Nýtt úrræði til að bæta geðheilsu Valgerður Baldursdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 12. maí 2011 06:00 Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vefsíðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vefsíðunni www.ham.reykjalundur.is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mánuði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bakgrunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Meðferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðingum áttu við lesblindu eða einbeitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nærtækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómetanlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verkefninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En depurð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, framtaksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinnar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsynlegir til að viðhalda andlegu heilbrigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skrefið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að margir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft fordóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstaklingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hópmeðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðaraðila er hægt að nota þessa nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvarlegt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efnahagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvarlegrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vefsíðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vefsíðunni www.ham.reykjalundur.is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mánuði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bakgrunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Meðferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðingum áttu við lesblindu eða einbeitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nærtækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómetanlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verkefninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En depurð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, framtaksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinnar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsynlegir til að viðhalda andlegu heilbrigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skrefið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að margir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft fordóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstaklingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hópmeðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðaraðila er hægt að nota þessa nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvarlegt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efnahagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvarlegrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun