Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins Bryndís Schram skrifar 11. apríl 2021 21:01 Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Kóngafólk Andlát Filippusar prins Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar