Ég sé hvað þú hugsar; örugg á hjóli Sesselja Traustadóttir skrifar 10. maí 2011 07:00 Dásemdir vorsins kalla árlega fram hjólin úr bílskúrnum og þó að Íslendingar séu farnir að hjóla árið um kring er fjölgun hjólafólks í umferðinni enn árviss vorboði. Veturinn var mildur og hann var gott að hjóla í Reykjavík. Ofankoman í mars var mikil og eftir allt fannfergið var gott að fá rigningu til að skola vetrinum burt. En rigningin ræður ekki við alla mölina sem varð eftir á stígunum. Þegar við sem erum vön umferð hjólum á milli staða bíður okkar þægilegt leiðarval. Við eigum að vera á götunni en megum heimsækja gangstéttirnar þegar okkur hentar. Þar erum við gestir og víkjum fyrir umferð gangandi. Hjólreiðamanni ber að láta vita af sér með ljúfum hætti fyrir gangandi vegfarendur. Á því hljóðlausa ökutæki sem hjólið er getur bjallan komið sér ágætlega. Öllu skemmtilegra fyrir borgarbraginn er þó ef hjólreiðamenn flauta lagstúf eða syngja lítið lag. Ef hinn gangandi tekur eftir þessu og víkur úr vegi fyrir hjólreiðamanninum þökkum við hjólreiðamenn að sjálfsögðu fyrir á hlýlegan hátt. Þó að götusópar Reykjavíkurborgar séu komnir vel af stað með að hreinsa upp lausamölina eftir hálkueyðingu vetrarins ættu allir hjólandi að vera meðvitaðir um hve auðveldlega við skrikum í lausamölinni. Til að tryggja ferðafarsæld okkar fer best á að eiga rólegar beygjur og vera meðvituð um þessi óþægindi, einkum í nánd við blindhorn og þar sem líkur eru á óvæntum uppákomum. Á götunum er lítið um lausamöl. Þar er umferðin greiðari og síður hindranir á veginum. Hjólið er ökutæki sem á að vera á götunni. Staða þess er alla jafna í víkjandi stöðu, hægra megin á akrein í 0,5-1 m fjarlægð frá götubrún. Þessi fjarlægð er öryggissvæði hjólreiðamannsins. Staðan gerir hann sýnilegri í umferðinni og inn í öryggissvæðið getur hann vikið, sé honum ógnað af annarri umferð. Þegar tekið er fram úr kyrrstæðum bílum verður hjólreiðamaðurinn að taka sér það pláss á akreininni að hann sé öruggur um að hjóla ekki á hurð bílsins – verði hún óvænt opnuð þegar hjólað er framhjá bílnum. Þá er hjólið komið í ríkjandi stöðu á götunni. Í ríkjandi stöðu tekur hjólið sem ökutæki sömu stöðu á götunni og stórt vélknúið ökutæki. Þetta gerir hjólreiðamaðurinn til að tryggja sitt eigið öryggi og til að láta ekki þröngva sér í öngstræti sem geta reynst honum varasöm. Nokkur dæmi um það þegar hjólreiðamaður fer í ríkjandi stöðu eru þegar hjólað er framhjá hliðargötu, þegar hjólað er um miklar þrengingar á götu og á leið í gegnum hringtorg. Til að fara í ríkjandi stöðu, líttu þá í kringum þig og vertu viss um að vera í sambandi við bílstjórann fyrir aftan þig – horfðu í augu hans og gefðu merki áður en þú breytir um stöðu. Það er ekki hugmyndin með ríkjandi stöðu að gerast lestarstjóri. En vissulega getur sú staða komið upp og þá reynir á heilbrigða skynsemi okkar allra; bílstjóra vélknúinna ökutækja og hjólreiðamanna. Umburðarlyndi og samvinna hefur aukist í umferðinni síðustu ár. Höldum áfram að rækta þá ánægjulegu þróun. Brosum og horfum í augu hvert annars. Við erum öll í leið. Eitt öruggasta hjálpartæki hjólreiðamannsins er augun. Augnsamband, líta aftur, fylgjast með umferðinni og gera sýnilegt þeim sem fylgist með þér, hvert augun þín líta. Bílstjórinn á vélknúna ökutækinu verður að sjá þig og hann vill líka sjá hvað þú ert að hugsa. Hann getur séð það með því að sjá hvert þú lítur. Með því að horfa í augu ökumannsins veist þú líka, hjólreiðamaður góður, hvað hann gerir næst og þá hefur þú val um að ákveða eigið öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dásemdir vorsins kalla árlega fram hjólin úr bílskúrnum og þó að Íslendingar séu farnir að hjóla árið um kring er fjölgun hjólafólks í umferðinni enn árviss vorboði. Veturinn var mildur og hann var gott að hjóla í Reykjavík. Ofankoman í mars var mikil og eftir allt fannfergið var gott að fá rigningu til að skola vetrinum burt. En rigningin ræður ekki við alla mölina sem varð eftir á stígunum. Þegar við sem erum vön umferð hjólum á milli staða bíður okkar þægilegt leiðarval. Við eigum að vera á götunni en megum heimsækja gangstéttirnar þegar okkur hentar. Þar erum við gestir og víkjum fyrir umferð gangandi. Hjólreiðamanni ber að láta vita af sér með ljúfum hætti fyrir gangandi vegfarendur. Á því hljóðlausa ökutæki sem hjólið er getur bjallan komið sér ágætlega. Öllu skemmtilegra fyrir borgarbraginn er þó ef hjólreiðamenn flauta lagstúf eða syngja lítið lag. Ef hinn gangandi tekur eftir þessu og víkur úr vegi fyrir hjólreiðamanninum þökkum við hjólreiðamenn að sjálfsögðu fyrir á hlýlegan hátt. Þó að götusópar Reykjavíkurborgar séu komnir vel af stað með að hreinsa upp lausamölina eftir hálkueyðingu vetrarins ættu allir hjólandi að vera meðvitaðir um hve auðveldlega við skrikum í lausamölinni. Til að tryggja ferðafarsæld okkar fer best á að eiga rólegar beygjur og vera meðvituð um þessi óþægindi, einkum í nánd við blindhorn og þar sem líkur eru á óvæntum uppákomum. Á götunum er lítið um lausamöl. Þar er umferðin greiðari og síður hindranir á veginum. Hjólið er ökutæki sem á að vera á götunni. Staða þess er alla jafna í víkjandi stöðu, hægra megin á akrein í 0,5-1 m fjarlægð frá götubrún. Þessi fjarlægð er öryggissvæði hjólreiðamannsins. Staðan gerir hann sýnilegri í umferðinni og inn í öryggissvæðið getur hann vikið, sé honum ógnað af annarri umferð. Þegar tekið er fram úr kyrrstæðum bílum verður hjólreiðamaðurinn að taka sér það pláss á akreininni að hann sé öruggur um að hjóla ekki á hurð bílsins – verði hún óvænt opnuð þegar hjólað er framhjá bílnum. Þá er hjólið komið í ríkjandi stöðu á götunni. Í ríkjandi stöðu tekur hjólið sem ökutæki sömu stöðu á götunni og stórt vélknúið ökutæki. Þetta gerir hjólreiðamaðurinn til að tryggja sitt eigið öryggi og til að láta ekki þröngva sér í öngstræti sem geta reynst honum varasöm. Nokkur dæmi um það þegar hjólreiðamaður fer í ríkjandi stöðu eru þegar hjólað er framhjá hliðargötu, þegar hjólað er um miklar þrengingar á götu og á leið í gegnum hringtorg. Til að fara í ríkjandi stöðu, líttu þá í kringum þig og vertu viss um að vera í sambandi við bílstjórann fyrir aftan þig – horfðu í augu hans og gefðu merki áður en þú breytir um stöðu. Það er ekki hugmyndin með ríkjandi stöðu að gerast lestarstjóri. En vissulega getur sú staða komið upp og þá reynir á heilbrigða skynsemi okkar allra; bílstjóra vélknúinna ökutækja og hjólreiðamanna. Umburðarlyndi og samvinna hefur aukist í umferðinni síðustu ár. Höldum áfram að rækta þá ánægjulegu þróun. Brosum og horfum í augu hvert annars. Við erum öll í leið. Eitt öruggasta hjálpartæki hjólreiðamannsins er augun. Augnsamband, líta aftur, fylgjast með umferðinni og gera sýnilegt þeim sem fylgist með þér, hvert augun þín líta. Bílstjórinn á vélknúna ökutækinu verður að sjá þig og hann vill líka sjá hvað þú ert að hugsa. Hann getur séð það með því að sjá hvert þú lítur. Með því að horfa í augu ökumannsins veist þú líka, hjólreiðamaður góður, hvað hann gerir næst og þá hefur þú val um að ákveða eigið öryggi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar