Nærvera í fjarverunni Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 9. apríl 2021 12:30 Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni. Í upphafi var félagið eingöngu opið konum í eigin atvinnurekstri en seinna var það einnig opnað fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu. Áherslur félagsins hafa breyst í gegnum tíðina rétt eins og það umhverfi sem konur í atvinnulífinu búa við. Frá því að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað hafa konur gert sig æ meira gildandi í ýmsum atvinnurekstri, í stjórnendastöðum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera auk þess sem þær hafa látið til sín taka í mun meiri mæli í stjórnmálum. Hlutfall kvenna á öllum þessum sviðum hefur farið vaxandi ár frá ári og sá raunveruleiki sem blasti við konum í atvinnulífinu fyrir öllum þessum árum síðan verður æ fjarlægari. Fjórða iðnbyltingin með öllum sínum tækniframförum sem tengjast gervigreind, sjálfvirknivæðingu og tilheyrandi samfélagsbreytingum hefur vissulega haft mikil áhrif á atvinnulífið á síðustu árum. Sú breyting hefur ekki aðeins náð til nýsköpunarfyrirtækja, heldur til samfélagsins alls. Frá því í febrúar 2020 hefur Covid-19 haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og umbylt atvinnulífshefðum og -menningu með öllum sínum rafrænu fundum, ráðstefnum og samskiptum. Í síkviku umhverfi er mikilvægt að grípa þau tækifæri sem þetta breytta umhverfi skapar og nýta þau til vaxtar. Þetta umbreytingatímabil hefur heldur betur haft áhrif á starf FKA á síðasta ári. Félag sem gengur út á tenglsamyndun, sýnileika og hreyfiafl var ekki undir það búið að 1200 félagskonur myndu sitja að mestu leyti hver í sínu horni í heilt ár án þess að mega hittast. En þó að við getum ekki haft stjórn á blessaðri veirunni þá höfum við val um viðbrögð okkar í aðstæðunum. Við höfðum val um að gefast ekki upp og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda viðburði og viðhalda félagsandanum með nýjum aðferðum. Á einni nóttu var fundin leið til að halda starfinu gangandi. Opnunarviðburður FKA breyttist úr hátíðlegri móttöku með veisluföngum, í samveru og útivist í Heiðmörkinni, þar sem mynduð var 200 metra löng keðja 100 kvenna í Búrfellsgjá sem tákn um samstöðu og einingu. Í stað Viðurkenningarhátíðar í Gamla bíó með 3-400 gestum var sendur út sjónvarpsþáttur til allra landsmanna á Hringbraut. Ráðstefnur voru færðar yfir á netið og félagskonur buðu í fyrirtækjaheimsóknir með opnum rafrænum heimboðum. Ýmsir fræðslufundir og samvera færðist á Teams og Zoom eða út undir bert loft eftir því sem hentaði. Með þessu móti fengu félagskonur um allt land og í raun allan heim tækifæri til virkrar þátttöku í starfi FKA. Það sem fram til þessa hafði ekki komið til álita reyndist á endanum þjappa okkur saman, var umhverfisvænt og alls kyns tillögur að nethittingum urðu að veruleika. Hægt er að fullyrða að samtal og jafnræði meðal félagskvenna hefur því aukist samhliða þeim áskorunum sem Covid-19 hefur fært okkur þó að auðvitað komi ekkert algjörlega í stað hefðbundinna samverustunda í raunheimum. Það er mín trú að minn mesti þroski og mikilvægasta reynsla hafi komið í gegnum erfið og óþægileg verkefni. Ég held að svo sé einnig í starfi FKA. Ég er sannfærð um að við munum nýta þann lærdóm sem við getum dregið af síðasta ári og fjölga tækifærum kvenna til að velja sjálfar hvaðan þær sækja viðburði á vegum félagsins. Í vikunni var t.d. hádegisverðarfundur þar sem ein félagskona kom úr Þykkvabænum og önnur frá Þýskalandi. Fjarlægðin var engin hindrun fyrir þessar konur til að taka virkan þátt í starfinu, enda ótakmarkað sætapláss á netinu og sviðið er okkar allra. Þann 17. apríl verður fyrsta sameiginlega ráðstefna landsbyggðadeilda FKA frá Vestur-, Norður- og Suðurlandi haldin rafrænt og eftir atvikum á Bifröst ef sóttvarnarreglur munu heimila það. Á ráðstefnunni, sem er opin almenningi, verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar undir yfirskriftinni „Ný heimssýn á nýju tímabili – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni“. Það má segja að þessi ráðstefna sé nokkurs konar afkvæmi Covid-19 og samstarfs landsbyggðadeildanna í tilefni af því og frábært dæmi um það hvernig ný tækifæri fæðast í breyttum aðstæðum. Þannig má með sanni segja að FKA hafi fengið tækifæri til að sýna kjark og þor til að laga sig að breyttum aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og auka samtakamátt þeirra á meðal. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni. Í upphafi var félagið eingöngu opið konum í eigin atvinnurekstri en seinna var það einnig opnað fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu. Áherslur félagsins hafa breyst í gegnum tíðina rétt eins og það umhverfi sem konur í atvinnulífinu búa við. Frá því að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað hafa konur gert sig æ meira gildandi í ýmsum atvinnurekstri, í stjórnendastöðum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera auk þess sem þær hafa látið til sín taka í mun meiri mæli í stjórnmálum. Hlutfall kvenna á öllum þessum sviðum hefur farið vaxandi ár frá ári og sá raunveruleiki sem blasti við konum í atvinnulífinu fyrir öllum þessum árum síðan verður æ fjarlægari. Fjórða iðnbyltingin með öllum sínum tækniframförum sem tengjast gervigreind, sjálfvirknivæðingu og tilheyrandi samfélagsbreytingum hefur vissulega haft mikil áhrif á atvinnulífið á síðustu árum. Sú breyting hefur ekki aðeins náð til nýsköpunarfyrirtækja, heldur til samfélagsins alls. Frá því í febrúar 2020 hefur Covid-19 haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og umbylt atvinnulífshefðum og -menningu með öllum sínum rafrænu fundum, ráðstefnum og samskiptum. Í síkviku umhverfi er mikilvægt að grípa þau tækifæri sem þetta breytta umhverfi skapar og nýta þau til vaxtar. Þetta umbreytingatímabil hefur heldur betur haft áhrif á starf FKA á síðasta ári. Félag sem gengur út á tenglsamyndun, sýnileika og hreyfiafl var ekki undir það búið að 1200 félagskonur myndu sitja að mestu leyti hver í sínu horni í heilt ár án þess að mega hittast. En þó að við getum ekki haft stjórn á blessaðri veirunni þá höfum við val um viðbrögð okkar í aðstæðunum. Við höfðum val um að gefast ekki upp og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda viðburði og viðhalda félagsandanum með nýjum aðferðum. Á einni nóttu var fundin leið til að halda starfinu gangandi. Opnunarviðburður FKA breyttist úr hátíðlegri móttöku með veisluföngum, í samveru og útivist í Heiðmörkinni, þar sem mynduð var 200 metra löng keðja 100 kvenna í Búrfellsgjá sem tákn um samstöðu og einingu. Í stað Viðurkenningarhátíðar í Gamla bíó með 3-400 gestum var sendur út sjónvarpsþáttur til allra landsmanna á Hringbraut. Ráðstefnur voru færðar yfir á netið og félagskonur buðu í fyrirtækjaheimsóknir með opnum rafrænum heimboðum. Ýmsir fræðslufundir og samvera færðist á Teams og Zoom eða út undir bert loft eftir því sem hentaði. Með þessu móti fengu félagskonur um allt land og í raun allan heim tækifæri til virkrar þátttöku í starfi FKA. Það sem fram til þessa hafði ekki komið til álita reyndist á endanum þjappa okkur saman, var umhverfisvænt og alls kyns tillögur að nethittingum urðu að veruleika. Hægt er að fullyrða að samtal og jafnræði meðal félagskvenna hefur því aukist samhliða þeim áskorunum sem Covid-19 hefur fært okkur þó að auðvitað komi ekkert algjörlega í stað hefðbundinna samverustunda í raunheimum. Það er mín trú að minn mesti þroski og mikilvægasta reynsla hafi komið í gegnum erfið og óþægileg verkefni. Ég held að svo sé einnig í starfi FKA. Ég er sannfærð um að við munum nýta þann lærdóm sem við getum dregið af síðasta ári og fjölga tækifærum kvenna til að velja sjálfar hvaðan þær sækja viðburði á vegum félagsins. Í vikunni var t.d. hádegisverðarfundur þar sem ein félagskona kom úr Þykkvabænum og önnur frá Þýskalandi. Fjarlægðin var engin hindrun fyrir þessar konur til að taka virkan þátt í starfinu, enda ótakmarkað sætapláss á netinu og sviðið er okkar allra. Þann 17. apríl verður fyrsta sameiginlega ráðstefna landsbyggðadeilda FKA frá Vestur-, Norður- og Suðurlandi haldin rafrænt og eftir atvikum á Bifröst ef sóttvarnarreglur munu heimila það. Á ráðstefnunni, sem er opin almenningi, verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar undir yfirskriftinni „Ný heimssýn á nýju tímabili – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni“. Það má segja að þessi ráðstefna sé nokkurs konar afkvæmi Covid-19 og samstarfs landsbyggðadeildanna í tilefni af því og frábært dæmi um það hvernig ný tækifæri fæðast í breyttum aðstæðum. Þannig má með sanni segja að FKA hafi fengið tækifæri til að sýna kjark og þor til að laga sig að breyttum aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og auka samtakamátt þeirra á meðal. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun