Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun