Ódýr matur fyrir leikskólabörn Fanný Heimisdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 Ég hef áður vakið athygli á því að við svíkjum leikskólabörn með rýrum kosti. Maturinn þeirra í leikskólanum, þrjár máltíðir ásamt ávöxtum og lýsi, kostar daglega minna en einn kaffibolli á kaffihúsi. Þeir borgarfulltrúar sem ég hef rætt við um málið hlusta vel en virðast ekki hafa vald til að gera neitt. Ég hef reynt við bæði Gnarr og Dag, og vona enn að Dagur sjái hversu brýnt málið er því hann er bæði læknir og jafnaðarmaður. Með því að bæta leikskólamatinn gætum við jafnað stöðu heimila; leikskólar geta gert betri innkaup en einstaklingar. Heima gæti kvöldmaturinn verið með einfaldara sniði á virkum dögum. En þegar máltíðir leikskólans eru oftar og oftar brauðmeti, grautar, skyr og pastaréttir þurfa foreldrar frekar að huga að góðum próteingjöfum í kvöldmatnum ásamt nægu grænmeti, jafnvel huga að því að börnin læri að tyggja. Misskiljið þetta ekki þannig, að leikskólar geti gert svo hagstæð innkaup að rúmlega 300 krónur pr. barn á dag dugi, en það er sú upphæð sem nú er lögð til. Matur barna þarf að vera fjölbreyttur og börn ættu að eiga rétt á vali eins og aðrir borgarar.Foreldrar gætu greitt meira Foreldrar framselja til annarra þá ábyrgð að fara með hagsmuni barna sinna. Í leikskólunum tökum við að okkur að fæða börnin ásamt því að búa þeim menntandi uppeldisumhverfi. Að þjónusta börn vel í mat og drykk ætti að vera sjálfsagður hlutur á Íslandi. En ábyrgðin á næringu barnanna hlýtur að liggja hjá foreldrum fyrst og fremst. Það ætti því að spyrja foreldra hvort þeir vilji greiða níu, jafnvel tíu þúsund á mánuði, í stað sjö þúsunda eins og nú er. Auðvitað yrði það fast gjald fyrir alla en ég trúi því að niðurstaðan yrði börnunum í hag. Ákvörðun um þetta ætti ekki að liggja í pólitískum kerfum því þar er ekki nægileg ábyrgð.Að öðlast uppeldi fyrir lífið Markmið leikskóla er að börnin öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Þegar við erum allt of feit og lífsstílssjúkdómar sliga heilbrigðiskerfið ættum við að leggja metnað í að kenna börnunum okkar að borða vel og rétt. Það er þjóðþrifamál að kenna börnum að borða og miða mat þeirra við bestu þekkingu þar um. Það er auk þess mannréttindamál að fá vel að borða og í samræmi við það sem best gerist manna á meðal í samfélaginu. Slagorð dagsins gæti verið „sýndu mér diskinn þinn og ræðum svo jöfnuð“.Gegnsæi um gjöld Hvað kostar matur fyrir eitt barn/fyrir einn fullorðinn? Hvað borða börn fátækra foreldra heima hjá sér í kvöldmat? Hvað borða börn þeirra sem eru efnameiri eftir sinn leikskóladag? Þetta mætti skoða með gegnsæi og jöfnuð í huga. Víst er að við þurfum að áætla meira til matarkaupa í leikskólum eigi síðar en í fjárhagsáætlun 2015. Eðlilegt væri að miða upphæðina við að hægt væri að mæta kröfum manneldisráðs um mataræði, að lágmarki. Að auki þarf svo að skoða sérstaklega kostnað við mat leikskólastarfsfólks og auka gegnsæi um það hvernig hann er fjármagnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður vakið athygli á því að við svíkjum leikskólabörn með rýrum kosti. Maturinn þeirra í leikskólanum, þrjár máltíðir ásamt ávöxtum og lýsi, kostar daglega minna en einn kaffibolli á kaffihúsi. Þeir borgarfulltrúar sem ég hef rætt við um málið hlusta vel en virðast ekki hafa vald til að gera neitt. Ég hef reynt við bæði Gnarr og Dag, og vona enn að Dagur sjái hversu brýnt málið er því hann er bæði læknir og jafnaðarmaður. Með því að bæta leikskólamatinn gætum við jafnað stöðu heimila; leikskólar geta gert betri innkaup en einstaklingar. Heima gæti kvöldmaturinn verið með einfaldara sniði á virkum dögum. En þegar máltíðir leikskólans eru oftar og oftar brauðmeti, grautar, skyr og pastaréttir þurfa foreldrar frekar að huga að góðum próteingjöfum í kvöldmatnum ásamt nægu grænmeti, jafnvel huga að því að börnin læri að tyggja. Misskiljið þetta ekki þannig, að leikskólar geti gert svo hagstæð innkaup að rúmlega 300 krónur pr. barn á dag dugi, en það er sú upphæð sem nú er lögð til. Matur barna þarf að vera fjölbreyttur og börn ættu að eiga rétt á vali eins og aðrir borgarar.Foreldrar gætu greitt meira Foreldrar framselja til annarra þá ábyrgð að fara með hagsmuni barna sinna. Í leikskólunum tökum við að okkur að fæða börnin ásamt því að búa þeim menntandi uppeldisumhverfi. Að þjónusta börn vel í mat og drykk ætti að vera sjálfsagður hlutur á Íslandi. En ábyrgðin á næringu barnanna hlýtur að liggja hjá foreldrum fyrst og fremst. Það ætti því að spyrja foreldra hvort þeir vilji greiða níu, jafnvel tíu þúsund á mánuði, í stað sjö þúsunda eins og nú er. Auðvitað yrði það fast gjald fyrir alla en ég trúi því að niðurstaðan yrði börnunum í hag. Ákvörðun um þetta ætti ekki að liggja í pólitískum kerfum því þar er ekki nægileg ábyrgð.Að öðlast uppeldi fyrir lífið Markmið leikskóla er að börnin öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Þegar við erum allt of feit og lífsstílssjúkdómar sliga heilbrigðiskerfið ættum við að leggja metnað í að kenna börnunum okkar að borða vel og rétt. Það er þjóðþrifamál að kenna börnum að borða og miða mat þeirra við bestu þekkingu þar um. Það er auk þess mannréttindamál að fá vel að borða og í samræmi við það sem best gerist manna á meðal í samfélaginu. Slagorð dagsins gæti verið „sýndu mér diskinn þinn og ræðum svo jöfnuð“.Gegnsæi um gjöld Hvað kostar matur fyrir eitt barn/fyrir einn fullorðinn? Hvað borða börn fátækra foreldra heima hjá sér í kvöldmat? Hvað borða börn þeirra sem eru efnameiri eftir sinn leikskóladag? Þetta mætti skoða með gegnsæi og jöfnuð í huga. Víst er að við þurfum að áætla meira til matarkaupa í leikskólum eigi síðar en í fjárhagsáætlun 2015. Eðlilegt væri að miða upphæðina við að hægt væri að mæta kröfum manneldisráðs um mataræði, að lágmarki. Að auki þarf svo að skoða sérstaklega kostnað við mat leikskólastarfsfólks og auka gegnsæi um það hvernig hann er fjármagnaður.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun