„Af-því-bara“ Ingunn Snædal skrifar 17. september 2012 06:00 Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun