Skógrækt eða náttúruvernd Snorri Baldursson skrifar 12. maí 2011 05:00 Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda?
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun