Rammáætlun um að gera ekki neitt Jónas Elíasson skrifar 13. júní 2012 06:00 Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings?
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun