Covid og sveigjanleiki manneskjunnar Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. apríl 2021 09:30 Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun