Nafnabirting mismunar umsækjendum Gunnar Haugen skrifar 5. ágúst 2011 08:00 Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Annað hvort þarf hann að leggja framgang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifærum sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættarmótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opinber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að tilteknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingar liggur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er haldið fram að hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerðum um nafnabirtingar. Þeim verður að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núverandi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Annað hvort þarf hann að leggja framgang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifærum sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættarmótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opinber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að tilteknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingar liggur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er haldið fram að hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerðum um nafnabirtingar. Þeim verður að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núverandi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun