Virðing er mannréttindi, ekki forréttindi Hrefna Karlsd skrifar 19. júní 2012 21:00 Í bernsku erum við dregin í dilka eins og rollur út frá því hvernig kynfæri við höfum milli lappanna. Bændurnir sem eiga þá dilka setja okkur því næst reglur og gefa okkur hlutverk sem okkur ber að aðlagast. Hegðunin er styrkt af öllum innan hópsins og utan þar til við erum orðnir meistarar. Ef örlar á einhverjum efa varðandi þessar reglur og hlutverk er okkur oftar en ekki gefið það skýrt og greinilega til kynna að það sé tómt þvaður og mjög óæskileg hegðun. Þessi flokkunaraðferð er ævaforn og byggð út frá hugmyndafræði forfeðra okkar. Þessi hugmyndafræði er ekki byggð á staðreyndum, heldur hugmyndum sem hafa náð að festa sig svo rækilega í sessi. Ef hún væri byggð á staðreyndum þá væru líklegast til einhverjir þekktir fræðingar á bakvið hana ásamt rannsóknum. Það sem við lærum í bernsku virðist oftar en ekki vera sannleikur þegar komið er á fullorðinsár. En ef við segjum sem svo að foreldrar mínir, og síðar allt samfélagið, hefðu kennt mér og matað mig á því að ég væri hundur og sett mér hlutverk og reglur um hvernig ég ætti að haga mér sem slíkur, þá þýðir það ekki endilega að það sé rétt. Ég veit að hundurinn virðist absúrd dæmi, en held að það sé samt nokkuð til í því. Á kvenréttindadeginum í dag tek ég mér því ævilangt frí, vel mér hlutverk innan beggja dilka og hafna úldnum reglum samfélagsins. Fyrst og fremst hafna ég því að virðingarminna teljist að lenda í öðrum dilknum. Ég hafna því að sterkar skoðanir mínar séu kallaðar væl og „vagínustælar". Ég hafna þeirri reglu að þó ég hafi ekki barist um verði brotið sem framið var á kynverund minni sjálfkrafa mín sök. Ég hafna þeirri reglu að ungum strákum séu send þau skilaboð að „alvöru" karlmenn horfi allir á klám. Ég hafna þeirri reglu að flotti kjólinn minn sem ég hafði hlakkað svo til að klæðast gefi mönnum rétt til þess að stara með perraglotti á bringusvæðið á mér. Ég neita því ekki að ég sé að taka ýmiskonar áhættu með því að drekka áfengi, en ég þvertek fyrir að það gefi öðrum rétt til þess að koma fram við mig sem skraut og almenningseign sem hægt er að taka ófrjálsri hendi. Ég neita því að vera talin „öfgafemínisti" og þar með hálf ómarktæk þegar ég tjái mig um þau skilaboð til barna og kyngervingu þeirra sem felst í því að deila út bleikum og bláum reiðhjólahjálmum, því þar með erum við að styrkja þessar úreltu kynhegðunarreglur. Ég neita því að þurfa að sitja undir nauðgunarbröndurum um konur (já, og karla líka!) og eiga bara að þegja og brosa. Ég neita því að ef ég geri athugasemd við þess háttar grín sé stungið upp á því hvort ég sé á túr og það kallað húmorsleysi, en ekki eitthvað sem megi íhuga. Ég neita því að ég sé metin út frá kyni en ekki hæfileikum og persónuleika. Ég neita þar með kynjakvótum, því ég vil vera metin af eigin verðleikum en ekki einungis af því að ég er kvenmaður. Ég neita því að hæfileikar mínir njóti sín best „bakvið eldavélina". Ég neita að trúa því sem fyrrum grunnskóla leiðbeinandi hafði að segja um Goldfinger. Að það sé ekkert að því að sækja slíkan stað, og það ættu helst að allir karlmenn einhvern tímann að gera það. Ég neita að trúa því að það sé eðlilegt að borga fyrir kynferðislega örvun og/eða fullnægingu. Ég fyrirlít það að kvenkyns kærendur nauðgana eða kynferðislegrar misnotkunar verði niðurlægðir og afskrifaðir vegna „stelpupussuláta" eða „falskra minninga". Ég neita því að vera við fyrstu sýn álitin veiklundaðari eða vanmáttugri en bræður mínir einungis vegna þess að ég er kvenmaður. Ég neita að trúa því að ég verði ekki „bikiníhæf" fyrr en ég læt fjarlægja kynfærahár mín, eins og snyrtifræðingurinn minn gaf í skyn, og geti þar með ekki farið í sund í öðru nema föðurlandi. Ég neita því að vera síður virðingarverð meðal jafnaldra minna án þess að fjarlægja „óæskileg" líkamshár. Ég nenni ekki að þurfa að eyða morðfjár í háreyðingu til að verða gildur kvenmaður þegar mig langar mun meira að safna upp í farartæki mitt, framhaldsnám og draumaíbúðina. Ég neita því að það sé mitt stærsta hlutverk að vera sexí og til skrauts fyrir aðra að dást að. o.s.frv., o.s.frv.... Ég trúi því statt og stöðugt að hver einstaklingur sé meira en kyn sitt. Kyn er aukaatriði, rétt eins og kynhneigð, háralitur, húðlitur og skóstærð. Ekkert þessara einkenna hefur merkingu nema við gefum því hana. Ég trúi því einnig að það sé ekki til of mikils mælst að bera þá virðingu fyrir öðrum sem maður vill að borin sé fyrir sjálfum sér. Virðing á að vera sjálfsögð og er mannréttindi, ekki forréttindi. Í dag sný ég því baki við úreltum staðalímyndum feðraveldis forfeðra minna. Ég er frjáls. Mig langar að þakka öllum þeim karlmönnum og kvenmönnum sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum óháð kyni og gefa þannig skít í úrelt viðhorf. Þið eruð glæsimenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í bernsku erum við dregin í dilka eins og rollur út frá því hvernig kynfæri við höfum milli lappanna. Bændurnir sem eiga þá dilka setja okkur því næst reglur og gefa okkur hlutverk sem okkur ber að aðlagast. Hegðunin er styrkt af öllum innan hópsins og utan þar til við erum orðnir meistarar. Ef örlar á einhverjum efa varðandi þessar reglur og hlutverk er okkur oftar en ekki gefið það skýrt og greinilega til kynna að það sé tómt þvaður og mjög óæskileg hegðun. Þessi flokkunaraðferð er ævaforn og byggð út frá hugmyndafræði forfeðra okkar. Þessi hugmyndafræði er ekki byggð á staðreyndum, heldur hugmyndum sem hafa náð að festa sig svo rækilega í sessi. Ef hún væri byggð á staðreyndum þá væru líklegast til einhverjir þekktir fræðingar á bakvið hana ásamt rannsóknum. Það sem við lærum í bernsku virðist oftar en ekki vera sannleikur þegar komið er á fullorðinsár. En ef við segjum sem svo að foreldrar mínir, og síðar allt samfélagið, hefðu kennt mér og matað mig á því að ég væri hundur og sett mér hlutverk og reglur um hvernig ég ætti að haga mér sem slíkur, þá þýðir það ekki endilega að það sé rétt. Ég veit að hundurinn virðist absúrd dæmi, en held að það sé samt nokkuð til í því. Á kvenréttindadeginum í dag tek ég mér því ævilangt frí, vel mér hlutverk innan beggja dilka og hafna úldnum reglum samfélagsins. Fyrst og fremst hafna ég því að virðingarminna teljist að lenda í öðrum dilknum. Ég hafna því að sterkar skoðanir mínar séu kallaðar væl og „vagínustælar". Ég hafna þeirri reglu að þó ég hafi ekki barist um verði brotið sem framið var á kynverund minni sjálfkrafa mín sök. Ég hafna þeirri reglu að ungum strákum séu send þau skilaboð að „alvöru" karlmenn horfi allir á klám. Ég hafna þeirri reglu að flotti kjólinn minn sem ég hafði hlakkað svo til að klæðast gefi mönnum rétt til þess að stara með perraglotti á bringusvæðið á mér. Ég neita því ekki að ég sé að taka ýmiskonar áhættu með því að drekka áfengi, en ég þvertek fyrir að það gefi öðrum rétt til þess að koma fram við mig sem skraut og almenningseign sem hægt er að taka ófrjálsri hendi. Ég neita því að vera talin „öfgafemínisti" og þar með hálf ómarktæk þegar ég tjái mig um þau skilaboð til barna og kyngervingu þeirra sem felst í því að deila út bleikum og bláum reiðhjólahjálmum, því þar með erum við að styrkja þessar úreltu kynhegðunarreglur. Ég neita því að þurfa að sitja undir nauðgunarbröndurum um konur (já, og karla líka!) og eiga bara að þegja og brosa. Ég neita því að ef ég geri athugasemd við þess háttar grín sé stungið upp á því hvort ég sé á túr og það kallað húmorsleysi, en ekki eitthvað sem megi íhuga. Ég neita því að ég sé metin út frá kyni en ekki hæfileikum og persónuleika. Ég neita þar með kynjakvótum, því ég vil vera metin af eigin verðleikum en ekki einungis af því að ég er kvenmaður. Ég neita því að hæfileikar mínir njóti sín best „bakvið eldavélina". Ég neita að trúa því sem fyrrum grunnskóla leiðbeinandi hafði að segja um Goldfinger. Að það sé ekkert að því að sækja slíkan stað, og það ættu helst að allir karlmenn einhvern tímann að gera það. Ég neita að trúa því að það sé eðlilegt að borga fyrir kynferðislega örvun og/eða fullnægingu. Ég fyrirlít það að kvenkyns kærendur nauðgana eða kynferðislegrar misnotkunar verði niðurlægðir og afskrifaðir vegna „stelpupussuláta" eða „falskra minninga". Ég neita því að vera við fyrstu sýn álitin veiklundaðari eða vanmáttugri en bræður mínir einungis vegna þess að ég er kvenmaður. Ég neita að trúa því að ég verði ekki „bikiníhæf" fyrr en ég læt fjarlægja kynfærahár mín, eins og snyrtifræðingurinn minn gaf í skyn, og geti þar með ekki farið í sund í öðru nema föðurlandi. Ég neita því að vera síður virðingarverð meðal jafnaldra minna án þess að fjarlægja „óæskileg" líkamshár. Ég nenni ekki að þurfa að eyða morðfjár í háreyðingu til að verða gildur kvenmaður þegar mig langar mun meira að safna upp í farartæki mitt, framhaldsnám og draumaíbúðina. Ég neita því að það sé mitt stærsta hlutverk að vera sexí og til skrauts fyrir aðra að dást að. o.s.frv., o.s.frv.... Ég trúi því statt og stöðugt að hver einstaklingur sé meira en kyn sitt. Kyn er aukaatriði, rétt eins og kynhneigð, háralitur, húðlitur og skóstærð. Ekkert þessara einkenna hefur merkingu nema við gefum því hana. Ég trúi því einnig að það sé ekki til of mikils mælst að bera þá virðingu fyrir öðrum sem maður vill að borin sé fyrir sjálfum sér. Virðing á að vera sjálfsögð og er mannréttindi, ekki forréttindi. Í dag sný ég því baki við úreltum staðalímyndum feðraveldis forfeðra minna. Ég er frjáls. Mig langar að þakka öllum þeim karlmönnum og kvenmönnum sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum óháð kyni og gefa þannig skít í úrelt viðhorf. Þið eruð glæsimenni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun