Hvaðan á orka framtíðarinnar að koma? Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 8. apríl 2021 12:31 Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt orkustefnunni viljum við halda þessu og jafnvel stíga stærri skref en nú þegar hefur verið gert. Orkustefna Þverpólitísk nefnd skilaði orkustefnunni til ársins 2050 í mikilli sátt og horfa stjórnvöld á þá stefnu sem leiðarljós inn í framtíðina. Í orkustefnu segir meðal annars: „Til að skapa verðmæti og tryggja lífsgæði verður samfélagið að geta treyst því að orkuþörf sé mætt á hverjum tíma. Framboð og innviðir orkunnar teljast til þjóðaröryggishagsmuna þar sem öryggi borgaranna og samfélags og atvinnulífs er háð þessum mikilvægu grunnþáttum.“ Af þessari ástæðu er mikilvægt að gera ráð fyrir mögulegri framtíðaruppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í flutningi og dreifingu raforku fyrir samfélagið. Við erum flest kunnug umræðunni um orkuskipti og öll sammála um að það sé framtíðin þó svo mismunandi skoðanir séu hversu langan tíma við tökum í þau. Í orkustefnunni eru sett metnaðarfull markmið þar sem lagt er áherslu á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneti fyrir 2050. Í stað þess að kaupa olíu og bensín erlendis frá væri þjóðin sjálfbær hvað eldsneyti varðar. Parísarsamkomulagið eitt og sér kallar á 300 MW af rafafli til að ná skuldbindingum okkar hvað varðar orkuskipti í samgöngum á landi, samkvæmt tölum sem Samorka birti nýlega. Til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina, innlenda orkugjafa í samgöngum á landi þyrfti um 600 MW. Ef við ætlum að leysa málið í öllum samgöngum innan lands þurfum við 1200 MW. Til að hætta að flytja inn olíu á millilandaflugvélar og skip þá þyrfti rúmlega annað eins. Þetta þýðir að ef Ísland ætlar að vera alveg óháð jarðefnaeldsneyti gæti þurft samtals um 2500 MW, sem er jafn mikið og er notað á landinu í dag. Gengið er út frá því að hluti farartækjanna noti rafmagn beint en hluti þeirra gangi fyrir rafeldsneyti s.s. vetni. Þessar tölur miðast við núverandi tækni sem vonandi á eftir að taka framförum og þar með lækka þessar tölur eitthvað. Til viðbótar þarf svo rafmagn til almennra nota fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, en nýjasta raforkuspá gerir ráð fyrir að til þess þurfi allt að 1500 MW fyrir árið 2060. Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftlagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þar er markið fært úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þessum efldu aðgerðum fylgir fjármagn, sem er vel, en eftir því sem við aukum metnað okkar í loftlagsmálum þurfum við líka meiri græna orku. Hvaðan á hún að koma? Hálendisfrumvarp er þvert á samþykkta orkustefnu – Ein höndin á móti annarri Orkustefnan segir að orkuþörf samfélagsins verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma. Jafn aðgangur verði á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Að við verðum alltaf með græna orku til heimila og fyrirtækja. Þessi markmið eru metnaðarfull og góð en spurningunni hvernig við ætlum að afla þessarar grænu orku er enn ósvarað. Fyrir liggur hálendisfrumvarp þar sem lokað er á orkuríkasta svæði landsins án þess að búið sé að svara því hvernig við ætlum að afla orku til framtíðar og hvaðan. Svo virðist vera að við gerð hálendisfrumvarps hafi ekki verið horft á heildarmyndina með tilliti til nýrrar orkustefnu auk annarra þátta s.s. þjóðaröryggis og efnahags. Hvernig sjáum við fram á að uppfylla sett markmið í orkustefnunni ef frumvarpið verður að veruleika? Með óbreyttu frumvarpi verður ekki hægt að endurnýja flutningslínur né Byggðalínuna sem komin er á tíma, auk þess sem lokað er á möguleika til nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum á svæðinu til framtíðar. Framtíðarsýn Við erum sístækkandi þjóð og eru vísbendingar um að hagkerfið verði tvöfalt stærra 2050 og tvöföldun verður á útflutningsverðmætum. Við megum gera ráð fyrir fjölgun starfa og íbúa í framtíðinni sem kallar á meiri orkuþörf. Það sama blasir við öllum öðrum þjóðum sem eru að vaxa og dafna eins og við. Danir sem hafa verið í sviðsljósinu varðandi grænu endurreisnina sína gera ráð fyrir tvöföldun raforkuþarfar á næstu tíu árum. Því má búast má við að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland? Hverjar eru þarfir samfélagsins, hver verður orkuþörf Íslands í framtíðinni? Það hefur ekki verið hluti af undirbúningnum að spyrja að því hversu mikið af orkulindum sé inn á svæðinu sem skilgreint er sem hálendisþjóðgarður og hvað við þurfum mikla orku til framtíðar? Hver sem endanlega þörfin verður er augljóst að við þurfum meiri orku. Það er mikilvægt að sýna framsýni þegar kemur að orkuþörf og þar með orkuöryggi þjóðarinnar til framtíðar. Slíku er ekki fyrir að fara í frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð, þvert á móti. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Orkumál Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt orkustefnunni viljum við halda þessu og jafnvel stíga stærri skref en nú þegar hefur verið gert. Orkustefna Þverpólitísk nefnd skilaði orkustefnunni til ársins 2050 í mikilli sátt og horfa stjórnvöld á þá stefnu sem leiðarljós inn í framtíðina. Í orkustefnu segir meðal annars: „Til að skapa verðmæti og tryggja lífsgæði verður samfélagið að geta treyst því að orkuþörf sé mætt á hverjum tíma. Framboð og innviðir orkunnar teljast til þjóðaröryggishagsmuna þar sem öryggi borgaranna og samfélags og atvinnulífs er háð þessum mikilvægu grunnþáttum.“ Af þessari ástæðu er mikilvægt að gera ráð fyrir mögulegri framtíðaruppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í flutningi og dreifingu raforku fyrir samfélagið. Við erum flest kunnug umræðunni um orkuskipti og öll sammála um að það sé framtíðin þó svo mismunandi skoðanir séu hversu langan tíma við tökum í þau. Í orkustefnunni eru sett metnaðarfull markmið þar sem lagt er áherslu á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneti fyrir 2050. Í stað þess að kaupa olíu og bensín erlendis frá væri þjóðin sjálfbær hvað eldsneyti varðar. Parísarsamkomulagið eitt og sér kallar á 300 MW af rafafli til að ná skuldbindingum okkar hvað varðar orkuskipti í samgöngum á landi, samkvæmt tölum sem Samorka birti nýlega. Til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina, innlenda orkugjafa í samgöngum á landi þyrfti um 600 MW. Ef við ætlum að leysa málið í öllum samgöngum innan lands þurfum við 1200 MW. Til að hætta að flytja inn olíu á millilandaflugvélar og skip þá þyrfti rúmlega annað eins. Þetta þýðir að ef Ísland ætlar að vera alveg óháð jarðefnaeldsneyti gæti þurft samtals um 2500 MW, sem er jafn mikið og er notað á landinu í dag. Gengið er út frá því að hluti farartækjanna noti rafmagn beint en hluti þeirra gangi fyrir rafeldsneyti s.s. vetni. Þessar tölur miðast við núverandi tækni sem vonandi á eftir að taka framförum og þar með lækka þessar tölur eitthvað. Til viðbótar þarf svo rafmagn til almennra nota fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, en nýjasta raforkuspá gerir ráð fyrir að til þess þurfi allt að 1500 MW fyrir árið 2060. Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftlagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þar er markið fært úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þessum efldu aðgerðum fylgir fjármagn, sem er vel, en eftir því sem við aukum metnað okkar í loftlagsmálum þurfum við líka meiri græna orku. Hvaðan á hún að koma? Hálendisfrumvarp er þvert á samþykkta orkustefnu – Ein höndin á móti annarri Orkustefnan segir að orkuþörf samfélagsins verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma. Jafn aðgangur verði á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Að við verðum alltaf með græna orku til heimila og fyrirtækja. Þessi markmið eru metnaðarfull og góð en spurningunni hvernig við ætlum að afla þessarar grænu orku er enn ósvarað. Fyrir liggur hálendisfrumvarp þar sem lokað er á orkuríkasta svæði landsins án þess að búið sé að svara því hvernig við ætlum að afla orku til framtíðar og hvaðan. Svo virðist vera að við gerð hálendisfrumvarps hafi ekki verið horft á heildarmyndina með tilliti til nýrrar orkustefnu auk annarra þátta s.s. þjóðaröryggis og efnahags. Hvernig sjáum við fram á að uppfylla sett markmið í orkustefnunni ef frumvarpið verður að veruleika? Með óbreyttu frumvarpi verður ekki hægt að endurnýja flutningslínur né Byggðalínuna sem komin er á tíma, auk þess sem lokað er á möguleika til nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum á svæðinu til framtíðar. Framtíðarsýn Við erum sístækkandi þjóð og eru vísbendingar um að hagkerfið verði tvöfalt stærra 2050 og tvöföldun verður á útflutningsverðmætum. Við megum gera ráð fyrir fjölgun starfa og íbúa í framtíðinni sem kallar á meiri orkuþörf. Það sama blasir við öllum öðrum þjóðum sem eru að vaxa og dafna eins og við. Danir sem hafa verið í sviðsljósinu varðandi grænu endurreisnina sína gera ráð fyrir tvöföldun raforkuþarfar á næstu tíu árum. Því má búast má við að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland? Hverjar eru þarfir samfélagsins, hver verður orkuþörf Íslands í framtíðinni? Það hefur ekki verið hluti af undirbúningnum að spyrja að því hversu mikið af orkulindum sé inn á svæðinu sem skilgreint er sem hálendisþjóðgarður og hvað við þurfum mikla orku til framtíðar? Hver sem endanlega þörfin verður er augljóst að við þurfum meiri orku. Það er mikilvægt að sýna framsýni þegar kemur að orkuþörf og þar með orkuöryggi þjóðarinnar til framtíðar. Slíku er ekki fyrir að fara í frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð, þvert á móti. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar