Fleiri fréttir

Aðför gegn aðildarviðræðum

Aðildarumsókn Íslands að ESB virðist nú á haustdögum vera að færast nær kastljósinu eftir að hafa verið í skugga erfiðra mála sem hafa gegnumsýrt þjóðmálaumræðuna undanfarin misseri. Umræðan þessa stundina virðist þó ekki ætla að snúast um efnisatriði væntanlegs aðildarsamnings og um hvað ESB-aðild felur í sér heldur um það hvort halda beri aðildarviðræðum áfram eður ei. Háværar raddir eru uppi um að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Hér er á ferðinni aðför gegn aðildarviðræðum með það að markmiði að hafa efnislega umræðu um aðildarsamning af þjóðinni og koma í veg fyrir að hún geti kosið um samninginn þegar þar að kemur.

Ekki gleyma D-vítamíninu - þú færð ekki nóg úr matnum

Það er mikið rætt um D-vítamín þessa dagana, og það ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D-vítamín nær ekki að myndast í húðinni. Eftir áratuga margítrekaða áherslu á D-vítamín og lýsi í öllum opinberum ráðleggingum um mataræði, og hversu nauðsynlegt það sé að taka D-vítamín aukalega, hefur boðskapurinn loks komist rækilega til skila.

Opið bréf til Boltalands

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Kæri íþróttafréttamaður. Takk fyrir að bjóða mér að vera gestur í knattspyrnuþættinum Boltaland.

Gengisvísitala tungutaks og krónu

Eftir að eiginkona forseta Íslands hafði faðmað mótmælendur á Austurvelli við þingsetninguna fyrir viku skrifaði efnahagsráðherra hugleiðingu þar sem hann spurði hvert við værum komin „þegar forsetafrúin snýr baki í þingið og setur einkaleikþátt á svið“. Þessi orð eru vissulega umhugsunarefni.

Vandtaldir keppir í sláturtíðinni

Þórólfur Matthíasson skrifar

Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið.

Málið sem mun ekki gleymast

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst í dag tilkynna formlega um stofnun starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Andlát sakborninga og ný gögn í málinu hafa enn einu sinni dregið þetta vafasama mál fram í dagsljósið. Innanríkisráðherrann hefur þegar sagt að málið verði ekki látið kyrrt liggja þó að ekki hafi verið ljóst til hvaða aðgerða hægt er að grípa.

Óbyggðastefna

Pawel Bartoszek skrifar

Það er ekki langt til Patreksfjarðar, ekki ef farið er frá Patreksfirði. Jörðin er kúla. Allir staðir á yfirborðinu eru stutt frá sjálfum sér en mislangt frá öðrum. En þegar ein mikilvægasta tala sem notuð er til að lýsa bæjum er fjarlægð þeirra frá einhverjum öðrum bæ segir það sína sögu.

Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi

Grétar Pétur Geirsson skrifar

Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi.

Matvælaöryggi fórnað fyrir pólitík

Sandra B. Jónsdóttir skrifar

Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir

Fullkomið stefnuleysi í bankamálum

Bjarni Kristinn Torfason skrifar

Núverandi ríkisstjórn tók vægast sagt við erfiðu búi vorið 2009 og verkefnin hafa verið ærin síðan. Sú afsökun endist samt ekki endalaust og nú þegar styttist í að bankarnir fari aftur í einkaeigu er ótrúlegt að svo til engin stefna sé til staðar, hvorki varðandi þá hluti sem kröfuhafar munu senn fá stjórn yfir né þeim sem ríkið á í gegnum Bankasýslu sína. Ég finn mig knúinn til að grípa til klisjukennds frasa: Höfum við ekkert lært af síðustu 10 árum?

Geggjað stuð í partýinu - myndir!

Edda Kristjánsdóttir skrifar

Samfélagsmiðlar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og góðir til afþreyingar, en í hófi þó. Ef við tökum Facebook sem dæmi, þá hefur sú síða sennilega minnkað persónuleg samskipti fólks, þá sérstaklega ungmenna. Samskipti ungmenna á samfélagsmiðlum hafa þó einnig góðar hliðar. Það getur t.a.m. verið mun auðveldara að tala þar saman og þægilegt að hafa samband við vini og vandamenn sem búa erlendis eða á öðru landshorni.

Dæmisaga úr raunveruleikanum

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan

Hvað tókst vel í bankahruninu?

Tryggvi Pálsson skrifar

Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert.

Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju

Bjarni Karlsson skrifar

Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli.

Innantómt píp

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis.

Kraftmikil uppgjöf Jafnréttisráðs

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Fanney Gunnarsdóttir, fv. formaður Jafnréttisráðs, spyr hvort sú ákvörðun að afhenda jafnréttisviðurkenningu aðeins annað hvert ár sé til marks um uppgjöf hjá ráðinu (Fbl. 30.09. sl). Fanney spyr hvort Jafnréttisráð og velferðarráðherra telji að staða jafnréttismála sé það góð að árleg jafnréttisviðurkenning sé óþörf. Sjálf segist Fanney frekar vilja sjá ráðið draga fram gjallarhornið og ná eyrum landsmanna í stað þess að gefa svona eftir og hopa.

Valdmörk forseta - efnið eða andinn

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Í ræðu við setningu Alþingis sl. laugardag ræddi forseti Íslands tillögur stjórnlagaráðs. Um tillögur ráðsins sem varða forseta Íslands sagði hann: "tillögur, sem efla umsvif forsetans á vettvangi stjórnkerfisins, færa embættinu aukna ábyrgð.“ Ummæli forsetans í ræðunni um þessi efni hafa vakið viðbrögð. "Oftúlkun“, er haft eftir sumum. "Misskilningur“, segja aðrir. "Ekki í anda tillagnanna“, er fullyrt. Nú þekki ég ekki andann – bara efnið. Lítum því á orðin ein í texta tillagnanna og berum saman við tilvitnanir í ræðu forseta.

Ofbeldi á alþingi?

Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál "í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi.

Kína og heimurinn

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikilvægi Kína í efnahagslífi jarðarinnar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans.

Í hvert sinn...

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Í hvert sinn sem ég lít í spegil sé ég að nefið á mér er svolítið skakkt. Það eru afleiðingar sparks í andlitið frá bílþjóf sem ég var að handtaka fyrir 30 árum. Í hvert sinn sem ég finn blóðlykt minnir það mig á öll tilfellin sem ég kom að þar sem fólk hafði svipt sig lífi með því að skjóta sig í andlitið eða skera sig á púls. Í hvert sinn sem ég sé ákveðna tegund af barnastígvélum minnir það mig á fyrsta banaslysið sem ég kom að í umferðinni. Þá hafði 7 ára drengur orðið fyrir bíl. Hann var í Nokia-stígvélum, rétt eins og sonur minn átti sem þá var á sama aldri. Í hvert sinn sem ég sé fyrrverandi félaga mína að störfum á slysavettvangi set ég mig í þeirra spor.

Niðurgangur

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Það er eitthvað algjörlega klikkað við það hver önnur algengasta dánarorsök ungra barna er. Niðurgangspestir og ofþornun. Númer eitt er lungnabólga, númer tvö niðurgangur.

Við urðum appelsínugul – hvað gerðist svo?

Davíð Stefánsson skrifar

Í búsáhaldabyltingunni árið 2009 hitnaði jafnt og þétt í kolunum og eftir nokkra daga stefndi í ofbeldisfullar óeirðir. Ofbeldi var á næstu grösum.

Við urðum appelsínugul - hvað gerðist svo?

Davíð Stefánsson skrifar

Í Búsáhaldabyltingunni árið 2009 hitnaði jafnt og þétt í kolunum og eftir nokkra daga stefndi í ofbeldisfullar óeirðir. Ofbeldi var á næstu grösum. En hvað gerðist þá?

Versta mögulega niðurstaðan

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt.

Erum við að fíflast með Evrópusambandið?

Guðni Ágústsson skrifar

Tryggvi Haraldsson stjórnmálafræðingur og að auki Evrópufræðingur sendir mér tóninn í blaðinu á fimmtudaginn var. Tryggvi beitir alkunnri aðferð í málsvörn sinni að snúa út úr minni grein og minni rökræðu um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Svo hendir það hann sem verst er í rökræðum að sýna hroka í málflutningi og yfirlæti. Tryggvi er örugglega ekki í Samfylkingunni því hann segir að ESB sé ekkert himnaríki. Ísland er í afar dýru ferli sem kostar milljarða á milljarða ofan og að auki segja þeir sem heitast börðust fyrir þessu að nú horfi ískyggilega og að heiður Íslands sé í hættu. Þar eru þau að mér sýnist samherjar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorsteinn Pálsson og Eiríkur Bergmann í ESB-setrinu á Bifröst ásamt fleirum sem efast um að rétt sé að halda málinu til streitu við þessar aðstæður. Eiríkur Bergmann hlýtur að fá spurningar að utan hvort einhver alvara sé í þessu af hálfu okkar Íslendinga eins og málið er að þróast. Hann skammast sín sjálfsagt fyrir tvískinnunginn hjá ríkisstjórninni og óttast örlög málsins, það sé þegar fallið.

Ríkisútvarpið er ekki félag

Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið.

Verndum bernskuna - hverjir eiga gera það?

María Birna Jónsdóttir skrifar

Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni.

Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á

Ingrid Kuhlman skrifar

Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu.

Hylmir þú yfir glæp?

Petrína Ásgeirsdóttir skrifar

Kynferðisofbeldi gegn börnum er alvarlegt vandamál um heim allan. Myndefni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi og sýnd á kynferðislegan hátt, oft nefnt barnaklám, er ein birtingarmynd þess. Slíku efni hefur lengi verið dreift manna á meðal en með tilkomu netsins hefur umfangið aukist til muna og erfiðara er að stemma stigu við því. Tengsl eru á milli mansals og framleiðslu á myndefninu. Börn í fátækum löndum, og löndum þar sem lítil áhersla er lögð á vernd barna, eru afar berskjölduð fyrir hvers konar ofbeldi.

Öryggisventill fer í stjórnarandstöðu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forsetinn og ríkisstjórnin eru komin í stríð. Hafi það ekki legið ljóst fyrir eftir árásir forsetans á stjórnina fyrir fáeinum vikum er það klárt eftir harðorð andsvör ráðherra á Alþingi í fyrrakvöld.

Illa á mig kominn eftir kálfaat

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Jón, þú sem ert kominn af víkingum, ert þú ekki til í að stíga inn í nautaatshringinn og etja kappi við kálf?“

Hagvöxtur & ávöxtun

Már Wolfgang Mixa skrifar

Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi.

Kjósum fólk, ekki flokka

Óðinn Spencer skrifar

Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið.

Lán og ólán

Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar

Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa.

Ísland án tóbaks

Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað.

Forseti Íslands, valddreifing og valdtemprun

Nokkrar umræður hafa skapast vegna ákvæða í frumvarpi Stjórnlagaráðs um hlutverk forseta Íslands. Í þessum umræðum hefur það greinilega truflað marga hvernig því embætti er gegnt um þessar mundir. Raunar er það ekki nýtt, því að í vinnunni varðandi stjórnarskrána varð að gæta þess að festast ekki alveg í núinu og fortíðinni, heldur horfa fram á við. Í ljósi reynslunnar var það meginstef í nýrri stjórnarskrá að tryggja lýðræði, valddreifingu, valdtemprun, gagnsæi og heiðarleika. Ef þetta á að takast þarf að taka sem flesta aðila inn í valdakerfið og tryggja sem jafnasta stöðu þeirra til þess að koma í veg fyrir misvægi og fáræði.

Lýðskrumskast

Ólafur Stephensen skrifar

Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti.

Skipta formreglur í lögum einhverju máli?

Róbert R. Spanó skrifar

Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu "óttalegir formalistar“. Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi "sloppið á tækniatriðum“, að dómstólar "hangi um of í forminu“.

Mánaðamót án verðtryggingar

Jens Pétur Jensen skrifar

Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa "mánaðamót án verðtryggingar“ og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum.

Bókin um mömmu

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína.

Sjá næstu 50 greinar