefur áminnt Heklu hf. opinberlega fyrir brot á reglum fyrir útgefendur verðfbréfa í Kauphöllinni. Málavextir eru þeir að Hekla hf. birti þann 31. ágúst á fréttavef Kauphallarinnar árshlutareikning fyrir tímabilið janúar til júní 2005. Skýringar með árshlutareikningnum vantaði og eftir ítrekanir frá Kauphölllinni var árshlutareikningur með skýringum birtur 13. september. Telur Kauphöllin að Hekla hafi ekki fullnægt skyldu sinni um að birta hálfs árs uppgjör eigi síðar en tveimur mánuðum frá lokum uppgjörstímabilsins, þar sem skýringar vantaði með reikningnum og telst félagið ekki hafa uppfyllt skyldu sína fyrr en 13. september sl. er árshlutareikningur var birtur aftur ásamt skýringum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×