Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar