Fleiri fréttir Halldór 11.08.2011 11.8.2011 16:00 Alþingi taki boði stjórnlagaráðs Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur skrifar Föstudaginn 29. júlí afhenti stjórnlagaráð Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ekki aðeins tók Alþingi við vel unnu verki heldur fylgdi viturlegt boð allra fulltrúa í stjórnlagaráði um að þeir væru reiðubúnir að vinna, sameiginlega, úr athugasemdum þingsins við frumvarpið, ef einhverjar væru. Þung rök mæla með því að Alþingi þiggi boðið. 11.8.2011 11:00 Um olíu og bændur Sigríður E. Sveinsdóttir skrifar Nú heyrist frá ýmsum mönnum, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóðinni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra. 11.8.2011 07:00 Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi Kristín Dýrfjörð skrifar Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. 11.8.2011 06:00 Um náttúrurétt Sigurður Gizurarson skrifar Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. 11.8.2011 06:00 Valkostir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: "…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…“ Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. 11.8.2011 06:00 Spænska veikin í stofunni heima Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla. 11.8.2011 06:00 Hringl, hringl Ólafur Stephensen skrifar Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent. 11.8.2011 06:00 Þegar Tinni var brenndur á báli Sævar Helgi Bragason skrifar Í bókinni Fangarnir í sólhofinu standa þeir Tinni, Kolbeinn kafteinn og prófessor Vandráður frammi fyrir því að verða brenndir á báli. Leiðtogi inkanna, sonur sólarinnar, leyfir þeim þó að velja daginn örlagaríka og taka þeir sér örlítinn umhugsunarfrest. Í fangelsinu finnur Tinni dagblað og segir syni sólarinnar svo að þeir hafi ákveðið að fórnin fari fram á afmælisdegi Kolbeins. Tinni lætur ekkert uppi um fyrirætlanir sínar og biður Kolbein að treysta sér. 11.8.2011 06:00 Hótel Valhöll - frá berjatínslu til brúðkaupsnátta Vilborg Halldórsdóttir skrifar Nú auglýsir Þingvallanefnd eftir hugmyndum landsmanna um það hvernig fólk vill sjá Þingvallasvæðið í framtíðinni. Ég hef starfað sem fararstjóri mörg undanfarin ár og kem því reglulega til Þingvalla með ferðamenn. Í Þingvallasveit hef ég einnig dvalið hvert sumar enda afi minn fæddur og uppalinn í sveitinni. 10.8.2011 10:15 20 prósenta leiðin Guðmundur Örn Jónsson skrifar Eitt af helstu afrekum síðustu ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarmanna er heimsmet þeirra í aukningu ójöfnuðar, sem þeir náðu fram í gegnum skattkerfið. Það er því skiljanlegt að aðgerðir síðari ríkisstjórna við að vinda ofan af þeim ójöfnuði mæti mikilli andstöðu í þeirra röðum. Ein leiðin í andstöðunni, og baráttu fyrir auknum ójöfnuði, kemur fram í hinni svokölluðu 20% leið. 10.8.2011 06:00 Myndir verði óeirðaseggjum að falli Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga. 10.8.2011 18:41 Halldór 10.08.2011 10.8.2011 16:00 Hönnun fangelsis Jóhannes Þórðarson skrifar Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. 10.8.2011 11:00 Sú er mín bæn Kjartan Jóhannsson skrifar Ég drúpi höfði og græt með Noregi, aðstandendum, vinum og þjóðinni allri. Aldrei fyrr hef ég þurft að syrgja svo marga unga menn og konur í blóma lífsins, deydd fyrir áhuga sinn á að bæta heiminn, sitt eigið samfélag og afnema misrétti hvarvetna þar sem það birtist. 10.8.2011 11:00 Sögulok fyrir Megas Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk. 10.8.2011 11:00 Gjörbreytt frumvarp innanríkisráðherra vekur furðu 10.8.2011 06:00 Útgerð til eins árs? Páll Steingrímsson skrifar Þorvaldur Gylfason fer með hagfræðina inn í nýjar víddir í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið þann 4. ágúst sl. Ég ætla ekki að elta ólar við hugaróra hans og samsæriskenningar um svikula bankastjóra og leigutaka en undrast þó að hann leggi að jöfnu aðstöðu manns sem leigir sér bíl til fimm daga og útgerðarmanns sem stofnar til verulegra skuldbindinga með kaupum á skipi og veiðiheimildum með framtíðarrekstur í huga. 10.8.2011 06:00 Kjötverð, beingreiðslur, útflutningur og matvælaöryggi Þórólfur Matthíasson skrifar Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina. 10.8.2011 06:00 Ósanngjörn landbúnaðarumræða Einar K. Guðfinnsson skrifar Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því. 9.8.2011 06:00 Hvað er Ramadan? Karim Askari skrifar Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. 9.8.2011 09:30 Halldór 09.08.2011 9.8.2011 16:00 Hvernig er ferðasagan? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: "Svona lala“ eða "allt í lagi“ en bæta svo við: "Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? 9.8.2011 06:00 Ögmundur á ystu nöf Þröstur Ólafsson og hagfræðingur skrifa Ögmundur Jónassonar ritaði grein (Fréttablaðið 4. ágúst sl.) sem átti að vera andsvar við greinarkorni mínu í sama blaði, tveim dögum fyrr. Ögmundur kýs að feta gamalgrónar götur íslenskrar umræðuhefðar. Hann fjallaði ekki um meginmálið, en lét gamminn geysa um andúð sína á ESB, þótt grein mín komi lítið sem ekkert inn á það fyrirbæri. 9.8.2011 06:00 Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. 9.8.2011 06:00 Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. 9.8.2011 06:00 Svindl af ómerkilegustu sort Ólafur Þ. Stephensen skrifar Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. 9.8.2011 06:00 Rétt og rangt um kosningakerfi stjórnlagaráðs Þorkell Helgason skrifar Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartillögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Þeir mega ekki gína við úrtölum gagnrýnislaust. 9.8.2011 06:00 Halldór 08.08.2011 8.8.2011 16:00 Tillögur stjórnlagaráðs Róbert Spanó skrifar Sá er þetta ritar lýsti þeirri skoðun sinni umbeðinn á vettvangi allsherjarnefndar Alþingis að í framhaldi af ákvörðun Hæstaréttar frá 25. janúar sl. um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings væru fyrirætlanir um að skipa þá í stjórnlagaráð, sem fremstir voru í kjörinu, byggðar á ótraustum grundvelli. 8.8.2011 13:30 Hugmyndafræðileg forsjárhyggja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. 8.8.2011 13:30 Samtaka nú Guðmundur Andri Thorsson skrifar Að minnsta kosti tíu nauðganir urðu um verslunarmannahelgina samkvæmt tölum frá neyðarmóttökum víða um land, þar af voru sex á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem almennt mun annars mjög ánægjuleg samkoma. Vitað er að einungis brot slíkra atburða er tilkynnt þannig að reikna má með því að nauðganir þessa helgi hafi verið talsvert fleiri. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þessum fréttum með því að tilkynna um áform sín um að koma upp eftirlitsmyndavélum á næstu Þjóðhátíð í þeirri von að slíkt kunni að fæla ofbeldismennina frá því að láta til skarar skríða. Þess er vonandi líka að vænta að men 8.8.2011 06:00 Stolt af fjölbreytninni Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt. 6.8.2011 06:00 Rannsóknarnefndir og réttlæti Brynjar Níelsson skrifar Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina "lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. 6.8.2011 06:00 Þar sem ábyrgðin liggur Hildur Sverrisdóttir skrifar Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. 6.8.2011 06:00 Niðursuðutónlist Davíð Þór Jónsson skrifar Árið 1994 var ég vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur á Íslandi. Já, það eru 17 ár síðan. Það sem einkum háði mér sem útvarpsmanni var hvað mér leiddist tónlistin óskaplega mikið sem þá var vinsælust. Ég átti ekki að vera vaxinn upp úr því að hlusta á poppmúsík, en vinsæla tónlistin á þessum tíma gerði mér mjög erfitt að fylgjast með. Nú þegar ég lít aftur, sé ég að það var um þetta leyti sem ég hætti að fylgjast með stefnum og straumum í dægurtónlist og ákvað að það sem ég hefði þegar heyrt myndi duga mér ágætlega út lífið. 6.8.2011 06:00 Lögmál vindhanans Þorsteinn Pálsson skrifar Forseti Íslands skýrir reglulega í erlendum fjölmiðlum hvernig Íslendingar voru og eru öðrum snjallari í stjórn peningamála með eigin gjaldmiðil. Þó að þetta rími ekki við hagtölur og lifandi reynslu heimila og fyrirtækja hér á heimavígstöðvunum enduróma helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þennan boðskap. Peningamálin eru ein af uppistöðunum í andófi þeirra. 6.8.2011 06:00 Moggalygi í Magmamáli Guðbrandur Einarsson skrifar Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. 5.8.2011 07:00 Halldór 05.08.2011 5.8.2011 16:00 Nafnabirting mismunar umsækjendum Gunnar Haugen skrifar Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. 5.8.2011 08:00 Tómlæti er ekki í boði Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. 5.8.2011 07:30 Reykvísk skákbörn styðja sveltandi börn í Sómalíu Helgi Árnason skrifar Það er vel til fundið hjá Skákakademíu Reykjavíkur í samstarfi við Skáksamband Íslands að efna til skákmaraþons nú um helgina, dagana 6. og 7. ágúst. Málstaðurinn er góður og bráðnauðsynlegur, að styðja söfnun Rauða krossins við sveltandi og sárþjáð börn í Sómalíu. Mikil vakning hefur orðið meðal reykvískra skólabarna í skáklistinni og er það ekki síst að þakka starfsemi Skákakademíu Reykjavíkur sem hefur staðið fyrir skákkennslu í grunnskólum borgarinnar. 5.8.2011 06:30 Lýðræðið ógn við lýðræðið? Pawel Bartoszek skrifar Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista. 5.8.2011 12:30 Prófessorinn fellur á upptökuprófinu Sindri Sigurgeirsson skrifar Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. 5.8.2011 09:00 Stoltið hýrt Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. 5.8.2011 07:15 Sjá næstu 50 greinar
Alþingi taki boði stjórnlagaráðs Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur skrifar Föstudaginn 29. júlí afhenti stjórnlagaráð Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ekki aðeins tók Alþingi við vel unnu verki heldur fylgdi viturlegt boð allra fulltrúa í stjórnlagaráði um að þeir væru reiðubúnir að vinna, sameiginlega, úr athugasemdum þingsins við frumvarpið, ef einhverjar væru. Þung rök mæla með því að Alþingi þiggi boðið. 11.8.2011 11:00
Um olíu og bændur Sigríður E. Sveinsdóttir skrifar Nú heyrist frá ýmsum mönnum, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóðinni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra. 11.8.2011 07:00
Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi Kristín Dýrfjörð skrifar Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. 11.8.2011 06:00
Um náttúrurétt Sigurður Gizurarson skrifar Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. 11.8.2011 06:00
Valkostir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: "…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…“ Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. 11.8.2011 06:00
Spænska veikin í stofunni heima Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla. 11.8.2011 06:00
Hringl, hringl Ólafur Stephensen skrifar Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent. 11.8.2011 06:00
Þegar Tinni var brenndur á báli Sævar Helgi Bragason skrifar Í bókinni Fangarnir í sólhofinu standa þeir Tinni, Kolbeinn kafteinn og prófessor Vandráður frammi fyrir því að verða brenndir á báli. Leiðtogi inkanna, sonur sólarinnar, leyfir þeim þó að velja daginn örlagaríka og taka þeir sér örlítinn umhugsunarfrest. Í fangelsinu finnur Tinni dagblað og segir syni sólarinnar svo að þeir hafi ákveðið að fórnin fari fram á afmælisdegi Kolbeins. Tinni lætur ekkert uppi um fyrirætlanir sínar og biður Kolbein að treysta sér. 11.8.2011 06:00
Hótel Valhöll - frá berjatínslu til brúðkaupsnátta Vilborg Halldórsdóttir skrifar Nú auglýsir Þingvallanefnd eftir hugmyndum landsmanna um það hvernig fólk vill sjá Þingvallasvæðið í framtíðinni. Ég hef starfað sem fararstjóri mörg undanfarin ár og kem því reglulega til Þingvalla með ferðamenn. Í Þingvallasveit hef ég einnig dvalið hvert sumar enda afi minn fæddur og uppalinn í sveitinni. 10.8.2011 10:15
20 prósenta leiðin Guðmundur Örn Jónsson skrifar Eitt af helstu afrekum síðustu ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarmanna er heimsmet þeirra í aukningu ójöfnuðar, sem þeir náðu fram í gegnum skattkerfið. Það er því skiljanlegt að aðgerðir síðari ríkisstjórna við að vinda ofan af þeim ójöfnuði mæti mikilli andstöðu í þeirra röðum. Ein leiðin í andstöðunni, og baráttu fyrir auknum ójöfnuði, kemur fram í hinni svokölluðu 20% leið. 10.8.2011 06:00
Myndir verði óeirðaseggjum að falli Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga. 10.8.2011 18:41
Hönnun fangelsis Jóhannes Þórðarson skrifar Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. 10.8.2011 11:00
Sú er mín bæn Kjartan Jóhannsson skrifar Ég drúpi höfði og græt með Noregi, aðstandendum, vinum og þjóðinni allri. Aldrei fyrr hef ég þurft að syrgja svo marga unga menn og konur í blóma lífsins, deydd fyrir áhuga sinn á að bæta heiminn, sitt eigið samfélag og afnema misrétti hvarvetna þar sem það birtist. 10.8.2011 11:00
Sögulok fyrir Megas Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk. 10.8.2011 11:00
Útgerð til eins árs? Páll Steingrímsson skrifar Þorvaldur Gylfason fer með hagfræðina inn í nýjar víddir í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið þann 4. ágúst sl. Ég ætla ekki að elta ólar við hugaróra hans og samsæriskenningar um svikula bankastjóra og leigutaka en undrast þó að hann leggi að jöfnu aðstöðu manns sem leigir sér bíl til fimm daga og útgerðarmanns sem stofnar til verulegra skuldbindinga með kaupum á skipi og veiðiheimildum með framtíðarrekstur í huga. 10.8.2011 06:00
Kjötverð, beingreiðslur, útflutningur og matvælaöryggi Þórólfur Matthíasson skrifar Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina. 10.8.2011 06:00
Ósanngjörn landbúnaðarumræða Einar K. Guðfinnsson skrifar Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því. 9.8.2011 06:00
Hvað er Ramadan? Karim Askari skrifar Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. 9.8.2011 09:30
Hvernig er ferðasagan? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: "Svona lala“ eða "allt í lagi“ en bæta svo við: "Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? 9.8.2011 06:00
Ögmundur á ystu nöf Þröstur Ólafsson og hagfræðingur skrifa Ögmundur Jónassonar ritaði grein (Fréttablaðið 4. ágúst sl.) sem átti að vera andsvar við greinarkorni mínu í sama blaði, tveim dögum fyrr. Ögmundur kýs að feta gamalgrónar götur íslenskrar umræðuhefðar. Hann fjallaði ekki um meginmálið, en lét gamminn geysa um andúð sína á ESB, þótt grein mín komi lítið sem ekkert inn á það fyrirbæri. 9.8.2011 06:00
Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. 9.8.2011 06:00
Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. 9.8.2011 06:00
Svindl af ómerkilegustu sort Ólafur Þ. Stephensen skrifar Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. 9.8.2011 06:00
Rétt og rangt um kosningakerfi stjórnlagaráðs Þorkell Helgason skrifar Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartillögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Þeir mega ekki gína við úrtölum gagnrýnislaust. 9.8.2011 06:00
Tillögur stjórnlagaráðs Róbert Spanó skrifar Sá er þetta ritar lýsti þeirri skoðun sinni umbeðinn á vettvangi allsherjarnefndar Alþingis að í framhaldi af ákvörðun Hæstaréttar frá 25. janúar sl. um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings væru fyrirætlanir um að skipa þá í stjórnlagaráð, sem fremstir voru í kjörinu, byggðar á ótraustum grundvelli. 8.8.2011 13:30
Hugmyndafræðileg forsjárhyggja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. 8.8.2011 13:30
Samtaka nú Guðmundur Andri Thorsson skrifar Að minnsta kosti tíu nauðganir urðu um verslunarmannahelgina samkvæmt tölum frá neyðarmóttökum víða um land, þar af voru sex á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem almennt mun annars mjög ánægjuleg samkoma. Vitað er að einungis brot slíkra atburða er tilkynnt þannig að reikna má með því að nauðganir þessa helgi hafi verið talsvert fleiri. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þessum fréttum með því að tilkynna um áform sín um að koma upp eftirlitsmyndavélum á næstu Þjóðhátíð í þeirri von að slíkt kunni að fæla ofbeldismennina frá því að láta til skarar skríða. Þess er vonandi líka að vænta að men 8.8.2011 06:00
Stolt af fjölbreytninni Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt. 6.8.2011 06:00
Rannsóknarnefndir og réttlæti Brynjar Níelsson skrifar Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina "lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. 6.8.2011 06:00
Þar sem ábyrgðin liggur Hildur Sverrisdóttir skrifar Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. 6.8.2011 06:00
Niðursuðutónlist Davíð Þór Jónsson skrifar Árið 1994 var ég vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur á Íslandi. Já, það eru 17 ár síðan. Það sem einkum háði mér sem útvarpsmanni var hvað mér leiddist tónlistin óskaplega mikið sem þá var vinsælust. Ég átti ekki að vera vaxinn upp úr því að hlusta á poppmúsík, en vinsæla tónlistin á þessum tíma gerði mér mjög erfitt að fylgjast með. Nú þegar ég lít aftur, sé ég að það var um þetta leyti sem ég hætti að fylgjast með stefnum og straumum í dægurtónlist og ákvað að það sem ég hefði þegar heyrt myndi duga mér ágætlega út lífið. 6.8.2011 06:00
Lögmál vindhanans Þorsteinn Pálsson skrifar Forseti Íslands skýrir reglulega í erlendum fjölmiðlum hvernig Íslendingar voru og eru öðrum snjallari í stjórn peningamála með eigin gjaldmiðil. Þó að þetta rími ekki við hagtölur og lifandi reynslu heimila og fyrirtækja hér á heimavígstöðvunum enduróma helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þennan boðskap. Peningamálin eru ein af uppistöðunum í andófi þeirra. 6.8.2011 06:00
Moggalygi í Magmamáli Guðbrandur Einarsson skrifar Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. 5.8.2011 07:00
Nafnabirting mismunar umsækjendum Gunnar Haugen skrifar Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. 5.8.2011 08:00
Tómlæti er ekki í boði Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. 5.8.2011 07:30
Reykvísk skákbörn styðja sveltandi börn í Sómalíu Helgi Árnason skrifar Það er vel til fundið hjá Skákakademíu Reykjavíkur í samstarfi við Skáksamband Íslands að efna til skákmaraþons nú um helgina, dagana 6. og 7. ágúst. Málstaðurinn er góður og bráðnauðsynlegur, að styðja söfnun Rauða krossins við sveltandi og sárþjáð börn í Sómalíu. Mikil vakning hefur orðið meðal reykvískra skólabarna í skáklistinni og er það ekki síst að þakka starfsemi Skákakademíu Reykjavíkur sem hefur staðið fyrir skákkennslu í grunnskólum borgarinnar. 5.8.2011 06:30
Lýðræðið ógn við lýðræðið? Pawel Bartoszek skrifar Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista. 5.8.2011 12:30
Prófessorinn fellur á upptökuprófinu Sindri Sigurgeirsson skrifar Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. 5.8.2011 09:00
Stoltið hýrt Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. 5.8.2011 07:15
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun