Fleiri fréttir Mikilvægi tungumálanáms og –kennslu Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). 20.9.2012 06:00 Vildi fá sér vænan mann Friðrika Benónýs skrifar Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“ 20.9.2012 06:00 Óverjandi skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. 20.9.2012 06:00 Gegn fátækt Þorvaldur Gylfason skrifar Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. 20.9.2012 06:00 Með báðum augum – eða bara öðru? Ari Trausti Guðmundsson skrifar Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. 20.9.2012 06:00 Halldór 19.09.2012 19.9.2012 16:00 Viltu Nýjan Landspítala vð Hringbraut? Þóra Andrésdóttir skrifar Ef ekki, ættir þú að senda inn athugasemdir til skipulag@reykjavik.is í síðasta lagi 20. september, annars telst þú samþykkur. 19.9.2012 09:20 Villuljósin slökkt Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. 19.9.2012 09:00 Faxaflóahafnir – Hafnarfjarðarhöfn – sameining? Ó. Ingi Tómasson skrifar Hafnirnar í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Grundartanga sameinuðust árið 2000 í eitt fyrirtæki, Faxaflóahafnir. Reynslan af sameiningunni er góð, verulegir fjármunir hafa sparast og sveitarfélög þessara hafna notið góðs af þessari ákvörðun. Annað gott dæmi um vel heppnaða sameiningu er þegar Slökkvilið Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sameinuðust og úr varð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Í ljósi þessa er athyglisvert að velta því fyrir sér hvort við Hafnfirðingar ættum að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um sameiningu eða samstarf. 19.9.2012 06:00 Hverju er nauðsynlegt að fórna? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Nú er fagnað á Suðurnesjum og færðar fréttir af því að álver í Helguvík verði brátt að veruleika. Í gleðinni virðast menn hafa misst sjónar á framtíðarhagsmunum og vera tilbúnir að kveðja Reykjanesskagann eins og fólk þekkir hann í dag. 19.9.2012 06:00 Byssa og stígvél Hildur Eir Bolladóttir skrifar Ég er bara 8 ára og stend í grænmetisdeildinni í Hagkaup með glænýja vatnsbyssu í hendinni þegar jafnaldra mín vindur sér að mér eins og sjálfskipaður friðargæsluliði og segir: „Átt þú þessa byssu?“ „Já,“ svara ég hróðug. „Asnaleg byssa.“ Að þeim orðum sögðum er hún horfin á braut. Ég er ósátt, geng hröðum skrefum gegnum búðina í leit að bráðinni, sé hvar hún stendur við hraðkassann ásamt móður sinni og meðan reiðin blæs í seglin, kem ég auga á höggstaðinn. „Átt þú þessi stígvél?“ spyr ég og bendi valdsmannslega með byssunni í átt að rósbleikum stígvélum stúlkunnar. „Já,“ svarar hún og röddin er lítil og skræk. „Asnaleg stígvél,“ svara ég, hringa byssuna niður í beltið og geng sigri hrósandi burt, í leit að mömmu. 19.9.2012 06:00 Á náttúran að njóta vafans eða ekki? Bergur Hauksson skrifar Ég fór í bíó að sjá mynd Herdísar Þorvaldsdóttur, Fjallkonan hrópar á vægð. Myndin er bæði skemmtileg og fræðandi. Einnig dáist maður að þeirri elju sem Herdís hefur sýnt þessu áhugamáli sínu, og hún sagðist ekki hætt. 19.9.2012 06:00 Heilsugæsla í kreppu Oddur Steinarsson skrifar Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. 19.9.2012 06:00 Mánudagur til mæðu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!“ Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. 19.9.2012 06:00 Halldór 18.09.2012 18.9.2012 16:00 Upp úr kafinu Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. 18.9.2012 06:00 Nýr milljarður í þróunarhjálp Össur Skarphéðinsson skrifar Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. 18.9.2012 06:00 Ógöngur opinbers launakerfis Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna. 18.9.2012 06:00 Bless Ísland? Helga Brekkan skrifar Á forsíðu Helgarblaðs Fréttablaðsins þann 8. september var þessi fyrirsögn: ?Ræsa álver í Helguvík 2015?. Í textanum er vitnað í Michael Bless, forstjóra Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls: 18.9.2012 06:00 Vilji til breytinga Guðrún Nordal skrifar Á síðasta vori lögðu starfsnefndir Vísinda- og tækniráðs fram viðamiklar tillögur um breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu, sem byggðar voru á ítarlegri skýrslu um kerfið allt (sjá www.vt.is). Í skýrslunni var í fyrsta sinn dregin upp mynd af öllum hliðum vísinda- og nýsköpunarkerfisins og þeirri fjölbreyttu löggjöf sem það byggir á. 18.9.2012 06:00 Óvinur eða samherji? Þröstur Ólafsson skrifar Það er ekki uppbyggilegt að fylgjast með málflutningi andstæðinga ESB hér. Þeir fara mikinn í heilagri krossferð gegn þessu evrópska skrímsli. Manni dettur stundum í hug yfirlýsingar talíbana, þegar þeir ausa úr rétttrúnaðarskálum reiði sinnar gegn trúlausu vestrinu. Heiftin er ekki ósvipuð og orðbragðið sömu ættar. Ógerlegt er að útskýra þann útbelgda fjandskap sem birtist í málflutningi 18.9.2012 06:00 Nei við þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. 18.9.2012 06:00 Setjum markið hátt Bjarni Benediktsson skrifar Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. 18.9.2012 06:00 Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. 18.9.2012 06:00 Mannauður og mórall Teitur Guðmundsson skrifar Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins. 18.9.2012 06:00 Halldór 17.09.2012 17.9.2012 18:00 Crossfit: Ekki svo galið Leifur Geir Hafsteinsson skrifar Það er ekki ofsögum sagt að Íslendingar hafi tekið crossfit opnum örmum. Síðan undirritaður stofnaði fyrstu crossfit-stöðina á Íslandi haustið 2008 hefur iðkendafjöldi vaxið úr engu í á fjórða þúsund og crossfit-stöðvar landsins fylla nú tuginn (og er þá ótalin ýmis starfsemi þar sem boðið er upp á crossfit án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eða hugmyndafræðin notuð undir nöfnum eins og krossþjálfun). 17.9.2012 06:00 „Af-því-bara“ Ingunn Snædal skrifar Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. 17.9.2012 06:00 Við erum með eitruð gen Sigurður Árni Þórðarson skrifar Marteinn Lúther negldi skjal á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og siðbreyting og siðbót hófust. Hamarshöggin og hugsun Lúthers opinberuðu vitleysur tímans, sem hægt var að leiðrétta. Hallarkirkjan og dyr hennar eru síðan hvetjandi tákn um að fólk sinni lífsleikni og taki á móti Guðsgjöfunum. 17.9.2012 06:00 Hagstjórnarmistök Þórður Snær Júlíusson skrifar Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur 17.9.2012 06:00 Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ 17.9.2012 06:00 Gagnkvæmur ávinningur Steinunn Stefánsdóttir skrifar Hópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi. 15.9.2012 06:00 Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. 15.9.2012 06:00 Gjörningurinn Chris Brown Brynhildur Björnsdóttir skrifar Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægjandi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé tilbúið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem samsvaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það. 15.9.2012 06:00 Laun forstjóra Landspítala – og áhrifarík stjórnun í heilbrigðisþjónustunni Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson skrifar Viðbrögð við 450 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum forstjóra Landspítalans hafa verið hörð og stór orð notuð til að lýsa áliti einstaklinga, fag- og stéttarfélaga á þessum gerningi. Þessi viðbrögð eru skiljanleg þegar horft er til ástandsins í samfélaginu í kjölfar hrunsins og þeirra sársaukafullu niðurskurðaraðgerða sem grípa þurfti til á Landspítala. 15.9.2012 06:00 Kæru landsmenn Svava Brooks skrifar Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð staðreyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerendurna, einstaklinga úr öllum stéttum, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfsstétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leynast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboðann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viðurkennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki. 15.9.2012 06:00 Málefnalínurnar skýrast Þorsteinn Pálsson skrifar Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni og umræður um hana skýrðu býsna vel málefnalínurnar í pólitíkinni. Hitt verður að draga í efa að umræðan hafi skilið eftir hjá mörgum skýra framtíðarmynd um endurreisnina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. 15.9.2012 06:00 Siðferði í stjórnmálum Dögg Harðardóttir skrifar Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fréttum að velferðarráðherra hækkaði laun forstjóra Landspítalans umtalsvert án samráðs við nokkurn mann. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram að ein af ástæðum hrunsins hefði verið sú að ráðamenn tóku ákvarðanir upp á eigin spýtur eða tóku ákvarðanir gegn áliti ýmissa álitsgjafa. 15.9.2012 06:00 Halldór 14.09.2012 14.9.2012 16:00 Grímsstaðir og opin stjórnsýsla – bréf til Steingríms J. Sigfússonar Á ríkisstjórnarfundi þann 12. júlí sl. var lagt fram minnisblað Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins varðandi erindi Huangs Nubo og fyrirtækisins Zhongkun, sem áformar að kaupa eða leigja Grímsstaði á Fjöllum. 14.9.2012 06:00 Menntun utan skólastofunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. 14.9.2012 11:00 Auknar kröfur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. 14.9.2012 06:00 Hin hliðin frá Húsavík Pálmi Pálmason skrifar Mikið hefur verið fjallað um ráðningu sýslumannsins á Húsavík og þar hafa ýmsar yfirlýsingar og stór orð fallið. Umræðan hefur verið mjög einhliða. Vegna þessa tel ég rétt að fram komi að ég er ekki málkunnugur Ögmundi Jónassyni eða tengdur honum á nokkurn hátt. 14.9.2012 06:00 Aðskilnaður minnkar áhættu almennings dr. Jakob Ásmundsson skrifar Í dag eru þrír stórir viðskiptabankar allsráðandi á íslenskum fjármálamarkaði. Samanlögð stærð þeirra nemur u.þ.b. tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar. Viðskiptabankarnir eru að mestu leyti fjármagnaðir með innlánum. Fall eins þeirra myndi hafa í för með sér óheyrilegan kostnað fyrir þjóðarbúið, bæði beint og óbeint. Afturköllun á yfirlýsingu stjórnvalda um allsherjarábyrgð á innlánum breytir engu um þá staðreynd. 14.9.2012 06:00 Allir við sama borð Guðbjartur Hannesson skrifar Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. 14.9.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Mikilvægi tungumálanáms og –kennslu Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). 20.9.2012 06:00
Vildi fá sér vænan mann Friðrika Benónýs skrifar Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“ 20.9.2012 06:00
Óverjandi skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. 20.9.2012 06:00
Gegn fátækt Þorvaldur Gylfason skrifar Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. 20.9.2012 06:00
Með báðum augum – eða bara öðru? Ari Trausti Guðmundsson skrifar Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. 20.9.2012 06:00
Viltu Nýjan Landspítala vð Hringbraut? Þóra Andrésdóttir skrifar Ef ekki, ættir þú að senda inn athugasemdir til skipulag@reykjavik.is í síðasta lagi 20. september, annars telst þú samþykkur. 19.9.2012 09:20
Villuljósin slökkt Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. 19.9.2012 09:00
Faxaflóahafnir – Hafnarfjarðarhöfn – sameining? Ó. Ingi Tómasson skrifar Hafnirnar í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Grundartanga sameinuðust árið 2000 í eitt fyrirtæki, Faxaflóahafnir. Reynslan af sameiningunni er góð, verulegir fjármunir hafa sparast og sveitarfélög þessara hafna notið góðs af þessari ákvörðun. Annað gott dæmi um vel heppnaða sameiningu er þegar Slökkvilið Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sameinuðust og úr varð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Í ljósi þessa er athyglisvert að velta því fyrir sér hvort við Hafnfirðingar ættum að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um sameiningu eða samstarf. 19.9.2012 06:00
Hverju er nauðsynlegt að fórna? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Nú er fagnað á Suðurnesjum og færðar fréttir af því að álver í Helguvík verði brátt að veruleika. Í gleðinni virðast menn hafa misst sjónar á framtíðarhagsmunum og vera tilbúnir að kveðja Reykjanesskagann eins og fólk þekkir hann í dag. 19.9.2012 06:00
Byssa og stígvél Hildur Eir Bolladóttir skrifar Ég er bara 8 ára og stend í grænmetisdeildinni í Hagkaup með glænýja vatnsbyssu í hendinni þegar jafnaldra mín vindur sér að mér eins og sjálfskipaður friðargæsluliði og segir: „Átt þú þessa byssu?“ „Já,“ svara ég hróðug. „Asnaleg byssa.“ Að þeim orðum sögðum er hún horfin á braut. Ég er ósátt, geng hröðum skrefum gegnum búðina í leit að bráðinni, sé hvar hún stendur við hraðkassann ásamt móður sinni og meðan reiðin blæs í seglin, kem ég auga á höggstaðinn. „Átt þú þessi stígvél?“ spyr ég og bendi valdsmannslega með byssunni í átt að rósbleikum stígvélum stúlkunnar. „Já,“ svarar hún og röddin er lítil og skræk. „Asnaleg stígvél,“ svara ég, hringa byssuna niður í beltið og geng sigri hrósandi burt, í leit að mömmu. 19.9.2012 06:00
Á náttúran að njóta vafans eða ekki? Bergur Hauksson skrifar Ég fór í bíó að sjá mynd Herdísar Þorvaldsdóttur, Fjallkonan hrópar á vægð. Myndin er bæði skemmtileg og fræðandi. Einnig dáist maður að þeirri elju sem Herdís hefur sýnt þessu áhugamáli sínu, og hún sagðist ekki hætt. 19.9.2012 06:00
Heilsugæsla í kreppu Oddur Steinarsson skrifar Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. 19.9.2012 06:00
Mánudagur til mæðu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!“ Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. 19.9.2012 06:00
Upp úr kafinu Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. 18.9.2012 06:00
Nýr milljarður í þróunarhjálp Össur Skarphéðinsson skrifar Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. 18.9.2012 06:00
Ógöngur opinbers launakerfis Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna. 18.9.2012 06:00
Bless Ísland? Helga Brekkan skrifar Á forsíðu Helgarblaðs Fréttablaðsins þann 8. september var þessi fyrirsögn: ?Ræsa álver í Helguvík 2015?. Í textanum er vitnað í Michael Bless, forstjóra Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls: 18.9.2012 06:00
Vilji til breytinga Guðrún Nordal skrifar Á síðasta vori lögðu starfsnefndir Vísinda- og tækniráðs fram viðamiklar tillögur um breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu, sem byggðar voru á ítarlegri skýrslu um kerfið allt (sjá www.vt.is). Í skýrslunni var í fyrsta sinn dregin upp mynd af öllum hliðum vísinda- og nýsköpunarkerfisins og þeirri fjölbreyttu löggjöf sem það byggir á. 18.9.2012 06:00
Óvinur eða samherji? Þröstur Ólafsson skrifar Það er ekki uppbyggilegt að fylgjast með málflutningi andstæðinga ESB hér. Þeir fara mikinn í heilagri krossferð gegn þessu evrópska skrímsli. Manni dettur stundum í hug yfirlýsingar talíbana, þegar þeir ausa úr rétttrúnaðarskálum reiði sinnar gegn trúlausu vestrinu. Heiftin er ekki ósvipuð og orðbragðið sömu ættar. Ógerlegt er að útskýra þann útbelgda fjandskap sem birtist í málflutningi 18.9.2012 06:00
Nei við þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. 18.9.2012 06:00
Setjum markið hátt Bjarni Benediktsson skrifar Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. 18.9.2012 06:00
Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. 18.9.2012 06:00
Mannauður og mórall Teitur Guðmundsson skrifar Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins. 18.9.2012 06:00
Crossfit: Ekki svo galið Leifur Geir Hafsteinsson skrifar Það er ekki ofsögum sagt að Íslendingar hafi tekið crossfit opnum örmum. Síðan undirritaður stofnaði fyrstu crossfit-stöðina á Íslandi haustið 2008 hefur iðkendafjöldi vaxið úr engu í á fjórða þúsund og crossfit-stöðvar landsins fylla nú tuginn (og er þá ótalin ýmis starfsemi þar sem boðið er upp á crossfit án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eða hugmyndafræðin notuð undir nöfnum eins og krossþjálfun). 17.9.2012 06:00
„Af-því-bara“ Ingunn Snædal skrifar Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. 17.9.2012 06:00
Við erum með eitruð gen Sigurður Árni Þórðarson skrifar Marteinn Lúther negldi skjal á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og siðbreyting og siðbót hófust. Hamarshöggin og hugsun Lúthers opinberuðu vitleysur tímans, sem hægt var að leiðrétta. Hallarkirkjan og dyr hennar eru síðan hvetjandi tákn um að fólk sinni lífsleikni og taki á móti Guðsgjöfunum. 17.9.2012 06:00
Hagstjórnarmistök Þórður Snær Júlíusson skrifar Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur 17.9.2012 06:00
Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ 17.9.2012 06:00
Gagnkvæmur ávinningur Steinunn Stefánsdóttir skrifar Hópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi. 15.9.2012 06:00
Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. 15.9.2012 06:00
Gjörningurinn Chris Brown Brynhildur Björnsdóttir skrifar Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægjandi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé tilbúið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem samsvaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það. 15.9.2012 06:00
Laun forstjóra Landspítala – og áhrifarík stjórnun í heilbrigðisþjónustunni Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson skrifar Viðbrögð við 450 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum forstjóra Landspítalans hafa verið hörð og stór orð notuð til að lýsa áliti einstaklinga, fag- og stéttarfélaga á þessum gerningi. Þessi viðbrögð eru skiljanleg þegar horft er til ástandsins í samfélaginu í kjölfar hrunsins og þeirra sársaukafullu niðurskurðaraðgerða sem grípa þurfti til á Landspítala. 15.9.2012 06:00
Kæru landsmenn Svava Brooks skrifar Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð staðreyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerendurna, einstaklinga úr öllum stéttum, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfsstétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leynast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboðann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viðurkennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki. 15.9.2012 06:00
Málefnalínurnar skýrast Þorsteinn Pálsson skrifar Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni og umræður um hana skýrðu býsna vel málefnalínurnar í pólitíkinni. Hitt verður að draga í efa að umræðan hafi skilið eftir hjá mörgum skýra framtíðarmynd um endurreisnina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. 15.9.2012 06:00
Siðferði í stjórnmálum Dögg Harðardóttir skrifar Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fréttum að velferðarráðherra hækkaði laun forstjóra Landspítalans umtalsvert án samráðs við nokkurn mann. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram að ein af ástæðum hrunsins hefði verið sú að ráðamenn tóku ákvarðanir upp á eigin spýtur eða tóku ákvarðanir gegn áliti ýmissa álitsgjafa. 15.9.2012 06:00
Grímsstaðir og opin stjórnsýsla – bréf til Steingríms J. Sigfússonar Á ríkisstjórnarfundi þann 12. júlí sl. var lagt fram minnisblað Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins varðandi erindi Huangs Nubo og fyrirtækisins Zhongkun, sem áformar að kaupa eða leigja Grímsstaði á Fjöllum. 14.9.2012 06:00
Menntun utan skólastofunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. 14.9.2012 11:00
Auknar kröfur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. 14.9.2012 06:00
Hin hliðin frá Húsavík Pálmi Pálmason skrifar Mikið hefur verið fjallað um ráðningu sýslumannsins á Húsavík og þar hafa ýmsar yfirlýsingar og stór orð fallið. Umræðan hefur verið mjög einhliða. Vegna þessa tel ég rétt að fram komi að ég er ekki málkunnugur Ögmundi Jónassyni eða tengdur honum á nokkurn hátt. 14.9.2012 06:00
Aðskilnaður minnkar áhættu almennings dr. Jakob Ásmundsson skrifar Í dag eru þrír stórir viðskiptabankar allsráðandi á íslenskum fjármálamarkaði. Samanlögð stærð þeirra nemur u.þ.b. tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar. Viðskiptabankarnir eru að mestu leyti fjármagnaðir með innlánum. Fall eins þeirra myndi hafa í för með sér óheyrilegan kostnað fyrir þjóðarbúið, bæði beint og óbeint. Afturköllun á yfirlýsingu stjórnvalda um allsherjarábyrgð á innlánum breytir engu um þá staðreynd. 14.9.2012 06:00
Allir við sama borð Guðbjartur Hannesson skrifar Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. 14.9.2012 06:00
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun