Fleiri fréttir

Ástæðulaust að óttast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang.

Ekkert hafa þeir lært

Gunnar Karlsson skrifar

Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri.

Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk

Steinþór Baldursson skrifar

Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum.

Samræða um skipulagsmál

Arna Mathiesen skrifar

Næstum öll pólitík verður sýnileg í umhverfinu og mótar líf okkar um síðir. Afar lítið fer þó fyrir gagnrýninni opinberri samræðu um skipulagsmál á Íslandi miðað við aðra málaflokka, t.d. fjármál eða bókmenntir, og endar hún fljótt í skotgrafahernaði. Ástæðu má helsta nefna að engar heilar akademískar stöður eru til handa arkitektum og skipulagsfræðingum og þau sem ættu að hafa kunnáttu og aðstöðu til að stjórna umræðunni hafa sem oftast marga hatta. Þau forðast að koma með faglega gagnrýni sem gæti valdið því að þau missi aðra vinnu sem þau þarfnast til að eiga fyrir salti í grautinn. Gagnrýni þeirra á líka á hættu að verða hlutdræg til að eigin verk unnin fyrir aðra sleppi undan höggi. Auk þess eru þeir fáu einstaklingar sem um ræðir gersamlega yfirhlaðnir störfum í því risastóra "hlutastarfi“ að vera kennarar og skipuleggjendur kennslu í þessum málaflokki sem er svo mikilvægur fyrir allt daglegt líf.

Atvinnuleitendur eru ekki allir eins

Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar

Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu.

Sátt um sjúkrahús?

Torfi Hjartarson skrifar

Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga.

Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.

Kynsjúkdómahugvekja

Sigurlaug Hauksdóttir skrifar

Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?

Sækjum fram

Halldór Árnason skrifar

Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%.

Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi

Agnes M. Sigurðardóttir skrifar

Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.

Hvað er best fyrir Ísland?

Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða.

Kraftbirting tónlistarinnar

Arna Kristín Einarsdóttir skrifar

Tónleikar Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar í Eldborgarsal Hörpu 22. nóvember síðastliðinn voru án efa einn af hápunktum íslensks tónlistarlífs frá upphafi. Setið var í öllum 1.800 sætum salarins, á bak við hljómsveitina og alveg upp í rjáfur. Upplifun tónleikagesta var slík að húrrahrópunum ætlaði aldrei að linna, bæði fyrir hlé og í lok tónleika.

Enn um skrautblóm SA

Indriði H. Þorláksson skrifar

Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi.

Nýju fötin keisarans

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám "á markaði“ vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir "markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti.

Heimsbyggðin verður að heyra

Björg Árnadóttir skrifar

Mig langar á þessum degi – sem er þrefaldur hátíðisdagur – að deila með ykkur reynslu minni. Dagurinn í dag, 29. nóvember, er samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni, haldinn hátíðlegur frá árinu 1977. Þennan dag árið 1987 var Félagið Ísland-Palestína stofnað og fagnar því tuttugu og fimm ára afmæli. Og einmitt þennan dag fyrir ári síðan samþykkti Alþingi Íslendinga, fyrst þjóðþinga, samhljóða ályktun um að viðurkenna skyldi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Þessi dagur er oft valinn fyrir atburði tengda Palestínu vegna þess að 29. nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu nokkurn veginn jafnt á milli gyðinga og araba. Sameinaðar þjóðir ákváðu að gefa einni þjóð land þar sem önnur þjóð bjó.

Verðtryggingin og Lilja

Hjálmtýr Guðmundsson skrifar

Fyrir tíu árum átti ég tvö raðhús. Þau voru 100 milljóna króna virði (50 milljónir hvort). Þá er það sem Lilja kemur til mín og vill fá þau leigð (lánuð) gegn hæfilegu gjaldi (leiga/vextir). Okkur semst um að hún borgi mér 4% af verðmætinu í leigu (vexti) á ári. Á þessum 10 árum hefur verið 7,2% verðbólga á ári þannig að húsin sem voru 100 milljóna króna virði eru nú 200 milljóna króna virði eða 100 milljónir hvort hús. Það er ekki af því að þau séu raunverulega meira virði en fyrir 10 árum, heldur er krónan helmingi minna virði en þá.

Þrep virðisaukaskatts

Hannes G. Sigurðsson skrifar

Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi.

Óskynsamleg bankatillaga

Finnur Sveinbjörnsson skrifar

Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.

RSS straumar og atvinnuleit

Óskar Marinó Sigurðsson skrifar

Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda.

Svíkja Íslendingar Palestínu?

Ástþór Magnússon skrifar

Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki.

Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu

Eygló Árnadóttir skrifar

Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri.

Núll-kostur í Gálgahrauni

Gunnsteinn Ólafsson skrifar

Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi.

Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði

Guðmundur D. Haraldsson skrifar

Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann.

Litla stúlkan með eldspýturnar?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór.

Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi

Reynir Ingibjartsson skrifar

Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?

Vísindin vefengja öryggi erfðabreyttra matvæla

Sandra B. Jónsdóttir skrifar

Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka.

Tók hún tjakkinn á málið?

Jóhann Hauksson skrifar

Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum.

Héraðsdómur segir bankamenn bjána

Ólafur Hauksson skrifar

Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk.

Illvirki inni í Þórsmörk

Árni Alfreðsson skrifar

Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið "Hraðbraut inn á Þórsmörk“. Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: "Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð.“

Feneyjanefnd og sjálfsvirðing

Ágúst Þór Árnason skrifar

Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti "The European Commission for Democracy through Law“). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði.

Opið bréf til karla

Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar

Ert þú að "missa stjórn á þér“ í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur“ og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta“ til að "gera“ þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram…

Um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar

Þorleifur Kr. Níelsson skrifar

Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjónusta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjölskyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast parsambandi eða fjölskyldutengslum. Mismunandi þekking

Hvar má treysta orðum manna?

Bjarni Gíslason skrifar

Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: "Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á.“

Skattalækkanir

Halldór Árnason skrifar

Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju.

Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið

Hjálmar H. Ragnarsson skrifar

Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans.

Tilgangur „sér“þjónustu

Toshiki Toma skrifar

Þekkið þið "sérþjónustuprest“? Sérþjónustuprestur er t.d. fangaprestur eða prestur fatlaðra, sem sé, prestur sem starfar fyrir tiltekið málefni eða hjá stofnun eins og spítala eða elliheimili. Þeir eru ekki bundnir við sókn, sem er hefðbundin grunneining í skipulagi kirkjunnar. Að því leyti eru þeir "sér“. Nú starfa um 18 prestar fyrir fanga, fatlað fólk, innflytjendur, sjúklinga á spítölum o.fl.

Skrautblóm SA

Indriði H. Þorláksson skrifar

"Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi.

Gefið þeim sem græddu

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Misgengi á þróun íbúðaverðs og lána sem varð á árunum 2008 og 2009 hefur vakið upp kröfur um lækkun verðtryggðu lánanna um allt að 20% til þess að bæta eignarýrnunina. Þykir eignarýrnunin ósanngjörn og eðlilegt talið að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar beri kostnaðinn.

Konur á aftökudeild

Inga Dóra Pétursdóttir skrifar

Árlegt sextán daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst á morgun á alþjóðlegum baráttudegi málefnisins. Átakinu lýkur 10. desember sem er alþjóðlegur mannréttindadagur enda er kynbundið ofbeldi eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Félagasamtök um allan heim hafa staðið fyrir átakinu síðan 1991.

Bölmóður án tilefnis

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar?

Til hjálpar lögreglunni

Pétur Gunnarsson skrifar

Miðlarnir voru að segja frá fjárhagsvandræðum lögreglunnar sem eins og aðrir hefur komið hart niður í harðindunum. Og nú sé svo komið að hún sjái sér ekki fært að gegna jafnvel brýnustu skyldum, hvað þá ef eitthvað óvænt kæmi upp á.

Já, það er hægt!

Michelle Bachelet skrifar

Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum.

Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki

Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar

Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé.

Breytum þessu saman

Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu.

Sjá næstu 50 greinar