Fleiri fréttir

Appelsínugult naglalakk

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu.

Skynsamleg leið við kvótaúthlutun

Þráinn Guðbjörnsson skrifar

Þessa dagana er mikið rifist um hvernig halda eigi á spöðunum við fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi. Íslendingar hafa svo sannarlega náð miklum árangri í stjórnun fiskveiða í gegnum tíðina, bæði hvað varðar vernd gegn ofveiði og arðsemi.

Tvísýnir tímar

Þröstur Ólafsson skrifar

Á umrótatímum hafa þjóðir tilhneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíðboga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunnuglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga.

Skóli fyrir 5 ára börn

Í leiðara Fréttablaðsins 6. júní síðastliðinn var fjallað um sveigjanleg skil milli skólastiga og því fagnað að í Flataskóla í Garðabæ yrði boðið upp á nám fyrir 5 ára börn, en tilraunin er liður í samrekstri leik- og grunnskóla. Nú er það svo að nær öll börn frá eins til tveggja ára aldri eru í leikskóla sem vinnur eftir skilgreindri námskrá. Nokkrir einkaskólar á grunnskólastigi hafa hins vegar boðið upp á 5 ára deildir, Ísaksskóli, Hjallastefnan og Landakotsskóli, en sá sem þetta ritar stýrir þeim síðasttalda.

Rammáætlun um að gera ekki neitt

Jónas Elíasson skrifar

Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar.

I save

Arnþór Gunnarsson skrifar

Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka.

Enn um vald forseta

Finnur Torfi Stefánsson skrifar

Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta Íslands heimild til þess að neita að undirrita lög frá Alþingi og gera hann þannig pólitískan. Þetta gera menn þvert gegn þeim skilningi á stjórnarskránni, sem verið hefur í gildi frá lýðveldisstofnun, að forseti sé, þrátt fyrir mikil formleg völd, efnislega með öllu valdalaus og ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum. Sú túlkun byggir á skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Ekki verður þess vart að stuðningsmenn pólitísks forseta ætli sér að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem lögboðinn er, heldur eiga yfirlýsingar og endurtekningar í fjölmiðlum að duga og forseti að hrifsa völdin sjálfur í kjölfarið, eftir því sem hann telur henta.

Reykvíkingar vitið þið?

Eggert Teitsson skrifar

Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd.

„Massapóstur“ á þingnefnd

Gústaf Adolf Skúlason skrifar

Alls liggja nú á fjórða hundrað umsagnir fyrir hjá atvinnuveganefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða rammaáætlun. Er þetta óvenjulegur fjöldi en hátt á þriðja hundrað einstaklinga hafa sent inn umsagnir í eigin nafni. Margar þeirra umsagna eru afar keimlíkar og fyrirmynd að þeim texta hefur mátt finna á vefsíðum ýmissa náttúruverndarsamtaka. Kemur þar ítrekað fram sú fullyrðing að mikilvægt sé að sem flestir sendi inn umsagnir vegna þess að „magnið“ geti haft áhrif. Umræddar umsagnir eru sumar í formi tölvupósta og finna má dæmi um að í efnislínu (subject) komi fram orðasambandið „Massapóstur á Atvinnuveganefnd“.

Hvað þarf til að stöðva Assad?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ástandið í Sýrlandi fer stöðugt versnandi. Flestum blöskrar framferði stjórnarhersins og bandamanna hans, ekki sízt skipulögð fjöldamorð á almennum borgurum. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á kerfisbundið ofbeldi gegn börnum í landinu, fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda. Börn hafa verið pyntuð, beitt kynferðisofbeldi, drepin og bundin við skriðdreka stjórnarhersins til að fæla uppreisnarmenn frá því að skjóta á þá.

Kvennahlaupið og ófrjósemi fortíðar

Karen Kjartansdóttir og Elísabet Margeirsdóttir skrifar

Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi.

Ný viðhorf á fjarskiptamarkaði

Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Síminn fagnar umræðu um fjarskiptamarkaðinn vegna þess að hún snertir þjóðarhag. Almennur skilningur á hraðri þróun fjarskipta er mikilvægur fyrir ákvarðanir á þessu sviði.

Loðin fortíð

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál.

Kosið um málefni eða traust?

Stefán Gíslason skrifar

Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum?

Eru óverðtryggð íbúðalán varasamari en önnur lán?

Agnar Tómas Möller skrifar

Á árunum 2008 til 2011 urðu íbúðareigendur á Íslandi, sem höfðu skuldsett sig í verðtryggðum krónum, almennt fyrir miklu fjárhagslegu áfalli þegar kom saman lækkun á verði fasteigna og hækkun á höfuðstól lána vegna verðbólgu sem uppsöfnuð nam 29% á þessum þremur árum. Nánar tiltekið þá lækkaði raunverð íbúða á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu um 35% frá janúar 2008 til 2011, á sama tíma og raunlaun lækkuðu um 10%. Þetta var tvöfalt högg er kom illa við marga, enda ljóst að margir hafa þurft aðstoð við að standa í skilum hvort sem er með afskriftum, greiðsluaðlögun eða úttektum úr séreignasparnaði.

Kjósum með hjartanu

Natan Kolbeinsson skrifar

Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost.

Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar

Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna.

Um Sp Kef

Ari Teitsson skrifar

Það mun hafa verið á fyrstu mánuðum ársins 2010 sem tekin var ákvörðun um að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur undir merkjum Sp Kef. Ákvörðunin byggðist m.a. á áformum um endurreisn sparisjóðanna sem samþykkt voru á Alþingi. Sparisjóður Keflavíkur starfrækti afgreiðslur á Suðurnesjum, á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og í Húnaþingi vestra og var þjónusta hans metin viðkomandi byggðum mikilvæg.

Snjóhengja sparifjáreigenda

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi.

Til Heiðu

Edda Jónasdóttir skrifar

Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til að standa vörð um persónulega hagsmuni segir þú í grein þinni "Til kjósenda“ í Fréttablaðinu 17. maí. En eruð þið ekki að berjast fyrir persónulegum hagsmunum hótelbyggjanda í Kvosinni? Kjósendur hafa verið að skrifa vegna baráttunnar um að ekki rísi risahótel við Austurvöll, Ingólfstorg og Fógetagarðinn og að tónlistarsalurinn Nasa verði ekki rifinn. Engin svör hafa fengist önnur en þau að málið sé í ákveðnum farvegi. Þó hef ég heyrt haft eftir fulltrúum ykkar að húsin við Vallarstræti munu ekki halda sinni upprunalegu mynd og að þarna muni rísa hótel.

Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn

Þorvaldur Jóhannsson skrifar

Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975.

Vöntun á plani

Þórður snær júlíusson skrifar

Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna.

Fjarkirkja á grensunni

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju.

Herdís, einmitt

Ólína Þóra Friðriksdóttir skrifar

Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja.

Fordómar fjúka ef þeim er sleppt

Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni ?látum fordómana fjúka?. Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð.

Latte og annað pjatt

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt.

Það má líka lesa á sumrin

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Börn lesa ekki bara minna en þau gerðu áður heldur eru þau síður fær um að tileinka sér innihald og merkingu þess sem þau lesa, þ.e. lesskilningi þeirra er ábótavant. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi en svo virðist sem vitundarvakning hafi orðið á undangengnum misserum um alvarleika málsins.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa

Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin.

Týnda fullnægingin

Sigga Dögg skrifar

Spurning: "Ég var gift sama manninum í sirka 40 ár. Kynlífið hjá okkur var mjög gott, ég fékk reglulega fullnægingu með honum, en nú er hann látinn. Ég er búin að kynnast manni og erum við farin að búa saman.“

Við viljum nýjan forseta!

Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar

Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein.

Viðhaldið veiðir ekki atkvæði

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ástand vega á landinu er verra en verið hefur um árabil, að mati Umferðarstofu. Bæði í höfuðborginni og úti um land eru holur í slitlagi, vegmerkingar afmáðar, hjólför í slitlaginu og þar fram eftir götum.

LÍÚ gefur ASÍ afsökun fyrir aðgerðaleysi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fundir útvegsmanna og sjómanna í vikunni voru afar gagnlegir en róðrarstöðvunin var misráðin rétt eins og það var hjá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir aldarfjórðungi að tilkynna um verkfall frá ríkisstjórnarfundum til að knýja á um aukin útgjöld.

Gönguferð á skógarstíg

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið.

Batinn rækilega staðfestur

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar

Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni.

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu.

Þeir fiska ekki sem kóa

Bergsteinn Sigurðsson. skrifar

Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus.

„Öllu er hagrætt í burtu“

Svavar Gestsson skrifar

Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum.

Hjálpum fólki í neyð

Kristján Sturluson skrifar

Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátækasta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri.

Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði

Björn Einarsson skrifar

Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur.

Stórt skref í rétta átt

Þórarinn Guðjónsson skrifar

Föstudaginn 18. maí kynnti ríkisstjórnin fjárfestingaáætlun 2013-2015. Áætlunin er framsækin og mun efla innviði atvinnusköpunar, rannsókna og samgangna á Íslandi. Fjárfestingaráætlunin tekur á mörgum þáttum svo sem ferðaþjónustu, skapandi greinum, grænu hagkerfi, samgöngum, vísindum og nýsköpun. Í raun má segja að þetta verði eitt mikilvægasta skrefið í upprisu landsins eftir hrun og því afar mikilvægt að áætlunin gangi eftir.

Sagan og efndirnar

Þorvaldur Jóhannsson skrifar

Margt hefur verið sagt og fært á prent um jarðgöng, forgangsröðun og þýðingu þeirra fyrir nærliggjandi byggðir landshluta og þjóðina síðustu árin. Skoðanir og áherslur eru mismunandi og fara þá ekki alltaf saman eftir því hvar í landshlutum einstaklingar búa sem þær setja fram. Eitt eru menn þó sammála um og það er að jarðgöng í gegnum fjöll við t.d. þéttbýli sem losa umferð yfir erfiða fjallvegi eru nauðsynleg og þjóðhagslega hagkvæm. Jarðgangagerð á Íslandi þó ung sé hefur sýnt fram á að svo er.

Fiskurinn verður alltaf veiddur!

Jón Gröndal skrifar

Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönnum, landverkafólki, þjónustuaðilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsettur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreittur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og miðanna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verðmætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fiskinum?

Sjá næstu 50 greinar