Samstarfsvettvangur um norðurslóðir Össur Skarphéðinsson skrifar 14. maí 2011 06:00 Athygli íbúa og stjórnvalda á norðurskautssvæðinu beinist í síauknum mæli að þeim ógnum og tækifærum sem loftslagsbreytingar, auðlindanýting og norðursiglingar munu bera með sér í okkar heimshluta. Það er líklega hvergi eins og augljóst og hjá grönnum okkar hér í vestri þar sem jöklar og hafís hopa hraðar enn áður þekkist. Samtímis eiga Grænlendingar samstarf við erlend stórfyrirtæki að hefja olíuleit við strendur landsins í von um að renna tryggari stoðum undir sjálfstæði þjóðarinnar. Það var því vel við hæfi að Danir, Grænlendingar og Færeyingar, sem hafa leitt formennsku Norðurskautsráðsins síðustu tvö árin, skyldu enda formennskutíð sína með því að boða til ráðherrafundar í Nuuk á Grænlandi. Fundurinn og áhersla Íslands á starfsemi Norðurskautsráðsins gefur kærkomið tilefni til að stinga niður penna og greina frá helstu atriðum fundarins og minna á mikilvægi ráðsins fyrir framtíðarþróun svæðisins. NorðurskautsráðiðÞað er ekki fyrr en litið er í baksýnisspegil sögunnar að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu fjarri við erum tortryggni Kalda stríðsins sem hélt norðrinu í pólitískum klakaböndum í áratugi. Þíðan sem leiddi af leiðtogafundinum í Reykjavík 1986 birtist meðal annars í svokallaðri Murmansk-ræðu Míkaíl Gorbatsjov þar sem hann hvatti ríki norðursins til að sameinast um verndun umhverfis og samfélaga á norðurslóðum og bar að endingu ávöxt í stofnun Norðurskautsráðsins áratug síðar, árið 1996. Ráðið er samstarfsvettangur norðurskautsríkja um málefni norðurslóða með sérstakri áherslu á umhverfivernd og sjálfbæra þróun. Norðurskautsríkin átta; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð eiga ásamt fulltrúm sex helstu samtaka þeirra frumbyggja sem búa á norðurheimskautssvæðinu sæti í ráðinu. Ríki utan norðurslóða eru ásamt ýmsum alþjóðstofnunum og félagasamtökum áheyrnaraðilar að ráðinu og taka þátt í vísindastarfi á vegum ráðsins. Norðurskautsríkin skipta með sér formennsku ráðsins á tveggja ára fresti og fór Ísland með formennskuna frá 2002 til 2004. Sameiginleg formennska Dana, Grænlendinga og Færeyinga skilar nú formennskukeflinu til Svía. Veganestið frá NuukÁ fundinum í Nuuk 12. maí var m.a. rætt um helstu niðurstöður af vísindastarfi ráðsins á síðustu tveim árum. Nýleg vísindaskýrsla Norðurskautsráðsins um breytingar á klakaböndum norðursins; ís, snjó, sífrera og jöklum gefur til kynna að þær séu hraðari en flestar spár gerðu ráð fyrir og að ísinn hopi hraðar á þessum áratug en áratugnum þar á undan. Stærsti áhrifavaldurinn er hækkandi hitastig en síðustu sex ár hafa verið þau heitustu á norðurslóðum frá því að mælingar hófust. Breytingarnar setja mark sitt á náttúru norðursins eins og ný úttekt ráðsins undirstrikar. Samkvæmt henni eru loftslagsbreytingar að verða víðtækustu og mikilvægustu álagsvaldar á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Þá voru kynntar fjölmargar aðrar skýrslur t.d. um hegðun olíu og spilliefna í köldum sjó, áhrif sóts á bráðnun íss, súrnun hafsins, úttekt á kvikasilfursmengun á norðurslóðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir ólík viðfangsefni eru skilaboðin til stjórnvalda á norðurslóðum ein og hin sömu, að norðurskautsríkin þurfi að efla samvinnu sín á milli til að sporna við og aðlagast yfirstandandi breytingum. Þetta virðist hafa komist til skila og ríkin hafa nú einhent sér í að efla samstarf á vettvangi Norðurskautsráðsins. Nuuk fundurinn var vel sóttur en þetta mun vera í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund ráðsins og eru það skýr skilaboð um aukinn áhuga þeirra á málefnum norðurslóða. Þá markar það önnur og ekki síður mikilvæg tímamót að í tveim ráðherrastólum sátu frumbyggjar, annars vegar Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, og hinsvegar Leona Aglukkaq, heilbrigðisráðherra Kanada. TímamótafundurÁ ráðherrafundinum var undirritað fyrsta lagalega bindandi samkomulagið sem unnið hefur verið á vettvangi Norðurskautsráðsins. Með samningnum skuldbinda norðurskautsríkin sig til að vinna saman að leit og björgun á norðurheimskautssvæðinu. Þá var ákveðið að ráðast í gerð samskonar samkomulags um sameiginlegan viðbúnað og viðbrögð við bráðri olíumengun á norðurslóðum. Samningagerð af þessu tagi er mikið hagsmunamál fyrir Ísland sem strandþjóð á norðurslóðum, sem stendur frammi fyrir stóraukinni skipaumferð og hugsanlegri olíuvinnslu í næsta nágrenni við strendur landsins. Við ræddum einnig um breytingar á innri starfsemi ráðsins. Þar bar hæst umræðuna um nýja áheyrnarfulltrúa og stofnun fastaskrifstofu. Það er ánægjulegt að ríkin náðu samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja áheyrnarfulltrúa en Kína, ESB, Japan, Suður Kórea og Ítalía hafa sótt um stöðu áheyrnarfulltrúa og standa vonir til þess að hægt verði að ná niðurstöðu um þær umsóknir fljótlega. Þá var ákveðið að styrkja starfsemi ráðsins með stofnun fastaskrifstofu sem sett verður á laggirnar í Tromsö. Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Athygli íbúa og stjórnvalda á norðurskautssvæðinu beinist í síauknum mæli að þeim ógnum og tækifærum sem loftslagsbreytingar, auðlindanýting og norðursiglingar munu bera með sér í okkar heimshluta. Það er líklega hvergi eins og augljóst og hjá grönnum okkar hér í vestri þar sem jöklar og hafís hopa hraðar enn áður þekkist. Samtímis eiga Grænlendingar samstarf við erlend stórfyrirtæki að hefja olíuleit við strendur landsins í von um að renna tryggari stoðum undir sjálfstæði þjóðarinnar. Það var því vel við hæfi að Danir, Grænlendingar og Færeyingar, sem hafa leitt formennsku Norðurskautsráðsins síðustu tvö árin, skyldu enda formennskutíð sína með því að boða til ráðherrafundar í Nuuk á Grænlandi. Fundurinn og áhersla Íslands á starfsemi Norðurskautsráðsins gefur kærkomið tilefni til að stinga niður penna og greina frá helstu atriðum fundarins og minna á mikilvægi ráðsins fyrir framtíðarþróun svæðisins. NorðurskautsráðiðÞað er ekki fyrr en litið er í baksýnisspegil sögunnar að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu fjarri við erum tortryggni Kalda stríðsins sem hélt norðrinu í pólitískum klakaböndum í áratugi. Þíðan sem leiddi af leiðtogafundinum í Reykjavík 1986 birtist meðal annars í svokallaðri Murmansk-ræðu Míkaíl Gorbatsjov þar sem hann hvatti ríki norðursins til að sameinast um verndun umhverfis og samfélaga á norðurslóðum og bar að endingu ávöxt í stofnun Norðurskautsráðsins áratug síðar, árið 1996. Ráðið er samstarfsvettangur norðurskautsríkja um málefni norðurslóða með sérstakri áherslu á umhverfivernd og sjálfbæra þróun. Norðurskautsríkin átta; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð eiga ásamt fulltrúm sex helstu samtaka þeirra frumbyggja sem búa á norðurheimskautssvæðinu sæti í ráðinu. Ríki utan norðurslóða eru ásamt ýmsum alþjóðstofnunum og félagasamtökum áheyrnaraðilar að ráðinu og taka þátt í vísindastarfi á vegum ráðsins. Norðurskautsríkin skipta með sér formennsku ráðsins á tveggja ára fresti og fór Ísland með formennskuna frá 2002 til 2004. Sameiginleg formennska Dana, Grænlendinga og Færeyinga skilar nú formennskukeflinu til Svía. Veganestið frá NuukÁ fundinum í Nuuk 12. maí var m.a. rætt um helstu niðurstöður af vísindastarfi ráðsins á síðustu tveim árum. Nýleg vísindaskýrsla Norðurskautsráðsins um breytingar á klakaböndum norðursins; ís, snjó, sífrera og jöklum gefur til kynna að þær séu hraðari en flestar spár gerðu ráð fyrir og að ísinn hopi hraðar á þessum áratug en áratugnum þar á undan. Stærsti áhrifavaldurinn er hækkandi hitastig en síðustu sex ár hafa verið þau heitustu á norðurslóðum frá því að mælingar hófust. Breytingarnar setja mark sitt á náttúru norðursins eins og ný úttekt ráðsins undirstrikar. Samkvæmt henni eru loftslagsbreytingar að verða víðtækustu og mikilvægustu álagsvaldar á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Þá voru kynntar fjölmargar aðrar skýrslur t.d. um hegðun olíu og spilliefna í köldum sjó, áhrif sóts á bráðnun íss, súrnun hafsins, úttekt á kvikasilfursmengun á norðurslóðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir ólík viðfangsefni eru skilaboðin til stjórnvalda á norðurslóðum ein og hin sömu, að norðurskautsríkin þurfi að efla samvinnu sín á milli til að sporna við og aðlagast yfirstandandi breytingum. Þetta virðist hafa komist til skila og ríkin hafa nú einhent sér í að efla samstarf á vettvangi Norðurskautsráðsins. Nuuk fundurinn var vel sóttur en þetta mun vera í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund ráðsins og eru það skýr skilaboð um aukinn áhuga þeirra á málefnum norðurslóða. Þá markar það önnur og ekki síður mikilvæg tímamót að í tveim ráðherrastólum sátu frumbyggjar, annars vegar Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, og hinsvegar Leona Aglukkaq, heilbrigðisráðherra Kanada. TímamótafundurÁ ráðherrafundinum var undirritað fyrsta lagalega bindandi samkomulagið sem unnið hefur verið á vettvangi Norðurskautsráðsins. Með samningnum skuldbinda norðurskautsríkin sig til að vinna saman að leit og björgun á norðurheimskautssvæðinu. Þá var ákveðið að ráðast í gerð samskonar samkomulags um sameiginlegan viðbúnað og viðbrögð við bráðri olíumengun á norðurslóðum. Samningagerð af þessu tagi er mikið hagsmunamál fyrir Ísland sem strandþjóð á norðurslóðum, sem stendur frammi fyrir stóraukinni skipaumferð og hugsanlegri olíuvinnslu í næsta nágrenni við strendur landsins. Við ræddum einnig um breytingar á innri starfsemi ráðsins. Þar bar hæst umræðuna um nýja áheyrnarfulltrúa og stofnun fastaskrifstofu. Það er ánægjulegt að ríkin náðu samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja áheyrnarfulltrúa en Kína, ESB, Japan, Suður Kórea og Ítalía hafa sótt um stöðu áheyrnarfulltrúa og standa vonir til þess að hægt verði að ná niðurstöðu um þær umsóknir fljótlega. Þá var ákveðið að styrkja starfsemi ráðsins með stofnun fastaskrifstofu sem sett verður á laggirnar í Tromsö. Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun