Allt þetta á einum degi? Haraldur Guðmundsson skrifar 15. október 2014 07:30 Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun