Reykvíkingar vitið þið? Eggert Teitsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmiÍ samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kaflanum Lýðræði og þátttaka: „Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borgarstjórnar gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leikskóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mótrök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarnar verið keyrðar í gegn af valdníðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúalýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjónustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorpmálum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárframlög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjárframlög til menningar- og ferðamálasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröðun á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þáttum rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birtast í fjölda stöðugilda í Ráðhúsinu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráðhúsinu hefur starfsmönnum fjölgað um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verkefni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.isVið svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíðuna www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borgarinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meirihluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borgarstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www.rekinn.is og komum borgarstjórnarmeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmiÍ samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kaflanum Lýðræði og þátttaka: „Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borgarstjórnar gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leikskóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mótrök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarnar verið keyrðar í gegn af valdníðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúalýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjónustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorpmálum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárframlög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjárframlög til menningar- og ferðamálasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröðun á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þáttum rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birtast í fjölda stöðugilda í Ráðhúsinu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráðhúsinu hefur starfsmönnum fjölgað um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verkefni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.isVið svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíðuna www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borgarinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meirihluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borgarstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www.rekinn.is og komum borgarstjórnarmeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar