Rammáætlun um að gera ekki neitt Jónas Elíasson skrifar 13. júní 2012 06:00 Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar