Fleiri fréttir

Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög?

Una Hildardóttir skrifar

Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Tveir fasteignasalar um hverja sölu?

Einar G. Harðarson og Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifa

Í síðustu greinum okkar „Fasteignasalar á hálum ís?“og „Gerum betur í fasteignaviðskiptum“ getum við þess að tvo fasteignasala þurfi til að gæta hagsmuna beggja aðila, þ.e. kaupanda og seljanda.

Að loka landi

Andrea Sigurðardóttir skrifar

Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri.

Læknir gerist lagaspekingur

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði.

Um al­þýð­lega drottningu og stæri­látan prins

Bryndís Schram skrifar

Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni.

Ráðherrar á rangri braut

Ólafur Ísleifsson skrifar

Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra.

Lausnin er úti á landi

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein.

Svar við bréfi Helgu

Kári Stefánsson skrifar

Helga Vala Helgadóttir ég þakka þér fyrir hófstillt og fallegt bréf til mín. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ég er að mestu ósammála efni bréfsins þótt ég nemi í því fegurð og velvilja í minn garð og þjóðarinnar allrar.

Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf?

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir.

Uppvakningar á Alþingi

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar

Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim.

Réttarríki á tímum Covid-19

Berglind Svavarsdóttir skrifar

Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi.

Af Jóni og séra Jóni

Erna Bjarnadóttir skrifar

Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl.

Losunin sem aldrei varð

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir og Signý Sif Sigurðardóttir skrifa

Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda.

Ís­lenska módelið og sam­trygging

Drífa Snædal skrifar

Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja.

Veiran og að viður­kenna að maður veit ekki neitt

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims.

Grímulaust sumar

Marta Eiríksdóttir skrifar

Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma.

Nær­vera í fjar­verunni

Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar

Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni.

Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Lax­eldi í Seyðis­firði?

Pétur Heimisson skrifar

Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða.

Leyndar­mál eða lygar?

Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar

Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál.

Er sjálfs­á­byrgð á ís­lenskum konum?

Erna Bjarnadóttir,Jóna Dóra Karlsdóttir,Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Una María Óskarsdóttir skrifa

Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um breytt fyrirkomulag á skimun fyrir leghálskrabbameini meðal íslenskra kvenna. Enginn þarf að velkjast í vafa um að einhver misbrestur hefur orðið í undirbúningi og innleiðingu á nýju fyrirkomulagi.

Dýrs­lega, fagra og villta Reykja­vík - vertu alltaf svona!

Líf Magneudóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir skrifa

Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Sama hvaðan gott kemur?

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið.

Co­vid og sveigjan­leiki mann­eskjunnar

Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar

Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum.

Fast­eigna­kaup leigj­enda, compu­ter says NO!

Kolbrún Eva Kristjánsdóttir skrifar

Nú erum við hjón með 3 börn á leigumarkaði, leigjum fína íbúð, með toppleigusala. Erum með fína greiðslugetu á mánuði. Langar komast í örlítið stærri eign. Langar að kaupa. Getum við það? Nei. Af hverju? Því kerfið leyfir það ekki.

Breski tón­listar­kennarinn

Teitur Björn Einarsson skrifar

Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar.

Arð­söm verð­mæta­sköpun

Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera.

Ráðherra hleypur apríl

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð.

Opið bréf til Kára Stefánssonar

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Kæri Kári! Í tilefni af Kastljósviðtali við þig í gærkvöldi fann ég hjá mér einlæga löngun til að skrifa þér bréf.

Að gjamma burt veiruna

Sigurður Albert Ármannsson skrifar

Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu.

Mót­sagna­kennd stefnu­mótun í land­búnaði

Eygló Björk Ólafsdóttir skrifar

Landbúnaðarstefna fyrir Ísland er í mótun og það er vel. Matvælastefna var mótuð nýlega og má ljóst vera að við ætlum okkur stóra hluti í matvælaframleiðslu. Öryggi matvæla er sett á oddinn, og markmiðið er að öll matvælaframleiðsla verði sjálfbær fyrir árið 2030.

Sleggjan á sótt­kvíar­hótelinu

Halldóra Mogensen skrifar

Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni.

90% af hag­kerfinu í lagi? Frekar 10%

Konráð S. Guðjónsson skrifar

Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. 

Nýr tónn

Kristrún Frostadóttir skrifar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“.

Hvaðan á orka fram­tíðarinnar að koma?

Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.

Gott atlæti er gjöfum betra

Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar

Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fjölskyldu- og barnvænna Ísland, segja forsendu þess að bæta óásættanlega stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði um líðan, heilsu, félags- og námsfærni, vera aukið svigrúm og aðgengi foreldra til tengslamyndunar við börn sín í frumbernsku.

Stór eyja og lítil orku­vinnsla, hærri kostnaður – eða hvað?

Jón Skafti Gestsson skrifar

Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins.

Horfum til heildar­hags­muna

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi.

Tökum næsta skref: Lögleiðum ölvunarakstur

Karen Róbertsdóttir skrifar

Þann 6. apríl s.l. deildi Viggó Örn Jónsson með okkur í grein sinni á vefsíðunni Vísi djúpri og yfirgripsmikilli læknisfræðilegu þekkingu frá Háskóla Facebook um hvort andlitsgrímur séu gagnlegar í heimsfaraldri.

Dýrt spaug

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja.

Sjálf­stætt líf fyrir alla?

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í réttindabaráttu fatlaðs fólks er innleiðing notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) í lög. Með því var meginreglan innleidd að allir eigi rétt á sjálfstæðu lífi, líka fólk sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Opið bréf til forseta Íslands

Hólmfríður Sigurðardóttir,Ragnheiður K. Jóh. Thoroddsen og Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifa

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson: Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir þá miklu umhyggju og forvitni sem þú sýndir á málþingi Samtaka um endómóetríósu þann 23.mars sl. sem bar heitið ,,Er barnið þitt með endómetríósu?“

500 milljónir í gos­s­lóðir

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst.

Sjá næstu 50 greinar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.