Jú Jón, sjómenn njóta auðlindaarðs Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 10. maí 2011 06:00 Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að takast málefnalega á við menn um grunnhugmyndir. Einn heldur einu fram og annar skorar þann á hólm í rökræðu. Þessi aðferð leiðir til þess að þekking verður til. Við greinaflokki mínum um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hef ég ekki fengið mikla málefnalega gagnrýni enn sem komið er. En nú ber vel í veiði! Jón Steinsson, sem er Milton Friedman fræðimaður við Chicago-háskóla, hefur mótmælt harðlega staðhæfingu sem ég setti fram í greinaflokknum. Í annarri af fimm greinum sem birtist hér í blaðinu held ég því fram að hluti auðlindaarðsins í sjávarútvegi renni til sjómanna vegna þess fyrirkomulags sem notað er til að ákvarða laun þeirra. Þar segi ég jafnframt: „Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitnin sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur.“ Best er að taka tilbúið dæmi til að sýna að gagnrýni Jóns á ekki við rök að styðjast. Segjum sem svo að fiskveiðar séu frjálsar og að auðlindarentunni sé allri sóað – að of margir sjómenn keppist um takmarkaða fiskveiðiauðlind á of mörgum skipum. Í dæmaskyni skulum við gera ráð fyrir að 10 þúsund sjómenn stundi sjósókn á þúsund skipum sem öll séu með sama aflaverðmæti – allir skipstjórarnir eru jafn fisknir. Nú eru innleiddar aðgangstakmarkanir í veiðarnar, líkt og gert var hér á landi árið 1984, til að auðlindaarðurinn verði til. Útgerðin aðlagar sig. Sumir útgerðarmenn selja kvóta og aðrir kaupa. Skipum fækkar og sjómönnum með. Gerum nú ráð fyrir að þessu ferli sé lokið og fullri hagkvæmni sé náð í útgerð. Skipum hefur fækkað um 500 og sjómönnum um 5 þúsund. Að meðaltali er aflaverðmæti skipanna nú tvisvar sinnum hærra en áður (vegna einkaleyfis til að veiða) og laun sjómannanna hafa tvöfaldast (vegna hlutaskiptakerfisins). Auðlindaarðinum sem áður var sóað á altari of mikillar sóknargetu (offjárfestingar) er nú skipt á milli sjómannanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og útgerðamannanna. Reyndar eiga útgerðirnar eftir að borga af sínum hlut fyrir heimildirnar sem þær keyptu. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn sem féll útgerðinni í hlut endi að lokum hjá þeim sem seldi kvótann og fór út úr greininni, en það er önnur saga sem ég mun gera skil síðar. Ef hinsvegar um fastlaunakerfi hefði verið að ræða, eða að kvótakaupin væru greidd af óskiptum hlut, hefði (brúttó) auðlindarentan endað hjá útgerðinni. Sjómenn njóta því auðlindaarðsins með útgerðunum vegna hlutaskiptakerfisins. Þannig er það nú Jón minn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að takast málefnalega á við menn um grunnhugmyndir. Einn heldur einu fram og annar skorar þann á hólm í rökræðu. Þessi aðferð leiðir til þess að þekking verður til. Við greinaflokki mínum um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hef ég ekki fengið mikla málefnalega gagnrýni enn sem komið er. En nú ber vel í veiði! Jón Steinsson, sem er Milton Friedman fræðimaður við Chicago-háskóla, hefur mótmælt harðlega staðhæfingu sem ég setti fram í greinaflokknum. Í annarri af fimm greinum sem birtist hér í blaðinu held ég því fram að hluti auðlindaarðsins í sjávarútvegi renni til sjómanna vegna þess fyrirkomulags sem notað er til að ákvarða laun þeirra. Þar segi ég jafnframt: „Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitnin sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur.“ Best er að taka tilbúið dæmi til að sýna að gagnrýni Jóns á ekki við rök að styðjast. Segjum sem svo að fiskveiðar séu frjálsar og að auðlindarentunni sé allri sóað – að of margir sjómenn keppist um takmarkaða fiskveiðiauðlind á of mörgum skipum. Í dæmaskyni skulum við gera ráð fyrir að 10 þúsund sjómenn stundi sjósókn á þúsund skipum sem öll séu með sama aflaverðmæti – allir skipstjórarnir eru jafn fisknir. Nú eru innleiddar aðgangstakmarkanir í veiðarnar, líkt og gert var hér á landi árið 1984, til að auðlindaarðurinn verði til. Útgerðin aðlagar sig. Sumir útgerðarmenn selja kvóta og aðrir kaupa. Skipum fækkar og sjómönnum með. Gerum nú ráð fyrir að þessu ferli sé lokið og fullri hagkvæmni sé náð í útgerð. Skipum hefur fækkað um 500 og sjómönnum um 5 þúsund. Að meðaltali er aflaverðmæti skipanna nú tvisvar sinnum hærra en áður (vegna einkaleyfis til að veiða) og laun sjómannanna hafa tvöfaldast (vegna hlutaskiptakerfisins). Auðlindaarðinum sem áður var sóað á altari of mikillar sóknargetu (offjárfestingar) er nú skipt á milli sjómannanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og útgerðamannanna. Reyndar eiga útgerðirnar eftir að borga af sínum hlut fyrir heimildirnar sem þær keyptu. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn sem féll útgerðinni í hlut endi að lokum hjá þeim sem seldi kvótann og fór út úr greininni, en það er önnur saga sem ég mun gera skil síðar. Ef hinsvegar um fastlaunakerfi hefði verið að ræða, eða að kvótakaupin væru greidd af óskiptum hlut, hefði (brúttó) auðlindarentan endað hjá útgerðinni. Sjómenn njóta því auðlindaarðsins með útgerðunum vegna hlutaskiptakerfisins. Þannig er það nú Jón minn!
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar