Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar