Fleiri fréttir

Virðingarvert framtak Kiwanis

Ögmundur Jónasson skrifar

Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna.

Alþjóðadagur flóttamanna

Kristján Sturluson skrifar

Þvert á það sem margir halda leitar aðeins lítill hluti rúmlega 10 milljóna flóttamanna í heiminum hælis í Evrópu og aðeins brotabrot þeirra endar á Íslandi. Langflestir flóttamenn leita hælis í nágrannaríkjum heimaríkis. Þannig eru bara í Pakistan, Íran og Sýrlandi tæplega 3,5 milljónir flóttamanna. Þess er vert að minnast að ekki eru margir áratugir síðan flóttafólk flúði Evrópuríki í stórum stíl og hver segir að slíkt geti ekki gerst aftur.

Landspítali – öryggisnet í eigu og þágu þjóðar

Ólafur Baldursson og Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni.

Betri aðbúnaður sjúklinga í augsýn

Kristín Gunnarsdóttir skrifar

Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu.

Hver er þriðja leiðin

Vésteinn Ólason skrifar

Um aldir höfðu Evrópuþjóðir þann hátt á að „leysa“ ágreiningsmál með átökum: hver stóð fast á sínu og að lokum varð stríð. Eftir hroðalegt manntjón og eyðileggingu í tveim heimsstyrjöldum komu þjóðir á vígvellinum sér saman um að ganga í bandalag, setja sér reglur og leysa ágreining með samningum. Þetta var upphafið á ferli sem enn er í gangi og birtist í dag í Evrópusambandinu. Þetta sátta- og sameiningarferli hefur aldrei verið auðvelt og enginn bjóst við því. Enn rekast hagsmunir á og ríkin eru um margt ólík. Sambandið hefur þurft að koma á sameiginlegum stjórnsýslustofnunum — skristofubákni segja sumir, en þó er það lítið miðað við það sem er í löndunum sjálfum. Samningar eru oft langdregnir og erfiðir, af því að taka verður tillit til allra ríkjanna og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þeir sem gagnrýna þetta vilja sjaldnast horfast í augu við að þetta samningaþóf tryggir stöðu hvers um sig, líka þeirra smæstu, gegn því að vera ofurliði bornir. Reglum er ætlað að tryggja jafnrétti. Átökin stafa ekki af því að ríkin séu hvert öðru óvinveitt heldur af því að hver gætir sinna hagsmuna. Evrópusambandið er sannarlega ekki dæmi um hinn fullkomna heim, en það er virðingarverð tilraun til að skapa betri heim.

Guðmundur Andri og vinstri flokkarnir í Kópavogi

Einar Ólafsson skrifar

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu þau tíðindi að tuttugu ára gamall meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Nýr meirihluti var myndaður af Samfylkingunni, VG og tveimur nýjum framboðum, Næst besta flokknum og Lista Kópavogsbúa. Þessi nýi meirihluti lenti svo í uppnámi í vetur sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta með Lista Kópavogsbúa.

Taflmennska án nægrar íhugunar

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera "númer þrjú“ í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við).

Virðing er mannréttindi, ekki forréttindi

Hrefna Karlsd skrifar

Í bernsku erum við dregin í dilka eins og rollur út frá því hvernig kynfæri við höfum milli lappanna. Bændurnir sem eiga þá dilka setja okkur því næst reglur og gefa okkur hlutverk sem okkur ber að aðlagast.

Til hamingju með daginn

Árni Stefán Jónsson skrifar

Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð.

Leika golf meðfram þjóðvegi 1

Ragnar Örn Pétursson skrifar

Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1.

Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram.

Réttlátara og betra samfélag

Guðbjartur Hannesson skrifar

Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla.

Valdsvið forseta Íslands

Eiríkur Bergmann skrifar

Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni.

Áríðandi tilmæli

Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar

Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara.

Fornleifaskráning: Stefnuskrá óskast

Birna Lárusdóttir skrifar

Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður,

Tökum engu sem gefnu á degi kvenna

Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar

Heimssýn okkar mannfólksins í árhundruð og fram til ársins 1543 var sú að jörðin væri miðja alheimsins. Tilvist okkar og lífssýn mótaðist út frá þessari "staðreynd“ í árhundruð.

Á að fórna Nasa fyrir risahótel?

Þóra Andrésdóttir skrifar

Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað?

Á leiðinni í flug

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur "leiðrétting“. Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun "miðað við aðra í sambærilegum stöðum“. Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt.

Veiðigjaldið kom fyrir löngu

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna.

Svör vegna spurninga um Fasteign (EFF)

Árni Sigfússon skrifar

Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, lagði fram spurningar í Fréttablaðinu 14. júní sl. um þær breytingar sem verið er að gera á Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF), sem mér er ljúft og skylt að svara.

Forsetinn og "stefnan“

Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar

Getur forseti Íslands haft „stefnu” í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu“ ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar.

Forsetinn og Skúli

Finnur Torfi Stefánsson skrifar

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt.

Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5%

Ármann Kr. Ólafsson skrifar

Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni.

Er forseti Íslands valdalaus?

Skúli Magnússon skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus“. Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar“, en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu“. Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl.

Heimshreyfing í þágu breytinga

Ban Ki-moon skrifar

Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu "lokaskjali” fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga.

Að þurfa að hefna

Pawel Bartoszek skrifar

Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó.

Brúkum bekkina

Unnur Pétursdóttir skrifar

Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið "Að brúka bekki“, framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög.

Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda.

Á umfjöllun um ESB og EES heima í námskrám framhaldsskóla?

Valgerður Húnbogadóttir skrifar

Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt.

Gamaldags, einskisnýt skotgrafapólitík!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin.

Bláu augun þín

Jóhannes Kári Kristinsson skrifar

Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur.

Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi

Hjalti Andrason skrifar

Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni "Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi“ þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu "engin mikil ljón í veginum“ fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu.

Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi

Skafti Þ. Halldórsson skrifar

Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní:

Nýtt húsnæðisbótakerfi fyrir meðlagsgreiðendur

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Nýlega kynnti samráðshópur um húsnæðisstefnu stjórnvalda tillögur að nýju húnsnæðisbótakerfi, í skýrslu sem var kynnt nú á dögunum. Þær leggja áherslu á aðstoð hins opinbera óháð búsetu og taka aukið tillit til ólíkra þjóðfélagshópa. Margt í tillögunum er gott og eru þær vísbending um aukið jafnræði í aðstoð hins opinbera til handa heimilunum í landinu.

Lögleiðing siðleysis

Óskar H. Valtýsson skrifar

Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar.

Sátt eða sundrung

Reynir Erlingsson skrifar

Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi.

Vega tillögur stjórnlagaráðs að hagkvæmni í útgerð?

Þorkell Helgason skrifar

Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum.

Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman!

Hannes Bjarnason skrifar

Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu.

Flikkað upp á Fasteign?

Guðbrandur Einarsson skrifar

Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins.

Handbremsa þjóðarskrjóðsins

Þóroddur Bjarnason skrifar

Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum.

Tími poxins er liðinn

Stefanía Benónísdóttir skrifar

Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin.

Skynsamleg leið við kvótaúthlutun

Þráinn Guðbjörnsson skrifar

Þessa dagana er mikið rifist um hvernig halda eigi á spöðunum við fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi. Íslendingar hafa svo sannarlega náð miklum árangri í stjórnun fiskveiða í gegnum tíðina, bæði hvað varðar vernd gegn ofveiði og arðsemi.

Tvísýnir tímar

Þröstur Ólafsson skrifar

Á umrótatímum hafa þjóðir tilhneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíðboga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunnuglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga.

Skóli fyrir 5 ára börn

Í leiðara Fréttablaðsins 6. júní síðastliðinn var fjallað um sveigjanleg skil milli skólastiga og því fagnað að í Flataskóla í Garðabæ yrði boðið upp á nám fyrir 5 ára börn, en tilraunin er liður í samrekstri leik- og grunnskóla. Nú er það svo að nær öll börn frá eins til tveggja ára aldri eru í leikskóla sem vinnur eftir skilgreindri námskrá. Nokkrir einkaskólar á grunnskólastigi hafa hins vegar boðið upp á 5 ára deildir, Ísaksskóli, Hjallastefnan og Landakotsskóli, en sá sem þetta ritar stýrir þeim síðasttalda.

Rammáætlun um að gera ekki neitt

Jónas Elíasson skrifar

Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar.

Sjá næstu 50 greinar