Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Tómas Jónsson skrifar 16. október 2014 16:14 Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar