Nei við þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 18. september 2012 06:00 Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun