Ögmundur á ystu nöf Þröstur Ólafsson og hagfræðingur skrifa 9. ágúst 2011 06:00 Ögmundur Jónassonar ritaði grein (Fréttablaðið 4. ágúst sl.) sem átti að vera andsvar við greinarkorni mínu í sama blaði, tveim dögum fyrr. Ögmundur kýs að feta gamalgrónar götur íslenskrar umræðuhefðar. Hann fjallaði ekki um meginmálið, en lét gamminn geysa um andúð sína á ESB, þótt grein mín komi lítið sem ekkert inn á það fyrirbæri. Grein mín var tilraun til að finna skýringu á samstöðu „ysta vinstrisins“ og „nýfrjálshyggjunnar“ í afstöðu þeirra til þjóðríkisins. Það var þessi leit sem var meginmál – ekki ESB. Það getur trauðla verið tilviljun að hnífurinn gangi ekki á milli þeirra skoðanahópa, sem skilgreina sig lengst til hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum, þegar kemur að málefnum þjóðríkisins. Því miður víkur ráðherrann ekki að þessu áhugaverða umræðuefni, sem það vissulega er, þegar andstæðar fylkingar taka höndum saman, stofna félag og vinna eftir sameiginlegri verkefnaskrá. Það er í reynd merkilegt bandalag. Einhverjar rætur eru sameiginlegar. Ég taldi mig finna þær í sömu sýn þeirra á einstaklinginn (heimspeki ÞÓ ), þó á ólíkum forsendum sé, sem ég gerði grein fyrir. Þessi sameiginlega sýn þeirra á stöðu einstaklingsins leiddi til sambærilegrar sýnar á þjóðríkið og þar með stöðu þess í úthafi hnattvæðingarinnar og tók ég ESB sem dæmi. Þar með var ég ekki að segja að þeir væru skoðanabræður á öllum sviðum. Þetta „heimspekilega“ sammat þeirra leiddi þá hins vegar saman í málefnum þjóðríkisins. Mér var í lófa lagið að taka fleiri dæmi, en lét þar við sitja. Séð hef ég köttinn syngja á bók…Það hefði verið fengur af að fá frasalausar hugleiðingar Ögmundar um þetta. En hann kaus að leiða hjá sér vangaveltur mínar en fór þess í stað á þeysireið um víðlendur Evrópuumræðunnar. Það gerir hann af mikilli sannfæringu, en hún er, eins og Nietzsche sagði, sannleikanum hættulegri óvinur en lygin. Enda hallar hann víða réttu máli í ákafa sínum við að koma höggi á ESB-ófreskjuna. Í grein minni birti ég efnislega tilvitnun í Ögmund, þar sem hann sagði að það væru ekki ákvarðanirnar sjálfar hjá ESB sem hann setti sig upp á móti, heldur það, að við Íslendingar tækjum ekki þessar ákvarðanir. Nú segir hann andstöðu sína annars vegar byggjast á lýðræðisskorti ESB og hins vegar þeirri nýfrjálshyggju sem þar ríkir. Það er nú svo. Hér sveigir hann vendilega út af sporinu þótt áttin sé lík. En gott og vel. Við skulum fyrst ræða nýfrjálshyggjuna í ESB. Nýfrjálshyggja er, í stuttu máli, hömlulítið eða hömlulaust markaðskerfi. Hvar finnur hann þess merki innan ákvarðana á vegum ESB að þar sé unnið innan umgjarðar nýfrjálshyggju? Lítur hann á markaðsbúskap og samkeppniseftirlit sem nýfrjálshyggju, en markaðsbúskapur og frjáls vöruskipti eru forsenda aðildar að ESB. Nýfrjálshyggja er efnahagsstefna en ESB hefur enga efnahagsstefnu vegna þess að sú stefnumótun er ekki í verkahring ESB. Það eru hin sjálfstæðu þjóðríki sem hvert um sig móta sína eigin efnahagsstefnu. Það má vissulega til sanns vegar færa að hjá sumum bandalagsþjóðum hafi verið rekin tegund að frjálshyggju s.s. Bretlandi, Írlandi, og í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu. Í öðrum þjóðríkjum hefur hún ekki blómstrað s.s. á Norðurlöndum og Þýskalandi. Þeim vegnar líka best. Það var þetta „lítilmótlega“ sjálfstæði þjóðríkjanna innan ESB sem leiddi sum þeirra til að prófa nýfrjálshyggjuleiðina og fengu á baukinn. Hnattvædd fjármálaviðskipti eru hins vegar rekin í anda frjálshyggju um allan heim. Hrun bankanna hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir afkomu einstaklinga og þjóða. Sú ríkisstjórn sem Ögmundur situr í hefur eytt hlutfallslega meiru í „björgunaraðgerðir“ til banka og sparisjóða en ríkisstjórnir flestra ESB-landa, höfum við þó yfrið nóg af hvoru tveggja. Ber það merki um nýfrjálshyggju ríkisstjórnar Íslands? Á þessu sviði gerir ESB ekkert annað en það sem þjóðríkin vilja, enda koma peningarnir þaðan. Að nýfrjálshyggjan sé einkennandi fyrir ESB er uppspuni og bull, en bítur eflaust vel í vinahópi Ögmundar, því gömul ósannindi eru alltaf vinsælli en nýr sannleikur. …og selinn spinna hör á rokkÉg deili með Ögmundi Jónassyni um mikilvægi lýðræðis og sjálfstæðis. Það er lýðræðishalli innan ESB hvað varðar stöðu Evrópuþingsins. Það vita allir. Allar pólitískar ákvarðanir innan ESB eru hins vegar teknar af fulltrúum lýðræðislega kjörinna þjóðþinga, kollegum Ögmundar. Þjóðþingin kvarta sum undan því að ráðherrarnir taki ákvarðanir án þess að bera þær undir þjóðþingin. Það er heimatilbúið, sem við heyrum oft hér á landi einnig. Svokallaður lýðræðishalli innan ESB er tilkominn vegna þess að ekki mátti skerða fullveldisrétt þjóðþinga bandalagsþjóðanna, og pólitískar ákvarðanir því skildar eftir þar. ESB er ekki ríki, ekki einu sinni fjölþjóðlegt ríki. Hvað með sjálfstæðið? Eru Danir, Svíar og Frakkar ekki sjálfstæðar þjóðir? Líta þeir á sig sem ófrjálsar þjóðir, sem stjórnað er af bákninu í Brussel? Það er af og frá, en þeir deila fullveldinu með öðrum nágrannaþjóðum. Í stað þess að reyna með tvíhliða samningum að koma skikk á sameiginleg mál, sem sífellt verða fleiri, ákváðu þær að mynda bandalag og deila með sér fullveldinu á tilteknum sviðum, sem hvort sem er, var óhjákvæmilegt að semja um. Inntak þess sjálfstæðis sem þeir una glaðir við nú, er ekki það sama og ríkjandi var í Evrópu fram yfir lok síðari heimstyrjaldar. Færa má gild rök fyrir því að litlu þjóðirnar hafi með þessu fyrirkomulagi öðlast áhrif og völd gagnvart stóru þjóðunum sem áður var óhugsandi. Litlu þjóðirnar hafa í fyrsta sinn í sögu Evrópu í fullu tré við gömlu yfirgangsseggina, vegna þess að stóru þjóðirnar deila sínu volduga fullveldi, geta ekki beitt sér að vild. Fyrrum jafngilti tillitsemi og skilningur á afstöðu annarra þjóða sem óþolandi afsláttur af fullveldi stórvelda gömlu Evrópu. Í hnattvæddum heimi duga hvorki ástarjátningar, hatur né tilbúin leiktjöld sem leiðarljós inn í framtíðina. Ef okkur á að vegna vel á tuttugustu og fyrstu öld verðum að endurmeta margt af því sem við héldum áður að væri óbifanlegt. Þjóðríkið verður enn um sinn a.m.k. burðarás pólitískra ákvarðana, en ekki með sama hætti og áður var. Sem lítil þjóð verðum við, eins og aðrar litlar og miðlungs þjóðir að velja okkur bandamenn. Það skýtur mér óneitanlega skelk í bringu til framtíðar þegar Ögmundar Jónasson jafnar ESB við gamla sovétið. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónassonar ritaði grein (Fréttablaðið 4. ágúst sl.) sem átti að vera andsvar við greinarkorni mínu í sama blaði, tveim dögum fyrr. Ögmundur kýs að feta gamalgrónar götur íslenskrar umræðuhefðar. Hann fjallaði ekki um meginmálið, en lét gamminn geysa um andúð sína á ESB, þótt grein mín komi lítið sem ekkert inn á það fyrirbæri. Grein mín var tilraun til að finna skýringu á samstöðu „ysta vinstrisins“ og „nýfrjálshyggjunnar“ í afstöðu þeirra til þjóðríkisins. Það var þessi leit sem var meginmál – ekki ESB. Það getur trauðla verið tilviljun að hnífurinn gangi ekki á milli þeirra skoðanahópa, sem skilgreina sig lengst til hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum, þegar kemur að málefnum þjóðríkisins. Því miður víkur ráðherrann ekki að þessu áhugaverða umræðuefni, sem það vissulega er, þegar andstæðar fylkingar taka höndum saman, stofna félag og vinna eftir sameiginlegri verkefnaskrá. Það er í reynd merkilegt bandalag. Einhverjar rætur eru sameiginlegar. Ég taldi mig finna þær í sömu sýn þeirra á einstaklinginn (heimspeki ÞÓ ), þó á ólíkum forsendum sé, sem ég gerði grein fyrir. Þessi sameiginlega sýn þeirra á stöðu einstaklingsins leiddi til sambærilegrar sýnar á þjóðríkið og þar með stöðu þess í úthafi hnattvæðingarinnar og tók ég ESB sem dæmi. Þar með var ég ekki að segja að þeir væru skoðanabræður á öllum sviðum. Þetta „heimspekilega“ sammat þeirra leiddi þá hins vegar saman í málefnum þjóðríkisins. Mér var í lófa lagið að taka fleiri dæmi, en lét þar við sitja. Séð hef ég köttinn syngja á bók…Það hefði verið fengur af að fá frasalausar hugleiðingar Ögmundar um þetta. En hann kaus að leiða hjá sér vangaveltur mínar en fór þess í stað á þeysireið um víðlendur Evrópuumræðunnar. Það gerir hann af mikilli sannfæringu, en hún er, eins og Nietzsche sagði, sannleikanum hættulegri óvinur en lygin. Enda hallar hann víða réttu máli í ákafa sínum við að koma höggi á ESB-ófreskjuna. Í grein minni birti ég efnislega tilvitnun í Ögmund, þar sem hann sagði að það væru ekki ákvarðanirnar sjálfar hjá ESB sem hann setti sig upp á móti, heldur það, að við Íslendingar tækjum ekki þessar ákvarðanir. Nú segir hann andstöðu sína annars vegar byggjast á lýðræðisskorti ESB og hins vegar þeirri nýfrjálshyggju sem þar ríkir. Það er nú svo. Hér sveigir hann vendilega út af sporinu þótt áttin sé lík. En gott og vel. Við skulum fyrst ræða nýfrjálshyggjuna í ESB. Nýfrjálshyggja er, í stuttu máli, hömlulítið eða hömlulaust markaðskerfi. Hvar finnur hann þess merki innan ákvarðana á vegum ESB að þar sé unnið innan umgjarðar nýfrjálshyggju? Lítur hann á markaðsbúskap og samkeppniseftirlit sem nýfrjálshyggju, en markaðsbúskapur og frjáls vöruskipti eru forsenda aðildar að ESB. Nýfrjálshyggja er efnahagsstefna en ESB hefur enga efnahagsstefnu vegna þess að sú stefnumótun er ekki í verkahring ESB. Það eru hin sjálfstæðu þjóðríki sem hvert um sig móta sína eigin efnahagsstefnu. Það má vissulega til sanns vegar færa að hjá sumum bandalagsþjóðum hafi verið rekin tegund að frjálshyggju s.s. Bretlandi, Írlandi, og í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu. Í öðrum þjóðríkjum hefur hún ekki blómstrað s.s. á Norðurlöndum og Þýskalandi. Þeim vegnar líka best. Það var þetta „lítilmótlega“ sjálfstæði þjóðríkjanna innan ESB sem leiddi sum þeirra til að prófa nýfrjálshyggjuleiðina og fengu á baukinn. Hnattvædd fjármálaviðskipti eru hins vegar rekin í anda frjálshyggju um allan heim. Hrun bankanna hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir afkomu einstaklinga og þjóða. Sú ríkisstjórn sem Ögmundur situr í hefur eytt hlutfallslega meiru í „björgunaraðgerðir“ til banka og sparisjóða en ríkisstjórnir flestra ESB-landa, höfum við þó yfrið nóg af hvoru tveggja. Ber það merki um nýfrjálshyggju ríkisstjórnar Íslands? Á þessu sviði gerir ESB ekkert annað en það sem þjóðríkin vilja, enda koma peningarnir þaðan. Að nýfrjálshyggjan sé einkennandi fyrir ESB er uppspuni og bull, en bítur eflaust vel í vinahópi Ögmundar, því gömul ósannindi eru alltaf vinsælli en nýr sannleikur. …og selinn spinna hör á rokkÉg deili með Ögmundi Jónassyni um mikilvægi lýðræðis og sjálfstæðis. Það er lýðræðishalli innan ESB hvað varðar stöðu Evrópuþingsins. Það vita allir. Allar pólitískar ákvarðanir innan ESB eru hins vegar teknar af fulltrúum lýðræðislega kjörinna þjóðþinga, kollegum Ögmundar. Þjóðþingin kvarta sum undan því að ráðherrarnir taki ákvarðanir án þess að bera þær undir þjóðþingin. Það er heimatilbúið, sem við heyrum oft hér á landi einnig. Svokallaður lýðræðishalli innan ESB er tilkominn vegna þess að ekki mátti skerða fullveldisrétt þjóðþinga bandalagsþjóðanna, og pólitískar ákvarðanir því skildar eftir þar. ESB er ekki ríki, ekki einu sinni fjölþjóðlegt ríki. Hvað með sjálfstæðið? Eru Danir, Svíar og Frakkar ekki sjálfstæðar þjóðir? Líta þeir á sig sem ófrjálsar þjóðir, sem stjórnað er af bákninu í Brussel? Það er af og frá, en þeir deila fullveldinu með öðrum nágrannaþjóðum. Í stað þess að reyna með tvíhliða samningum að koma skikk á sameiginleg mál, sem sífellt verða fleiri, ákváðu þær að mynda bandalag og deila með sér fullveldinu á tilteknum sviðum, sem hvort sem er, var óhjákvæmilegt að semja um. Inntak þess sjálfstæðis sem þeir una glaðir við nú, er ekki það sama og ríkjandi var í Evrópu fram yfir lok síðari heimstyrjaldar. Færa má gild rök fyrir því að litlu þjóðirnar hafi með þessu fyrirkomulagi öðlast áhrif og völd gagnvart stóru þjóðunum sem áður var óhugsandi. Litlu þjóðirnar hafa í fyrsta sinn í sögu Evrópu í fullu tré við gömlu yfirgangsseggina, vegna þess að stóru þjóðirnar deila sínu volduga fullveldi, geta ekki beitt sér að vild. Fyrrum jafngilti tillitsemi og skilningur á afstöðu annarra þjóða sem óþolandi afsláttur af fullveldi stórvelda gömlu Evrópu. Í hnattvæddum heimi duga hvorki ástarjátningar, hatur né tilbúin leiktjöld sem leiðarljós inn í framtíðina. Ef okkur á að vegna vel á tuttugustu og fyrstu öld verðum að endurmeta margt af því sem við héldum áður að væri óbifanlegt. Þjóðríkið verður enn um sinn a.m.k. burðarás pólitískra ákvarðana, en ekki með sama hætti og áður var. Sem lítil þjóð verðum við, eins og aðrar litlar og miðlungs þjóðir að velja okkur bandamenn. Það skýtur mér óneitanlega skelk í bringu til framtíðar þegar Ögmundar Jónasson jafnar ESB við gamla sovétið. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun