Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar aftur í dag

MYND/Reuters
Verð á hráolíu hefur hækkað í dag eftir að það hríðlækkaði í Bandaríkjunum í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni í dag mun vera minnkandi birgðir af bæði hráolíu og gasolíu en lækkunin í gær var til komin vegna þess að fellibylurinn Ríta hafði minni áhrif á olíuframleiðslu en óttast var. Hjá olíufélögunum ESSO og Skeljungi segjast menn fylgjast með ástandinu og að erfitt sé að spá fyrir um það hvort verð á eldsneyti hér á landi lækki á næstunni. Staðan á olíumarkaði breytist frá degi til dags og fylgst verði með henni og verð hækkað eða lækkað í samræmi við breytingar á markaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×