Leika golf meðfram þjóðvegi 1 Ragnar Örn Pétursson skrifar 19. júní 2012 06:00 Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1. Nú rúmu ári síðar er þetta verkefni orðið að veruleika og hefur vakið athygli hér innanlands og ekki síður erlendis. Ísgolf eins og verkefnið heitir er samvinnuverkefni Eldeyjar, Kiwanishreyfingarinnar og Unicef og verður safnað áheitum á slegin högg sem verða 9.500. Þetta er um 1.350 km leið sem er sambærilegt eins og að leika 300 golfhringi. Ýmsar skemmtilegar þrautir þarf að leysa á leiðinni, en af tryggingaástæðum verður ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Glíma þarf við lúpínubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand sem er stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin og ýmislegt annað. Í för verða 8 bifreiðar og 10-15 kiwanisfélagar verða að jafnaði í hópnum sem lagði af stað aðfaranótt mánudagsins 18. júní. Farið var af stað suðurleiðina og gert er ráð fyrir að hringnum ljúki 2. júlí nk. Það var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem sló fyrsta höggið og gert er ráð fyrir að Stefán Eiríksson lögreglustjóri slái síðasta höggið við Olís á Kjalarnesi. Allt fé sem safnast mun renna til góðgerðamála og skiptast á milli verkefnisins Stöðvum stífkrampa sem er heimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar í samstarfi við Unicef. Stífkrampi er óþekktur sjúkdómur á Vesturlöndum en er landlægur í 34 fátækustu þjóðlöndum heims. Á níu mínútna fresti deyr móðir eða barn úr þessum sjúkdómi en Kiwanis og Unicef stefna að því að útrýma þessum sjúkdómi á næstu 5 árum. Hinn helmingur söfnunarfjárins mun renna til sambýla fatlaðra víðs vegar um landið þar sem skráður er kiwanisklúbbur. Fjölmargir aðilar hafa stutt þetta verkefni og er of langt mál að telja þá alla upp en vert er að minnast á sýslumannsembættin en þau gáfu leyfi til að slá golfbolta meðfram þjóðvegi 1. Landsbanki Íslands er aðalstyrktar- og fjárvörsluaðili verkefnisins og söfnunarreikningur Ísgolf 2012 er 0130-26-000717 kt. 571178-0449. Hægt er að fylgjast með framvindu golfsins á www.isgolf.is. Kiwanisfélagar á landinu eru um 1.000 í klúbbum víðs vegar um landið og ég hvet þá til að taka þátt í verkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðamála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni, sem er að leika golf til fjáröflunar með fram þjóðvegi 1. Nú rúmu ári síðar er þetta verkefni orðið að veruleika og hefur vakið athygli hér innanlands og ekki síður erlendis. Ísgolf eins og verkefnið heitir er samvinnuverkefni Eldeyjar, Kiwanishreyfingarinnar og Unicef og verður safnað áheitum á slegin högg sem verða 9.500. Þetta er um 1.350 km leið sem er sambærilegt eins og að leika 300 golfhringi. Ýmsar skemmtilegar þrautir þarf að leysa á leiðinni, en af tryggingaástæðum verður ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Glíma þarf við lúpínubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand sem er stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin og ýmislegt annað. Í för verða 8 bifreiðar og 10-15 kiwanisfélagar verða að jafnaði í hópnum sem lagði af stað aðfaranótt mánudagsins 18. júní. Farið var af stað suðurleiðina og gert er ráð fyrir að hringnum ljúki 2. júlí nk. Það var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem sló fyrsta höggið og gert er ráð fyrir að Stefán Eiríksson lögreglustjóri slái síðasta höggið við Olís á Kjalarnesi. Allt fé sem safnast mun renna til góðgerðamála og skiptast á milli verkefnisins Stöðvum stífkrampa sem er heimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar í samstarfi við Unicef. Stífkrampi er óþekktur sjúkdómur á Vesturlöndum en er landlægur í 34 fátækustu þjóðlöndum heims. Á níu mínútna fresti deyr móðir eða barn úr þessum sjúkdómi en Kiwanis og Unicef stefna að því að útrýma þessum sjúkdómi á næstu 5 árum. Hinn helmingur söfnunarfjárins mun renna til sambýla fatlaðra víðs vegar um landið þar sem skráður er kiwanisklúbbur. Fjölmargir aðilar hafa stutt þetta verkefni og er of langt mál að telja þá alla upp en vert er að minnast á sýslumannsembættin en þau gáfu leyfi til að slá golfbolta meðfram þjóðvegi 1. Landsbanki Íslands er aðalstyrktar- og fjárvörsluaðili verkefnisins og söfnunarreikningur Ísgolf 2012 er 0130-26-000717 kt. 571178-0449. Hægt er að fylgjast með framvindu golfsins á www.isgolf.is. Kiwanisfélagar á landinu eru um 1.000 í klúbbum víðs vegar um landið og ég hvet þá til að taka þátt í verkefninu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar