Ógnin í Eldvörpum Ellert Grétarsson skrifar 16. október 2014 07:00 Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bárðarbunga Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun