Ósigur skattgreiðenda Kjartan Magnússon skrifar 13. maí 2011 06:00 Tónlistarhúsið Harpa er glæsilegt mannvirki enda um að ræða dýrasta hús Íslandssögunnar. Undarlegt er að á þeim tímamótum, sem opnun hússins er, virðast nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins kjósa að fjalla einungis á jákvæðan hátt um húsið. (Hljómar kunnuglega.) Sumir fjölmiðlar einblína á viðbrögð ánægðra tónleikagesta en eru skattgreiðendur sáttir við að greiða stofn- og rekstrarkostnað í 35 ár? Full þörf er á að fjallað sé á gagnrýninn hátt um Hörpu eins og önnur verkefni og skattgreiðendur upplýstir um kostnað og óhjákvæmilega skuldadaga. Í bæklingi um húsið, sem dreift hefur verið inn á hvert heimili, er ýtarlega fjallað um ýmsa þætti byggingarinnar en ekki minnst á kostnað. Í slíkum bæklingi hefði verið kjörið að upplýsa alþjóð um kostnað við bygginguna og heildarskuldbindingu skattgreiðenda. Skuldir hússins eru a.m.k. sá hluti þess, sem allir landsmenn munu eiga sameiginlega. Harpa er dæmi um opinbert verkefni, sem stjórnmálamenn voru í upphafi fengnir til að styðja á grundvelli hóflegra kostnaðaráætlana en á síðari stigum hækkaði kostnaður upp úr öllu valdi. Árið 1997 var rætt um að hægt væri að byggja gott tónlistarhús í Laugardal fyrir 1.550 milljónir króna. Árið 1998 hafði áætlunin hækkað í 2.500 milljónir og 1999 var hún komin í 3.500-4.000 milljónir. Í ársbyrjun 2002 var áætlað að húsið myndi kosta um 5.000 milljónir króna og árið 2003 var talan komin í 6.300 milljónir. Þegar hafist var handa við byggingu hússins var gert ráð fyrir því að byggingarkostnaður yrði um 12,5 milljarðar króna eða um 20 milljarðar að núvirði. Ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar um heildarkostnað við bygginguna en hann er a.m.k. 28 milljarðar króna. Standist sú tala er fermetraverðið um ein milljón króna. Vonandi standast yfirlýsingar aðstandenda hússins um að erlendir verktakar beri að mestu leyti kostnað vegna þegar framkominna galla við glerhjúp hússins. Málsmetandi arkitektar og verkfræðingar hafa þó lýst yfir áhyggjum yfir að mikil hætta sé á að frekari gallar muni koma í ljós, t.d. í stálvirki og gluggum hússins. Gott væri fyrir skattgreiðendur að vita hvort áhættumat hafi farið fram á byggingunni m.t.t. til slíkra galla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa er glæsilegt mannvirki enda um að ræða dýrasta hús Íslandssögunnar. Undarlegt er að á þeim tímamótum, sem opnun hússins er, virðast nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins kjósa að fjalla einungis á jákvæðan hátt um húsið. (Hljómar kunnuglega.) Sumir fjölmiðlar einblína á viðbrögð ánægðra tónleikagesta en eru skattgreiðendur sáttir við að greiða stofn- og rekstrarkostnað í 35 ár? Full þörf er á að fjallað sé á gagnrýninn hátt um Hörpu eins og önnur verkefni og skattgreiðendur upplýstir um kostnað og óhjákvæmilega skuldadaga. Í bæklingi um húsið, sem dreift hefur verið inn á hvert heimili, er ýtarlega fjallað um ýmsa þætti byggingarinnar en ekki minnst á kostnað. Í slíkum bæklingi hefði verið kjörið að upplýsa alþjóð um kostnað við bygginguna og heildarskuldbindingu skattgreiðenda. Skuldir hússins eru a.m.k. sá hluti þess, sem allir landsmenn munu eiga sameiginlega. Harpa er dæmi um opinbert verkefni, sem stjórnmálamenn voru í upphafi fengnir til að styðja á grundvelli hóflegra kostnaðaráætlana en á síðari stigum hækkaði kostnaður upp úr öllu valdi. Árið 1997 var rætt um að hægt væri að byggja gott tónlistarhús í Laugardal fyrir 1.550 milljónir króna. Árið 1998 hafði áætlunin hækkað í 2.500 milljónir og 1999 var hún komin í 3.500-4.000 milljónir. Í ársbyrjun 2002 var áætlað að húsið myndi kosta um 5.000 milljónir króna og árið 2003 var talan komin í 6.300 milljónir. Þegar hafist var handa við byggingu hússins var gert ráð fyrir því að byggingarkostnaður yrði um 12,5 milljarðar króna eða um 20 milljarðar að núvirði. Ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar um heildarkostnað við bygginguna en hann er a.m.k. 28 milljarðar króna. Standist sú tala er fermetraverðið um ein milljón króna. Vonandi standast yfirlýsingar aðstandenda hússins um að erlendir verktakar beri að mestu leyti kostnað vegna þegar framkominna galla við glerhjúp hússins. Málsmetandi arkitektar og verkfræðingar hafa þó lýst yfir áhyggjum yfir að mikil hætta sé á að frekari gallar muni koma í ljós, t.d. í stálvirki og gluggum hússins. Gott væri fyrir skattgreiðendur að vita hvort áhættumat hafi farið fram á byggingunni m.t.t. til slíkra galla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar