Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Tómas Jónsson skrifar 16. október 2014 16:14 Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun