Flikkað upp á Fasteign? Guðbrandur Einarsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun