Virðing er mannréttindi, ekki forréttindi Hrefna Karlsd skrifar 19. júní 2012 21:00 Í bernsku erum við dregin í dilka eins og rollur út frá því hvernig kynfæri við höfum milli lappanna. Bændurnir sem eiga þá dilka setja okkur því næst reglur og gefa okkur hlutverk sem okkur ber að aðlagast. Hegðunin er styrkt af öllum innan hópsins og utan þar til við erum orðnir meistarar. Ef örlar á einhverjum efa varðandi þessar reglur og hlutverk er okkur oftar en ekki gefið það skýrt og greinilega til kynna að það sé tómt þvaður og mjög óæskileg hegðun. Þessi flokkunaraðferð er ævaforn og byggð út frá hugmyndafræði forfeðra okkar. Þessi hugmyndafræði er ekki byggð á staðreyndum, heldur hugmyndum sem hafa náð að festa sig svo rækilega í sessi. Ef hún væri byggð á staðreyndum þá væru líklegast til einhverjir þekktir fræðingar á bakvið hana ásamt rannsóknum. Það sem við lærum í bernsku virðist oftar en ekki vera sannleikur þegar komið er á fullorðinsár. En ef við segjum sem svo að foreldrar mínir, og síðar allt samfélagið, hefðu kennt mér og matað mig á því að ég væri hundur og sett mér hlutverk og reglur um hvernig ég ætti að haga mér sem slíkur, þá þýðir það ekki endilega að það sé rétt. Ég veit að hundurinn virðist absúrd dæmi, en held að það sé samt nokkuð til í því. Á kvenréttindadeginum í dag tek ég mér því ævilangt frí, vel mér hlutverk innan beggja dilka og hafna úldnum reglum samfélagsins. Fyrst og fremst hafna ég því að virðingarminna teljist að lenda í öðrum dilknum. Ég hafna því að sterkar skoðanir mínar séu kallaðar væl og „vagínustælar". Ég hafna þeirri reglu að þó ég hafi ekki barist um verði brotið sem framið var á kynverund minni sjálfkrafa mín sök. Ég hafna þeirri reglu að ungum strákum séu send þau skilaboð að „alvöru" karlmenn horfi allir á klám. Ég hafna þeirri reglu að flotti kjólinn minn sem ég hafði hlakkað svo til að klæðast gefi mönnum rétt til þess að stara með perraglotti á bringusvæðið á mér. Ég neita því ekki að ég sé að taka ýmiskonar áhættu með því að drekka áfengi, en ég þvertek fyrir að það gefi öðrum rétt til þess að koma fram við mig sem skraut og almenningseign sem hægt er að taka ófrjálsri hendi. Ég neita því að vera talin „öfgafemínisti" og þar með hálf ómarktæk þegar ég tjái mig um þau skilaboð til barna og kyngervingu þeirra sem felst í því að deila út bleikum og bláum reiðhjólahjálmum, því þar með erum við að styrkja þessar úreltu kynhegðunarreglur. Ég neita því að þurfa að sitja undir nauðgunarbröndurum um konur (já, og karla líka!) og eiga bara að þegja og brosa. Ég neita því að ef ég geri athugasemd við þess háttar grín sé stungið upp á því hvort ég sé á túr og það kallað húmorsleysi, en ekki eitthvað sem megi íhuga. Ég neita því að ég sé metin út frá kyni en ekki hæfileikum og persónuleika. Ég neita þar með kynjakvótum, því ég vil vera metin af eigin verðleikum en ekki einungis af því að ég er kvenmaður. Ég neita því að hæfileikar mínir njóti sín best „bakvið eldavélina". Ég neita að trúa því sem fyrrum grunnskóla leiðbeinandi hafði að segja um Goldfinger. Að það sé ekkert að því að sækja slíkan stað, og það ættu helst að allir karlmenn einhvern tímann að gera það. Ég neita að trúa því að það sé eðlilegt að borga fyrir kynferðislega örvun og/eða fullnægingu. Ég fyrirlít það að kvenkyns kærendur nauðgana eða kynferðislegrar misnotkunar verði niðurlægðir og afskrifaðir vegna „stelpupussuláta" eða „falskra minninga". Ég neita því að vera við fyrstu sýn álitin veiklundaðari eða vanmáttugri en bræður mínir einungis vegna þess að ég er kvenmaður. Ég neita að trúa því að ég verði ekki „bikiníhæf" fyrr en ég læt fjarlægja kynfærahár mín, eins og snyrtifræðingurinn minn gaf í skyn, og geti þar með ekki farið í sund í öðru nema föðurlandi. Ég neita því að vera síður virðingarverð meðal jafnaldra minna án þess að fjarlægja „óæskileg" líkamshár. Ég nenni ekki að þurfa að eyða morðfjár í háreyðingu til að verða gildur kvenmaður þegar mig langar mun meira að safna upp í farartæki mitt, framhaldsnám og draumaíbúðina. Ég neita því að það sé mitt stærsta hlutverk að vera sexí og til skrauts fyrir aðra að dást að. o.s.frv., o.s.frv.... Ég trúi því statt og stöðugt að hver einstaklingur sé meira en kyn sitt. Kyn er aukaatriði, rétt eins og kynhneigð, háralitur, húðlitur og skóstærð. Ekkert þessara einkenna hefur merkingu nema við gefum því hana. Ég trúi því einnig að það sé ekki til of mikils mælst að bera þá virðingu fyrir öðrum sem maður vill að borin sé fyrir sjálfum sér. Virðing á að vera sjálfsögð og er mannréttindi, ekki forréttindi. Í dag sný ég því baki við úreltum staðalímyndum feðraveldis forfeðra minna. Ég er frjáls. Mig langar að þakka öllum þeim karlmönnum og kvenmönnum sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum óháð kyni og gefa þannig skít í úrelt viðhorf. Þið eruð glæsimenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í bernsku erum við dregin í dilka eins og rollur út frá því hvernig kynfæri við höfum milli lappanna. Bændurnir sem eiga þá dilka setja okkur því næst reglur og gefa okkur hlutverk sem okkur ber að aðlagast. Hegðunin er styrkt af öllum innan hópsins og utan þar til við erum orðnir meistarar. Ef örlar á einhverjum efa varðandi þessar reglur og hlutverk er okkur oftar en ekki gefið það skýrt og greinilega til kynna að það sé tómt þvaður og mjög óæskileg hegðun. Þessi flokkunaraðferð er ævaforn og byggð út frá hugmyndafræði forfeðra okkar. Þessi hugmyndafræði er ekki byggð á staðreyndum, heldur hugmyndum sem hafa náð að festa sig svo rækilega í sessi. Ef hún væri byggð á staðreyndum þá væru líklegast til einhverjir þekktir fræðingar á bakvið hana ásamt rannsóknum. Það sem við lærum í bernsku virðist oftar en ekki vera sannleikur þegar komið er á fullorðinsár. En ef við segjum sem svo að foreldrar mínir, og síðar allt samfélagið, hefðu kennt mér og matað mig á því að ég væri hundur og sett mér hlutverk og reglur um hvernig ég ætti að haga mér sem slíkur, þá þýðir það ekki endilega að það sé rétt. Ég veit að hundurinn virðist absúrd dæmi, en held að það sé samt nokkuð til í því. Á kvenréttindadeginum í dag tek ég mér því ævilangt frí, vel mér hlutverk innan beggja dilka og hafna úldnum reglum samfélagsins. Fyrst og fremst hafna ég því að virðingarminna teljist að lenda í öðrum dilknum. Ég hafna því að sterkar skoðanir mínar séu kallaðar væl og „vagínustælar". Ég hafna þeirri reglu að þó ég hafi ekki barist um verði brotið sem framið var á kynverund minni sjálfkrafa mín sök. Ég hafna þeirri reglu að ungum strákum séu send þau skilaboð að „alvöru" karlmenn horfi allir á klám. Ég hafna þeirri reglu að flotti kjólinn minn sem ég hafði hlakkað svo til að klæðast gefi mönnum rétt til þess að stara með perraglotti á bringusvæðið á mér. Ég neita því ekki að ég sé að taka ýmiskonar áhættu með því að drekka áfengi, en ég þvertek fyrir að það gefi öðrum rétt til þess að koma fram við mig sem skraut og almenningseign sem hægt er að taka ófrjálsri hendi. Ég neita því að vera talin „öfgafemínisti" og þar með hálf ómarktæk þegar ég tjái mig um þau skilaboð til barna og kyngervingu þeirra sem felst í því að deila út bleikum og bláum reiðhjólahjálmum, því þar með erum við að styrkja þessar úreltu kynhegðunarreglur. Ég neita því að þurfa að sitja undir nauðgunarbröndurum um konur (já, og karla líka!) og eiga bara að þegja og brosa. Ég neita því að ef ég geri athugasemd við þess háttar grín sé stungið upp á því hvort ég sé á túr og það kallað húmorsleysi, en ekki eitthvað sem megi íhuga. Ég neita því að ég sé metin út frá kyni en ekki hæfileikum og persónuleika. Ég neita þar með kynjakvótum, því ég vil vera metin af eigin verðleikum en ekki einungis af því að ég er kvenmaður. Ég neita því að hæfileikar mínir njóti sín best „bakvið eldavélina". Ég neita að trúa því sem fyrrum grunnskóla leiðbeinandi hafði að segja um Goldfinger. Að það sé ekkert að því að sækja slíkan stað, og það ættu helst að allir karlmenn einhvern tímann að gera það. Ég neita að trúa því að það sé eðlilegt að borga fyrir kynferðislega örvun og/eða fullnægingu. Ég fyrirlít það að kvenkyns kærendur nauðgana eða kynferðislegrar misnotkunar verði niðurlægðir og afskrifaðir vegna „stelpupussuláta" eða „falskra minninga". Ég neita því að vera við fyrstu sýn álitin veiklundaðari eða vanmáttugri en bræður mínir einungis vegna þess að ég er kvenmaður. Ég neita að trúa því að ég verði ekki „bikiníhæf" fyrr en ég læt fjarlægja kynfærahár mín, eins og snyrtifræðingurinn minn gaf í skyn, og geti þar með ekki farið í sund í öðru nema föðurlandi. Ég neita því að vera síður virðingarverð meðal jafnaldra minna án þess að fjarlægja „óæskileg" líkamshár. Ég nenni ekki að þurfa að eyða morðfjár í háreyðingu til að verða gildur kvenmaður þegar mig langar mun meira að safna upp í farartæki mitt, framhaldsnám og draumaíbúðina. Ég neita því að það sé mitt stærsta hlutverk að vera sexí og til skrauts fyrir aðra að dást að. o.s.frv., o.s.frv.... Ég trúi því statt og stöðugt að hver einstaklingur sé meira en kyn sitt. Kyn er aukaatriði, rétt eins og kynhneigð, háralitur, húðlitur og skóstærð. Ekkert þessara einkenna hefur merkingu nema við gefum því hana. Ég trúi því einnig að það sé ekki til of mikils mælst að bera þá virðingu fyrir öðrum sem maður vill að borin sé fyrir sjálfum sér. Virðing á að vera sjálfsögð og er mannréttindi, ekki forréttindi. Í dag sný ég því baki við úreltum staðalímyndum feðraveldis forfeðra minna. Ég er frjáls. Mig langar að þakka öllum þeim karlmönnum og kvenmönnum sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum óháð kyni og gefa þannig skít í úrelt viðhorf. Þið eruð glæsimenni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar