Viðbrennd og ólystug terta Sjálfstæðisflokksins Þórir Stephensen skrifar 16. október 2014 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn bar í áratugi höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálaflokka með víðsýnni og frjálshuga stefnuskrá, sem borin var fram af sannfæringu. Og fylgið brást ekki. Flokkurinn hafði forystu í flestum málum, sem vörðuðu þjóðarheill. Við myndun núverandi ríkisstjórnar vakti það mikla furðu, að Sjálfstæðismenn skyldu samþykkja að fela Framsókn ábyrgð á bæði forsætis- og utanríkisráðuneytinu. Hið síðarnefnda hefur lengi haft allan svip af hugsunarhætti þeirra. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn nú fyrirferðarlítill áhorfandi og umhverfið breytt. Í stíl við þetta hafa forystumenn flokksins ekki treyst sér til að standa við mikilvægt loforð, gefið rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. Í Fréttablaðinu, 3. október sl. er sagt frá fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur með eldri Sjálfstæðismönnum. Þar taldi hún „rétt að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu“ eins og utanríkisráðherra hefur lagt til. Þetta kom svo sem ekki á óvart. Þetta er bara staðfesting þess, að flokkinn hennar skortir í dag það sem ég lýsi hér í fyrstu málsgreininni. Þess vegna hefur flokksforystan látið sér það sæma að læðast ófyrirséð í bakpokann, sem kjósendur fengu með sér út í nýtt kjörtímabil og skipt þar um einn af þýðingarmestu nestispökkunum, sem áttu að viðhalda hinu pólitíska þreki næstu árin. Hvað var í pakkanum? Þar var afstaðan til samningaumræðna við ESB. Við getum líkt henni við lagskipta tertu. Neðsta lagið, grunnurinn, hlýtur að vera orð formannsins Bjarna Benediktssonar: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnuskrá að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál, og við munum standa við það.“ Í öðru laginu getum við lesið allt önnur orð Hönnu Birnu: „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það, að þjóðin fær að ákveða, hvort það verði gengið lengra í þessu máli.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir á þriðja lagið: „Eina leiðin til að komast að niðurstöðu er að spyrja þjóðina um það, hvert skuli halda núna.“ Illugi Gunnarsson kemur næstur „ …síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin fái að segja sinn hug. Þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niðurstöðu.“Misheppnaður glassúr Þarna eru fjögur býsna samstæð lög, sem lofuðu góðu á sinni tíð og menn gleyptu við sem nesti út í nýtt kjörtímabil. En nú hefur flokkurinn, að óvörum, skipt algjörlega um innihald pakkans. Þar er þó enn terta, en allmikið breytt, virðist hafa verið bökuð í allt of heitum ofni stjórnarráðsins. Bjarni Benediktsson hefur, þvert ofan í mikilvægt loforð komið með gagnstæða fullyrðingu: „Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík atkvæðagreiðsla fari fram.“ Ummæli Hönnu Birnu koma svo eins og misheppnaður „glassúr“ ofan á þetta. Sagan er í raun ótrúleg og að dómi margra ekki geðslegt eða hollt nesti fyrir flokksmenn, sem hafa verið aldir upp við kjörorðið: „Gjör rétt, þol eigi órétt.“ Þorsteinn Pálsson, fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, og einn virtasti stjórnmálaskýrandi landsins, sagði enda þegar þetta kom í ljós: „Menn kusu flokkinn út á þetta. Nú hefur formaðurinn ákveðið að svíkja þetta. Þetta er eitt stærsta kosningaloforð, sem gefið hefur verið í íslenskum stjórnmálum, og þetta eru ein stærstu svik sem gerst hafa í íslenskum stjórnmálum.“ Bjarni hefur borið því við, að það hefðu verið „enn meiri svik“ að fara ekki eftir samþykktum flokksins, Með þeim orðum viðurkennir hann svik sín. Ég kann ekki að leggja mat á svik. Sá sem þau framkvæmir hlýtur alltaf að bera það nafn, sem þeim fylgir. Til þess að reyna að breyta afstöðu stjórnvalda og þá einkum Sjálfstæðisflokksins til samninga um Evrópuaðild voru mikil fundahöld á Austurvelli sl. vor og síðan afhentar undirskriftir 53.555 kjósenda, sem vildu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og töldu málið brýnna en svo, að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða því. Þess vegna þurfi þjóðarvilji að koma fram. Þetta var hins vegar eins og að skvetta vatni á gæs. Orð Hönnu Birnu sýna, að ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru sem í herkví. A.m.k. er tertan þannig gerð, að hún hlýtur að fara illa í maga þeirra sem aldir eru upp við að orð skuli standa. Enn alvarlegra er þó, að tillaga Gunnars Braga er á þingmálaskrá hans og ekki þarf að draga í efa, að þrýst verður á, að hún komi fram sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bar í áratugi höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálaflokka með víðsýnni og frjálshuga stefnuskrá, sem borin var fram af sannfæringu. Og fylgið brást ekki. Flokkurinn hafði forystu í flestum málum, sem vörðuðu þjóðarheill. Við myndun núverandi ríkisstjórnar vakti það mikla furðu, að Sjálfstæðismenn skyldu samþykkja að fela Framsókn ábyrgð á bæði forsætis- og utanríkisráðuneytinu. Hið síðarnefnda hefur lengi haft allan svip af hugsunarhætti þeirra. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn nú fyrirferðarlítill áhorfandi og umhverfið breytt. Í stíl við þetta hafa forystumenn flokksins ekki treyst sér til að standa við mikilvægt loforð, gefið rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. Í Fréttablaðinu, 3. október sl. er sagt frá fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur með eldri Sjálfstæðismönnum. Þar taldi hún „rétt að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu“ eins og utanríkisráðherra hefur lagt til. Þetta kom svo sem ekki á óvart. Þetta er bara staðfesting þess, að flokkinn hennar skortir í dag það sem ég lýsi hér í fyrstu málsgreininni. Þess vegna hefur flokksforystan látið sér það sæma að læðast ófyrirséð í bakpokann, sem kjósendur fengu með sér út í nýtt kjörtímabil og skipt þar um einn af þýðingarmestu nestispökkunum, sem áttu að viðhalda hinu pólitíska þreki næstu árin. Hvað var í pakkanum? Þar var afstaðan til samningaumræðna við ESB. Við getum líkt henni við lagskipta tertu. Neðsta lagið, grunnurinn, hlýtur að vera orð formannsins Bjarna Benediktssonar: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnuskrá að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál, og við munum standa við það.“ Í öðru laginu getum við lesið allt önnur orð Hönnu Birnu: „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það, að þjóðin fær að ákveða, hvort það verði gengið lengra í þessu máli.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir á þriðja lagið: „Eina leiðin til að komast að niðurstöðu er að spyrja þjóðina um það, hvert skuli halda núna.“ Illugi Gunnarsson kemur næstur „ …síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin fái að segja sinn hug. Þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niðurstöðu.“Misheppnaður glassúr Þarna eru fjögur býsna samstæð lög, sem lofuðu góðu á sinni tíð og menn gleyptu við sem nesti út í nýtt kjörtímabil. En nú hefur flokkurinn, að óvörum, skipt algjörlega um innihald pakkans. Þar er þó enn terta, en allmikið breytt, virðist hafa verið bökuð í allt of heitum ofni stjórnarráðsins. Bjarni Benediktsson hefur, þvert ofan í mikilvægt loforð komið með gagnstæða fullyrðingu: „Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík atkvæðagreiðsla fari fram.“ Ummæli Hönnu Birnu koma svo eins og misheppnaður „glassúr“ ofan á þetta. Sagan er í raun ótrúleg og að dómi margra ekki geðslegt eða hollt nesti fyrir flokksmenn, sem hafa verið aldir upp við kjörorðið: „Gjör rétt, þol eigi órétt.“ Þorsteinn Pálsson, fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, og einn virtasti stjórnmálaskýrandi landsins, sagði enda þegar þetta kom í ljós: „Menn kusu flokkinn út á þetta. Nú hefur formaðurinn ákveðið að svíkja þetta. Þetta er eitt stærsta kosningaloforð, sem gefið hefur verið í íslenskum stjórnmálum, og þetta eru ein stærstu svik sem gerst hafa í íslenskum stjórnmálum.“ Bjarni hefur borið því við, að það hefðu verið „enn meiri svik“ að fara ekki eftir samþykktum flokksins, Með þeim orðum viðurkennir hann svik sín. Ég kann ekki að leggja mat á svik. Sá sem þau framkvæmir hlýtur alltaf að bera það nafn, sem þeim fylgir. Til þess að reyna að breyta afstöðu stjórnvalda og þá einkum Sjálfstæðisflokksins til samninga um Evrópuaðild voru mikil fundahöld á Austurvelli sl. vor og síðan afhentar undirskriftir 53.555 kjósenda, sem vildu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og töldu málið brýnna en svo, að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða því. Þess vegna þurfi þjóðarvilji að koma fram. Þetta var hins vegar eins og að skvetta vatni á gæs. Orð Hönnu Birnu sýna, að ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru sem í herkví. A.m.k. er tertan þannig gerð, að hún hlýtur að fara illa í maga þeirra sem aldir eru upp við að orð skuli standa. Enn alvarlegra er þó, að tillaga Gunnars Braga er á þingmálaskrá hans og ekki þarf að draga í efa, að þrýst verður á, að hún komi fram sem fyrst.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar