Fleiri fréttir

Það eina sem menn eru sammála um?

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, "Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?” þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta.

Úttektarskýrsla staðfestir öflugt viðbragð við hruni

Við lestur skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur er kom út í október sl. er staðfest öflugt viðbragð eigenda, starfsmanna, stjórnenda og stjórnar OR við því mikla áfalli er varð í aðdraganda og við fall bankanna þann 6. október 2008. Undirritaður tók við stjórnarformennsku í lok ágúst 2008, og hafði því verið við störf í rúman mánuð er bankahrunið varð og þau efnahagslegu ósköp sem fylgdu í kjölfarið riðu yfir. Skýrslan staðfestir að svo til yfir nótt tvöfölduðust skuldir OR.

Ríkið brýtur umgengnisréttindi

Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga.

Bréf til þingheims um öryrkja

Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar.

Snjall sími og smá skilaboð

Það er einkum þrennt sem truflar ökumenn við aksturinn og er ekki mikill gaumur gefinn en það er þegar þeir taka hendur af stýrinu, líta af veginum og eru ekki með hugann við aksturinn.

Almenningsþjónar FME verja kerfið

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 10. október viðurkenna tveir almenningsþjónar (e. public servants) hugsanleg mistök Fjármálaeftirlitsins við eftirlit á sölu verðtryggrðra húsnæðis-afleiða til almennings. Almenningsþjónarnir komast svo að orði:

Lítil saga

Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. skrifar

Í tilefni prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík langar mig að deila eftirfarandi sögu með lesendum.

Fordómar gegn fötluðum

Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa.

Menntamálaskýrsla úr tengslum við veruleika skólastarfs

Nýlega kynnti starfshópur undir forystu Skúla Helgasonar, alþingismanns og varaformanns menntamálanefndar, tillögur sínar um samþættingu menntunar og atvinnu. Verulegum hluta skýrslunnar er beint að framhaldsskólanum á Íslandi. Í upphafi vekur athygli að framhaldsskólinn átti engan fulltrúa í þessum starfshópi ef frá er talinn einn starfandi skólameistari einkarekins framhaldsskóla. Umfjöllun um grunnskóla og framhaldsskóla einkennist af því að horft er á skólastigin utan frá og starfshópurinn virðist hvorki hafa átt beinar samræður við starfsfólk skólanna né samtök kennara og skólastjórnenda sem gerst þekkja þær aðstæður sem skólastarfinu eru búnar. Ekkert er stuðst við rannsóknir á skólastarfi né heldur vitnað í skýrslur um skólastarf og skólahald.

Fagra Ísland – dagur 2006*

Árni Páll Árnason skrifar

Umhverfis- og náttúruvernd krefst langtímahugsunar og oft flókinnar áætlanagerðar og er af þeim sökum lítt fallin til skammtímavinsælda. Það er erfitt að hugsa í kjörtímabilum, þegar umhverfisvernd er annars vegar.

Svo fáir voru þeir…

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust.

Örsaga um hernaðarmeðvirkni

Kristinn Schram skrifar

Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem nú verða fyrir sprengjuregni Ísraela á Gaza. Í Palestínu hafa heilu kynslóðirnar alist upp við stríðsástand og hersetu Ísraela með ríkulegum stuðningi Bandaríkjastjórnar. Þótt ekki sé það samanburðarhæft bjuggu margar kynslóðir Íslendinga, stærstan hluta ævi sinnar, við bandarískt setulið.

Þriggja stoða lífeyriskerfi

Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu.

Höfum við efni á að búa til afreksfólk?

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar

Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar.

Sjáumst!

Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri.

Leiðréttum stökkbreytt lán

Frosti Sigurjónsson skrifar

Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða.

Viðbótarskattur á velgengni

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Mikið hefur gengið á hjá ríkisstjórn Íslands við að sameina ráðuneyti og skipta um ráðherra. Eitt nýju ráðuneytanna ber heitið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þar situr Steingrímur J. Sigfússon. Nafngift ráðuneytisins bendir til að tilgangurinn sé að búa svo um hnútana að atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi gangi sem best. Nafngiftin á ráðuneytinu lofaði því góðu.

Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu

Jakob F. Ásgeirsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum.

Skapandi til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar.

Opið bréf til Sóleyjar

Sigrún Edda Lövdal skrifar

Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík.

Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin.

Mikilvægar ákvarðanir

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Fjöldi íslenskra heimila er í alvarlegum fjárhagsvanda, rúmlega 27.000 einstaklingar á vanskilaskrá og fer fjölgandi. Tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í eignum sínum og sjá fram á erfiðar afborganir af verðtryggðum lánum næstu áratugi.

Við megum ekki gefast upp

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn.

Tækifæri í Asíu

Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar

Ég hef verið að velta fyrir mér tækifærum íslenskrar hönnunar í Asíu. Hvernig hægt sé að átta sig á bestu mögulegum leiðum inn á þann markað. Framleiðandi minn í Kína hefur fengið ófáar fyrirspurnir frá mér en aðeins hoppað hæð sína yfir einum íslenskum hönnuði á mínum vegum og viljað dreifa honum áfram.

Lítil saga

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Í tilefni prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík langar mig að deila eftirfarandi sögu með lesendum.

Hver býr til jólakonfektið?

Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum.

Steingrími svarað

Vilhjálmur Egilsson skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?“ og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats.

Hvenær á að byrja í leikskóla?

Oddný Sturludóttir skrifar

Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna.

Handhafar framkvæmdarvalds

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar?

Það er bannað að stíga á strik!

Guðjón Auðunsson skrifar

Ég þekki unga dömu sem heldur því fram að ef hún stígi á strik verði hún ekki prinsessa. Strikin eru mörg sem á vegi hennar verða, en með eftirtekt og gætni forðast hún strikin, og verður hún líklega prinsessa að lokum. Það væri óskandi að núverandi stjórnvöld veittu þeim hættulegu strikum sem á vegi þeirra verða sömu eftirtekt og vöruðust þau. Við hjá Reitum fasteignafélagi höfum fylgst með baráttu ferðaþjónustunnar við fyrirhugaðar skattahækkanir á gistingu, sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpi ársins 2013. Við teljum málið okkur skylt þar sem mörg af helstu hótelfyrirtækjum landsins eru í viðskiptum við félagið, og með því er vegið að rekstrargrundvelli þeirra.

Gelding grísa án deyfingar loks færð í lög

Guðný Nielsen skrifar

Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði.

Meira fyrir mig!

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt:

Svar við bréfi Jóhanns

Gylfi Arnbjörnsson skrifar

Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar.

Björgum mannslífum og bætum umhverfið

Elí Úlfarsson skrifar

Nýverið var greint frá því í fréttum að Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefðu gert samkomulag við íslenska ríkið þess efnis að ekki yrði efnt til neinna stórframkvæmda í samgöngumálum í Reykjavík næstu tíu árin.

Tímamótasamstarf

Guðbjartur Hannesson skrifar

Ísland er þekkt fyrir mikla atvinnuþátttöku þjóðarinnar sem er meiri en þekkist í nokkru öðru ríki innan OECD. Við viljum öll vinna sem getum og gerum það ef vinnu er að fá. Missi fólk vinnuna hefst leit að nýju starfi og á það þá rétt til atvinnuleysisbóta. Þær fela hins vegar ekki í sér neina lausn heldur eru aðeins tímabundið fjárhagslegt úrræði þar til úr rætist.

Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin

Karl Sigfússon skrifar

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.

Eftir höfðinu dansa síbrotamennirnir

Ragnar H. Hall skrifar

Sl. fimmtudag var Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni miskabætur fyrir ærumeiðingar. Í svokallaðri frétt hafði hann brigslað Jóni um refsiverða háttsemi sem hann gat ekki fært fram nein gögn um að hann hefði gerst sekur um. Þetta var í annað sinn á tæpu ári sem fréttamaðurinn fær sams konar dóm í Hæstarétti, þar sem jafnframt er komist að niðurstöðu um að hann hafi ekki farið eftir reglum sem útvarpsstjóri hefur sett um vinnubrögð á fréttastofu RÚV.

"Sérfræðingar“ á villigötum

Málflutningur ýmissa reyndra stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um lánamál heimilanna að undanförnu hefur oft vakið mikla undrun hjá mér þar sem mér hefur oft fundist skorta verulega á almenna skynsemi og innsæi í grundvallaratriði. Dæmi um þetta komu fram á ágætum borgarafundi í Háskólabíói á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna sl. þriðjudag. Pétur Blöndal alþingismaður (sem margir telja talnaglöggan o

Íslensk tungutækni

Á degi íslenskrar tungu er fagnaðarefni að íslensk málnefnd hefur veitt viðurkenningar fyrir tungutækniverkefni. Þær hlutu Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, og Jón Guðnason og Trausti Kristjánsson, kennarar og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík.

Mikilvægt að hælis- leitendum sé ekki refsað

Kristján Sturluson skrifar

Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb mansals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali.

Undir merkjum Jóhönnu

Mörður Árnason skrifar

Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar.

Skaðleg heilbrigðisþjónusta

Auðbjörg Reynisdóttir skrifar

Aukið öryggi sjúklinga er gjarnan notað sem rökstuðningur fyrir kröfum um aukið fjármagn í heilbrigðisþjónustuna. Vissulega er ástæða til að heiðra vísindafólk og starfsfólk sem leggur hart að sér til að gera mannverunni lífið bærilegra og skapa okkur tækifæri til að sigrast á annars óvægu hlutskipti lífsins. En öllu þessu ágæta fólki getur orðið á í starfi. Þá er mikilvægast að vera tilbúinn að læra af því, hafa hugrekki til að horfast í augu við mistökin og gera nauðsynlegar breytingar til að forðast endurtekningar. Það má ekki stinga hausnum í sandinn og halda áfram eins og ekkert sé. Það eitt veldur enn meiri þjáningu og tjóni. Mér finnst rétt að rifja upp að allar líkur eru á að rúmlega 200 einstaklingar látist árlega vegna svonefndra læknamistaka og þau munu halda áfram að gerast þótt ný tæki verði keypt og nýr spítali byggður.

Launalækkun er í boði ríkisstjórnar

Páll Steingrímsson skrifar

Nú er það að ganga eftir sem sjómenn óttuðust í vor, þ.e. að krafa ætti eftir að koma fram um að laun þeirra yrðu lækkuð. Þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Í sérfræðiáliti, sem ríkisstjórnin kallaði sjálf eftir, sagði m.a.: "Umfangsmikil skattlagning rentu mun LÆKKA laun sjómanna.“ Svo mörg voru þau orð um áhrif frumvarps um stórhækkuð veiðigjöld á laun sjómanna.

Sjá næstu 50 greinar