Fornleifaskráning: Stefnuskrá óskast Birna Lárusdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, sauðaborg, skothús og jafnvel nafnlausar minjar sem engum sögum fór af. Slík heildarskráning minja á einni jörð var nýmæli en Kristján benti á að minjaskráning samkvæmt nýjum viðhorfum væri mjög brýn og væri vænlegt að gera stefnuskrá um þetta mál, enda væri mörgum stöðum hætta búin því aðeins fáar, útvaldar minjar væru friðlýstar með lögum. Með nýjum þjóðminjalögum árið 1989 var stigið mikið framfaraskref þegar allar fornleifar á Íslandi voru friðaðar. Allt fram til dagsins í dag hefur fornleifaskráning, ekki ósvipuð þeirri sem Kristján gerði á Bessastöðum fyrir rúmum þrjátíu árum, vaxið hægt og sígandi en skv. núgildandi þjóðminjalögum er skylt að fornleifaskráning fari fram í tengslum við skipulagsgerð. Aðalskipulag fæst þannig aðeins samþykkt ef fyrir liggur skráning fornleifa. Þótt vel hafi gengið er enn mikið starf óunnið og hefur verið giskað á að meira en 60% fornleifa á Íslandi séu enn óskráð. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um menningarminjar og stefnir í þriðju umræðu þegar þetta er ritað. Í 16. grein er gerð breyting á ákvæði um fornleifaskráningu. Samkvæmt því þarf ekki að skrá fornleifar á vettvangi nema þar séu fyrirhugaðar framkvæmdir af einhverju tagi. Fornleifaskráning er þar með orðin að heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu formsatriði sem þarf að afgreiða áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða deiliskipulag afgreitt. Í þessu er fólgið bæði metnaðarleysi og mikill misskilningur. Fornleifaskráning er ekki bara nauðsynlegt tæki til að koma í veg fyrir skemmdir á minjum. Fornleifar eru menningarverðmæti ekki síður en t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og heildarskráning á þeim ætti að vera metnaðarmál hjá íslenskum stjórnvöldum. Fornleifar eru gríðarlega mikilvægur hluti af menningarsögu þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi þáttur í landslagi og þær veita nýja innsýn í sögu menningar og búskaparhátta. Á síðasta ári kom út fyrsta almenna yfirlitsritið um íslenskar fornleifar, bók sem ég skrifaði ásamt fleirum og heitir Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa. Án fornleifaskráningar hefði ekki verið grundvöllur fyrir ritun hennar. Það er óskiljanleg skammsýni að grafa undan skráningu menningarverðmæta með lagasetningu. Þvert á móti ætti ríkið að beita sér fyrir því að heildarskráning fornleifa í öllu landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir fornleifaskráningu á Íslandi óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, sauðaborg, skothús og jafnvel nafnlausar minjar sem engum sögum fór af. Slík heildarskráning minja á einni jörð var nýmæli en Kristján benti á að minjaskráning samkvæmt nýjum viðhorfum væri mjög brýn og væri vænlegt að gera stefnuskrá um þetta mál, enda væri mörgum stöðum hætta búin því aðeins fáar, útvaldar minjar væru friðlýstar með lögum. Með nýjum þjóðminjalögum árið 1989 var stigið mikið framfaraskref þegar allar fornleifar á Íslandi voru friðaðar. Allt fram til dagsins í dag hefur fornleifaskráning, ekki ósvipuð þeirri sem Kristján gerði á Bessastöðum fyrir rúmum þrjátíu árum, vaxið hægt og sígandi en skv. núgildandi þjóðminjalögum er skylt að fornleifaskráning fari fram í tengslum við skipulagsgerð. Aðalskipulag fæst þannig aðeins samþykkt ef fyrir liggur skráning fornleifa. Þótt vel hafi gengið er enn mikið starf óunnið og hefur verið giskað á að meira en 60% fornleifa á Íslandi séu enn óskráð. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um menningarminjar og stefnir í þriðju umræðu þegar þetta er ritað. Í 16. grein er gerð breyting á ákvæði um fornleifaskráningu. Samkvæmt því þarf ekki að skrá fornleifar á vettvangi nema þar séu fyrirhugaðar framkvæmdir af einhverju tagi. Fornleifaskráning er þar með orðin að heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu formsatriði sem þarf að afgreiða áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða deiliskipulag afgreitt. Í þessu er fólgið bæði metnaðarleysi og mikill misskilningur. Fornleifaskráning er ekki bara nauðsynlegt tæki til að koma í veg fyrir skemmdir á minjum. Fornleifar eru menningarverðmæti ekki síður en t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og heildarskráning á þeim ætti að vera metnaðarmál hjá íslenskum stjórnvöldum. Fornleifar eru gríðarlega mikilvægur hluti af menningarsögu þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi þáttur í landslagi og þær veita nýja innsýn í sögu menningar og búskaparhátta. Á síðasta ári kom út fyrsta almenna yfirlitsritið um íslenskar fornleifar, bók sem ég skrifaði ásamt fleirum og heitir Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa. Án fornleifaskráningar hefði ekki verið grundvöllur fyrir ritun hennar. Það er óskiljanleg skammsýni að grafa undan skráningu menningarverðmæta með lagasetningu. Þvert á móti ætti ríkið að beita sér fyrir því að heildarskráning fornleifa í öllu landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir fornleifaskráningu á Íslandi óskast.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun