Áríðandi tilmæli Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. Í Kattholti er mikill fjöldi óskilakatta og í ljósi ástandsins þar nú sér stjórn Kattavinafélags Íslands sig tilneydda að hvetja kattaeigendur að láta gelda högna og taka læður úr sambandi. Þær kettlingafullu læður, litlir kettlingar og kisur á ýmsum aldri sem búa nú í Kattholti sýna aðeins eitt: Ábyrgðarleysi kattaeigenda. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur um allt land til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sambandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Aðeins þannig getum við stemmt stigu við offjölgun katta. Ófrjósemisaðgerð er varanleg lausn og fær kisi að fara samdægurs heim og er fljótur að ná góðri heilsu. Útigangskettir lifa við harðan kost, hungraðir, veikir, kaldir og hraktir og eiga ömurlega ævi. Rekstur Kattholts er mjög erfiður og reynir þessi gríðarlega offjölgun katta mjög á starfsfólk og starfsemi Kattholts sem er líknarfélag, rekið af félagsgjöldum og með hjálp fyrirtækja sem færa kisunum mat. Algengt viðhorf fólks er að halda að læða þurfi endilega að eignast kettlinga. Það er mikill misskilningur. Kostir við geldingu og ófrjósemisaðgerðir eru að bæði læður og högnar verða góðir einstaklingar, heimakærir, blíðir, hreinlátir og lenda síður í slagsmálum og á flakki. Kattaeigendur! Tökum höndum saman og breytum ástandinu til betri vegar, sýnum ábyrgð og dýravernd. Það er allra hagur, ekki síst kattanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. Í Kattholti er mikill fjöldi óskilakatta og í ljósi ástandsins þar nú sér stjórn Kattavinafélags Íslands sig tilneydda að hvetja kattaeigendur að láta gelda högna og taka læður úr sambandi. Þær kettlingafullu læður, litlir kettlingar og kisur á ýmsum aldri sem búa nú í Kattholti sýna aðeins eitt: Ábyrgðarleysi kattaeigenda. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur um allt land til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sambandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Aðeins þannig getum við stemmt stigu við offjölgun katta. Ófrjósemisaðgerð er varanleg lausn og fær kisi að fara samdægurs heim og er fljótur að ná góðri heilsu. Útigangskettir lifa við harðan kost, hungraðir, veikir, kaldir og hraktir og eiga ömurlega ævi. Rekstur Kattholts er mjög erfiður og reynir þessi gríðarlega offjölgun katta mjög á starfsfólk og starfsemi Kattholts sem er líknarfélag, rekið af félagsgjöldum og með hjálp fyrirtækja sem færa kisunum mat. Algengt viðhorf fólks er að halda að læða þurfi endilega að eignast kettlinga. Það er mikill misskilningur. Kostir við geldingu og ófrjósemisaðgerðir eru að bæði læður og högnar verða góðir einstaklingar, heimakærir, blíðir, hreinlátir og lenda síður í slagsmálum og á flakki. Kattaeigendur! Tökum höndum saman og breytum ástandinu til betri vegar, sýnum ábyrgð og dýravernd. Það er allra hagur, ekki síst kattanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun