Sama hvaðan gott kemur? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. apríl 2021 10:02 Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun