Skoðun

Á náttúran að njóta vafans eða ekki?

Bergur Hauksson skrifar
Ég fór í bíó að sjá mynd Herdísar Þorvaldsdóttur, Fjallkonan hrópar á vægð. Myndin er bæði skemmtileg og fræðandi. Einnig dáist maður að þeirri elju sem Herdís hefur sýnt þessu áhugamáli sínu, og hún sagðist ekki hætt.

Herdís ræddi við margt fólk í myndinni. Meðal annars ræddi Herdís við umhverfisráðherra og Herdís spurði hvers vegna ekki væri búið að taka á lausagöngu búfjár. Umhverfisráðherra svaraði því til að það væri ekki vísindalega sannað að lausaganga búfjár ylli uppfoki lands. Einnig sagði ráðherra að það væri Sjálfstæðisflokknum að kenna að ekki væri búið að skipta landinu í beitarhólf. Ábyggilega er það rétt að Sjálfstæðisflokkurinn ber einhverja ábyrgð á því að ekki hefur verið hugað að þessum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar ekki við völd núna.

Umhverfisráðherra hefur verið á móti virkjunum og jafnvel brotið lög til að ná þeim vilja sínum fram að ekki sé virkjað. Þegar virkjanir hafa verið til umræðu þá hefur umhverfisráðherra sagt að náttúran skuli njóta vafans. Nú virtist vafinn ekki vera nothæfur lengur, nú þarf að sanna það vísindalega að náttúran verði fyrir skaða.




Skoðun

Sjá meira


×