Prófessorinn fellur á upptökuprófinu Sindri Sigurgeirsson skrifar 5. ágúst 2011 09:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. Deildarforsetinn nefnir réttilega að smásöluverslanir hafi rétt til að skila öllu því kjöti sem þær ná ekki að selja. Hann býr hins vegar til þá kenningu að þetta sé tilkomið að kröfu afurðastöðvanna og gott ef ekki bænda sjálfra til að halda uppi verði á kindakjöti og koma í veg fyrir að neytendum bjóðist varan með afslætti þegar hún fer að nálgast síðasta söludag. Ef prófessorinn hefði rannsakað málið hefði hann komist að því að skilarétturinn er kominn til að kröfu smásölunnar og bændur hafa oftsinnis mótmælt þessu fyrirkomulagi opinberlega. Hagfræðingurinn telur sem sagt að skilarétturinn sé eingöngu til að halda uppi verði og framleiðendur yfirfylli verslanir af kjöti til þess eins að taka verulegan hluta af því til baka og farga því. Hann telur því að hagsmunir bænda séu fólgnir í því að taka sem mest til baka úr versluninni til þess að henda, halda verðlaginu uppi með töluverðum tilkostnaði vegna flutninga og förgunar. Hann byggir þetta ekki á neinum gögnum ólíkt því sem vísindamenn í háskólasamfélaginu gera en það er hagur bæði verslunarinnar og afurðastöðvanna að selja kjötið en ekki farga því. Afurðastöðvarnar gefa ekki upp hversu mikið kjöt verslanirnar ná ekki að selja en það er afar lítið, jafnvel undir einu prósenti af framleiðslunni hjá stórum þekktum framleiðanda. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir hagfræðiprófessorinn að rannsaka hversu miklu kjöti er fargað eða jafnvel umfang rýrnunar á allri ferskvöru, hvar hún á sér stað og hvað hún kostar. Það væru sannarlega forvitnilegar tölur, en þær eru ekki til. Á meðan svo er getur hvorki prófessorinn né nokkur annar leyft sér að draga ályktanir út frá hugarburði og óvönduðum vinnubrögðum. Það er langt frá því að smásöluverð á lambakjöti hafi náð að fylgja almennri verðlagsþróun undanfarin ár, neytendum til hagsbóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt kindakjöt af bændum á fyrirfram ákveðnu verði í sláturtíðinni á haustin. Bændurnir fá það að jafnaði greitt að fullu 1-2 vikum eftir slátrun og opinberar stuðningsgreiðslur renna beint til þeirra en ekki afurðastöðvanna. Sláturhúsin hafa því ekki aðra hagsmuni en að selja kjötið á sem bestu verði, enda hafa þær þegar greitt fyrir það. Það þyrfti ansi mikinn hagnað af hverju seldu kílói á móti þeim sem fargað væri að þarflausu til að bæta afurðastöðinni upp þann kostnað sem þegar er áfallinn. Það væri fagnaðarefni ef deildarforsetinn fengist til að skýra út hvernig hagnaður fæst með því að farga kjöti í stað þess að selja það. Deildarforsetinn eyðir löngu máli í að færa rök fyrir því að útflutningur kindakjöts sé í raun niðurgreiddur þrátt fyrir að útflutningsbætur hafi verið lagðar af 1992. Þar virðist hann halda að stuðningur við sauðfjárræktina sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að bændum sé greitt fyrir að framleiða ákveðið magn og stuðningurinn vaxi í takt við aukna framleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Kveðið er á um ákveðinn fjölda ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi þeirra er óháður því kjöti sem framleitt er. Reyndar var ærgildi eitt sinn skilgreint sem ákveðið magn af kjöti en það var aflagt fyrir 16 árum þegar framleiðslustýringu var hætt. Í sauðfjársamningnum er einnig ákvæði um að tiltekin upphæð fari til þeirra bænda sem eru með gæðastýrða framleiðslu. Um er að ræða fasta upphæð sem er óháð framleiðslumagni. Það eru því engin rök fyrir því að kalla ákveðinn hluta opinbera stuðningsins niðurgreiðslur á það kjöt sem flutt er út. Yrði útflutningi hætt og framleiðslan minnkuð niður í innanlandsneyslu myndi það engu breyta varðandi upphæð opinbera stuðningsins. Þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Evrópusambandið notar fyrir allan landbúnaðinn, en tilgangurinn er að aðlaga framleiðsluna betur að markaðnum og draga úr áhrifum hins opinbera á framleiðslumagn. Prófessorinn endar síðan grein sína á því að gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða séu rýrar og tekur hann álframleiðslu til samanburðar. Það kann vel að vera að hann telji hagkvæman kost að fjölga álverum og fækka bændum en það er ekki víst að hann hafi þjóðina með sér þar. Gjaldeyristekjurnar vegna útflutningsins eru hrein viðbót sem fellur til eftir að búið er að sinna þörfum innanlandsmarkaðarins, sem er og verður fyrsta skylda sauðfjárbænda. Bændur eru því stoltir af verkum sínum hvað sem skoðunum deildarforsetans líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. Deildarforsetinn nefnir réttilega að smásöluverslanir hafi rétt til að skila öllu því kjöti sem þær ná ekki að selja. Hann býr hins vegar til þá kenningu að þetta sé tilkomið að kröfu afurðastöðvanna og gott ef ekki bænda sjálfra til að halda uppi verði á kindakjöti og koma í veg fyrir að neytendum bjóðist varan með afslætti þegar hún fer að nálgast síðasta söludag. Ef prófessorinn hefði rannsakað málið hefði hann komist að því að skilarétturinn er kominn til að kröfu smásölunnar og bændur hafa oftsinnis mótmælt þessu fyrirkomulagi opinberlega. Hagfræðingurinn telur sem sagt að skilarétturinn sé eingöngu til að halda uppi verði og framleiðendur yfirfylli verslanir af kjöti til þess eins að taka verulegan hluta af því til baka og farga því. Hann telur því að hagsmunir bænda séu fólgnir í því að taka sem mest til baka úr versluninni til þess að henda, halda verðlaginu uppi með töluverðum tilkostnaði vegna flutninga og förgunar. Hann byggir þetta ekki á neinum gögnum ólíkt því sem vísindamenn í háskólasamfélaginu gera en það er hagur bæði verslunarinnar og afurðastöðvanna að selja kjötið en ekki farga því. Afurðastöðvarnar gefa ekki upp hversu mikið kjöt verslanirnar ná ekki að selja en það er afar lítið, jafnvel undir einu prósenti af framleiðslunni hjá stórum þekktum framleiðanda. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir hagfræðiprófessorinn að rannsaka hversu miklu kjöti er fargað eða jafnvel umfang rýrnunar á allri ferskvöru, hvar hún á sér stað og hvað hún kostar. Það væru sannarlega forvitnilegar tölur, en þær eru ekki til. Á meðan svo er getur hvorki prófessorinn né nokkur annar leyft sér að draga ályktanir út frá hugarburði og óvönduðum vinnubrögðum. Það er langt frá því að smásöluverð á lambakjöti hafi náð að fylgja almennri verðlagsþróun undanfarin ár, neytendum til hagsbóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt kindakjöt af bændum á fyrirfram ákveðnu verði í sláturtíðinni á haustin. Bændurnir fá það að jafnaði greitt að fullu 1-2 vikum eftir slátrun og opinberar stuðningsgreiðslur renna beint til þeirra en ekki afurðastöðvanna. Sláturhúsin hafa því ekki aðra hagsmuni en að selja kjötið á sem bestu verði, enda hafa þær þegar greitt fyrir það. Það þyrfti ansi mikinn hagnað af hverju seldu kílói á móti þeim sem fargað væri að þarflausu til að bæta afurðastöðinni upp þann kostnað sem þegar er áfallinn. Það væri fagnaðarefni ef deildarforsetinn fengist til að skýra út hvernig hagnaður fæst með því að farga kjöti í stað þess að selja það. Deildarforsetinn eyðir löngu máli í að færa rök fyrir því að útflutningur kindakjöts sé í raun niðurgreiddur þrátt fyrir að útflutningsbætur hafi verið lagðar af 1992. Þar virðist hann halda að stuðningur við sauðfjárræktina sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að bændum sé greitt fyrir að framleiða ákveðið magn og stuðningurinn vaxi í takt við aukna framleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Kveðið er á um ákveðinn fjölda ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi þeirra er óháður því kjöti sem framleitt er. Reyndar var ærgildi eitt sinn skilgreint sem ákveðið magn af kjöti en það var aflagt fyrir 16 árum þegar framleiðslustýringu var hætt. Í sauðfjársamningnum er einnig ákvæði um að tiltekin upphæð fari til þeirra bænda sem eru með gæðastýrða framleiðslu. Um er að ræða fasta upphæð sem er óháð framleiðslumagni. Það eru því engin rök fyrir því að kalla ákveðinn hluta opinbera stuðningsins niðurgreiðslur á það kjöt sem flutt er út. Yrði útflutningi hætt og framleiðslan minnkuð niður í innanlandsneyslu myndi það engu breyta varðandi upphæð opinbera stuðningsins. Þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Evrópusambandið notar fyrir allan landbúnaðinn, en tilgangurinn er að aðlaga framleiðsluna betur að markaðnum og draga úr áhrifum hins opinbera á framleiðslumagn. Prófessorinn endar síðan grein sína á því að gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða séu rýrar og tekur hann álframleiðslu til samanburðar. Það kann vel að vera að hann telji hagkvæman kost að fjölga álverum og fækka bændum en það er ekki víst að hann hafi þjóðina með sér þar. Gjaldeyristekjurnar vegna útflutningsins eru hrein viðbót sem fellur til eftir að búið er að sinna þörfum innanlandsmarkaðarins, sem er og verður fyrsta skylda sauðfjárbænda. Bændur eru því stoltir af verkum sínum hvað sem skoðunum deildarforsetans líður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun