Af hverju eru ekki allir í sama VSK-umhverfi? Ólafur H. Jónsson skrifar 16. október 2014 07:00 Það er sérkennilegt að hlusta á og lesa svör og athugasemdir þeirra aðila sem ekki greiða virðisaukaskatt, t.d. í ferðaþjónustu. Maður brosir nú bara þegar sagt er: „Alltof skammur fyrirvari“, o.s.frv. Er ekki einu sinni áður búið að falla frá hækkun VSK vegna of skamms fyrirvara? Var þetta ekki sama kveinið og um fyrirhugaðan náttúrupassa, sem dó drottni sínum fyrir fæðingu? Hvað hafa þessir ferðaþjónustuaðilar tilkynnt sínum birgjum erlendis um þá staðreynd að gjaldtaka verði hafin inn á náttúruperlur Íslands og að auki verði um mögulega hækkun á VSK að ræða? Af hverju að leyna viðskiptavinum sínum því sem nær öll þjóðin og erlendir ferðamenn skilja að muni verða að veruleika? Hvaða sanngirni er í því að öll rútufyrirtæki, Bláa lónið, Jarðböðin, allir sundstaðir, hvalaskoðunarfyrirtæki, ferðir með eða án leiðsögu, laxveiði, hótel, gistiheimili og bókaútgefendur, menning hvers konar o.s.frv., séu ekki í sama VSK-umhverfi eins og allir aðrir rekstraraðilar? Velta í þeim greinum sem ekki bera VSK nemur tugum milljarða, já tugum milljarða á ári. Af hverju þessi mismunun? Af hverju allar þessar undanþágur í VSK-umhverfi? Stenst slík mismunun stjórnarskrá? Drög í fjárlögum sem nú liggja fyrir eru alveg óskiljanleg ný túlkun á orðinu einföldun, þ.e. úr tveimur VSK-þrepum í tvö VSK-þrep? En niðurfelling vörugjalda er til fyrirmyndar og ber að þakka. Einföldum VSK umhverfið og setjum alla rekstraraðila, án nokkurra undantekninga, t.d. í 15% virðisaukastig. Af hverju ekki að einfalda þetta umhverfi í eitt skipti fyrir öll, eins og er á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar? Það sem nú liggur fyrir sem drög í fjárlögum er öllum þeim sem fylgst hafa með alveg óskiljanleg ný túlkun á orðinu „einföldun“. Það er mörgum atvinnugreinum „skotið undan“ vegna þess hve sterk ítök/áhrif viðkomandi aðilar eða samtök hafa innan dyra hjá þeim sem vilja nú „einfalda“ VSK-kerfið, slíkt er dapurlegt. Óskiljanlegt er að ný kynslóð alþingismanna skuli leggja til svona breytingar á VSK til einföldunar og trúa því sjálf að um einföldun sé að ræða. Ég bjóst nú við stærri smjörklípu, átti jafnvel von á heilu smjörstykki í þessu máli. Það hefur enginn ráðamaður, mér vitandi, hvorki til vinstri eða hægri, lagt fram tölulegan útreikning á því ef allir yrðu settir í t.d. 15% VSK-umhverfi á Íslandi, eða 16% eða 17%. Af hverju skyldi ekki? Hagsmunatengsl? Af hverju er þetta ekki lagt fyrir og þá kemur í ljós hvort ríkið nær að anda án erfiðleika þ.e. tekjulega miðað við t.d 15% VSK þrep. Það má reikna frekar með því að tekjur ríkisins muni aukast til muna, því skilvirkni virðisaukaskatts mun aukast.Þora ráðamenn ekki? Þora ráðamenn ekki að framkvæma slíka „einföldun“ vegna hagsmuna einstakra atvinnu- og menningargreina? Það er eins og allir stjórnmálamenn séu hættir að framfylgja hugsjónum sínum þegar í valdastólana er komið. Eru allir að verða að sömu kennitölunni? Þorir enginn að standa í stafni og taka af skarið í þágu þjóðar? Það eru til aðferðir á rafrænni öld til hjálpar barnafólki, láglaunafólki, öryrkjum og öðrum hópum sem verst koma út úr slíkum breytingum. Heldur fólk að Íslendingar hætti að kaupa t.d. bækur, sækja sundstaði, þjóðgarða eða aðra staði, fara í leikhús, á hljómleika o.fl. Og svo má líka fella niður alla boðsmiðana hverju nafni sem þeir nefnast. Það fólk sem nú „lifir á boðsmiðum“ hefur alveg efni á því að greiða fyrir það sem það vill njóta. Það ætti að vera frítt fyrir Íslendinga inn á almenna sundstaði því þeir hafa þegar greitt með opinberu skattfé sínu uppbyggingu sundlauga í gegnum áratugi. En slíku er t.d. ekki fyrir að fara hvað varðar erlenda ferðamenn, þeir hafa ekkert greitt í slíka uppbyggingu og eiga því að borga miklu hærra gjald fyrir slíkan aðgang m/vsk. Þessi mismunun gengur ekki upp er varðar náttúru Íslands, því nær ekkert hefur verið greitt af opinberu skattfé til verndunar eða uppbyggingar í áraraðir. Það yrði ein stærsta hreinsun í viðskiptaumhverfi Íslands ef komið yrði á einu þrepi virðisaukaskatts. Ég undrast að samtök atvinnulífsins, neytendasamtök sem og samtök alþýðunnar (ASÍ) skuli ekki beita sér fyrir leiðréttingu á því ósamræmi sem er á Íslandi í virðisaukaskattsumhverfi. Fyrir hverja eru þessir forystumenn að vinna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt að hlusta á og lesa svör og athugasemdir þeirra aðila sem ekki greiða virðisaukaskatt, t.d. í ferðaþjónustu. Maður brosir nú bara þegar sagt er: „Alltof skammur fyrirvari“, o.s.frv. Er ekki einu sinni áður búið að falla frá hækkun VSK vegna of skamms fyrirvara? Var þetta ekki sama kveinið og um fyrirhugaðan náttúrupassa, sem dó drottni sínum fyrir fæðingu? Hvað hafa þessir ferðaþjónustuaðilar tilkynnt sínum birgjum erlendis um þá staðreynd að gjaldtaka verði hafin inn á náttúruperlur Íslands og að auki verði um mögulega hækkun á VSK að ræða? Af hverju að leyna viðskiptavinum sínum því sem nær öll þjóðin og erlendir ferðamenn skilja að muni verða að veruleika? Hvaða sanngirni er í því að öll rútufyrirtæki, Bláa lónið, Jarðböðin, allir sundstaðir, hvalaskoðunarfyrirtæki, ferðir með eða án leiðsögu, laxveiði, hótel, gistiheimili og bókaútgefendur, menning hvers konar o.s.frv., séu ekki í sama VSK-umhverfi eins og allir aðrir rekstraraðilar? Velta í þeim greinum sem ekki bera VSK nemur tugum milljarða, já tugum milljarða á ári. Af hverju þessi mismunun? Af hverju allar þessar undanþágur í VSK-umhverfi? Stenst slík mismunun stjórnarskrá? Drög í fjárlögum sem nú liggja fyrir eru alveg óskiljanleg ný túlkun á orðinu einföldun, þ.e. úr tveimur VSK-þrepum í tvö VSK-þrep? En niðurfelling vörugjalda er til fyrirmyndar og ber að þakka. Einföldum VSK umhverfið og setjum alla rekstraraðila, án nokkurra undantekninga, t.d. í 15% virðisaukastig. Af hverju ekki að einfalda þetta umhverfi í eitt skipti fyrir öll, eins og er á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar? Það sem nú liggur fyrir sem drög í fjárlögum er öllum þeim sem fylgst hafa með alveg óskiljanleg ný túlkun á orðinu „einföldun“. Það er mörgum atvinnugreinum „skotið undan“ vegna þess hve sterk ítök/áhrif viðkomandi aðilar eða samtök hafa innan dyra hjá þeim sem vilja nú „einfalda“ VSK-kerfið, slíkt er dapurlegt. Óskiljanlegt er að ný kynslóð alþingismanna skuli leggja til svona breytingar á VSK til einföldunar og trúa því sjálf að um einföldun sé að ræða. Ég bjóst nú við stærri smjörklípu, átti jafnvel von á heilu smjörstykki í þessu máli. Það hefur enginn ráðamaður, mér vitandi, hvorki til vinstri eða hægri, lagt fram tölulegan útreikning á því ef allir yrðu settir í t.d. 15% VSK-umhverfi á Íslandi, eða 16% eða 17%. Af hverju skyldi ekki? Hagsmunatengsl? Af hverju er þetta ekki lagt fyrir og þá kemur í ljós hvort ríkið nær að anda án erfiðleika þ.e. tekjulega miðað við t.d 15% VSK þrep. Það má reikna frekar með því að tekjur ríkisins muni aukast til muna, því skilvirkni virðisaukaskatts mun aukast.Þora ráðamenn ekki? Þora ráðamenn ekki að framkvæma slíka „einföldun“ vegna hagsmuna einstakra atvinnu- og menningargreina? Það er eins og allir stjórnmálamenn séu hættir að framfylgja hugsjónum sínum þegar í valdastólana er komið. Eru allir að verða að sömu kennitölunni? Þorir enginn að standa í stafni og taka af skarið í þágu þjóðar? Það eru til aðferðir á rafrænni öld til hjálpar barnafólki, láglaunafólki, öryrkjum og öðrum hópum sem verst koma út úr slíkum breytingum. Heldur fólk að Íslendingar hætti að kaupa t.d. bækur, sækja sundstaði, þjóðgarða eða aðra staði, fara í leikhús, á hljómleika o.fl. Og svo má líka fella niður alla boðsmiðana hverju nafni sem þeir nefnast. Það fólk sem nú „lifir á boðsmiðum“ hefur alveg efni á því að greiða fyrir það sem það vill njóta. Það ætti að vera frítt fyrir Íslendinga inn á almenna sundstaði því þeir hafa þegar greitt með opinberu skattfé sínu uppbyggingu sundlauga í gegnum áratugi. En slíku er t.d. ekki fyrir að fara hvað varðar erlenda ferðamenn, þeir hafa ekkert greitt í slíka uppbyggingu og eiga því að borga miklu hærra gjald fyrir slíkan aðgang m/vsk. Þessi mismunun gengur ekki upp er varðar náttúru Íslands, því nær ekkert hefur verið greitt af opinberu skattfé til verndunar eða uppbyggingar í áraraðir. Það yrði ein stærsta hreinsun í viðskiptaumhverfi Íslands ef komið yrði á einu þrepi virðisaukaskatts. Ég undrast að samtök atvinnulífsins, neytendasamtök sem og samtök alþýðunnar (ASÍ) skuli ekki beita sér fyrir leiðréttingu á því ósamræmi sem er á Íslandi í virðisaukaskattsumhverfi. Fyrir hverja eru þessir forystumenn að vinna?
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun