Fleiri fréttir

Vonsvik

Fyrri ríkisstjórn fékk sænskan sérfræðing til að koma fram með tillögur um endurreisn bankakerfisins. Þær hafa nú verið birtar og samþykktar. Um margt eru þær almennar og óafgerandi. Eigi að síður veldur bæði stefnumörkunin og málsmeðferðin vonsvikum.

Að sparka eins og stelpa

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt.

Allir velkomnir í hópinn

Ögmundur Jónasson skrifar

Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins.

Skrifað í genin

Jón Kaldal skrifar

„Verkamannaflokkurinn er ákaflega afslappaður yfir því að fólk verði viðbjóðslega ríkt." Þessi frægu orð Peters Mandelson, eins helsta hugmyndafræðings breska Verkamannaflokksins og ráðgjafa Tony Blair, féllu 1998, ári eftir að flokkur hans tók við völdum í Bretlandi. Þau þóttu, eins og gefur að skilja, marka mikil tímamót fyrir flokk sem fyrir daga Blairs hafði kennt sig við sósíalisma.

Hvað má Seðlabankastríðið kosta?

Hvar sem borið er niður í umfjöllun viðskiptamiðla eða sérfræðinga um erfiðleika á fjármálamörkuðum heimsins er eitt orð sem stendur upp úr: Traust. „Skortur á trausti er nú meginvandinn,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 7. febrúar sl. á ráðstefnu seðlabankastjóra í Suðaustur-Asíu. Með grein minni „Ég er enn mótmælandi“ hér í Markaði Fréttablaðsins 28. janúar sl. vildi ég mótmæla því að framtíðartækifærum barna okkar til góðra lífskjara og velferðar væri stefnt í hættu með ábyrgðarleysi í kjöflar hruns fjármálakerfisins. Í því sambandi er lykilatriði að endurheimta traust umheimsins á Íslandi og íslensku efnahagslífi og fjármálakerfi.

Samvinnan

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú.

Tími félagshyggju

Sverrir Jakobsson skrifar

Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu.

Tvær flugur í einu höggi

Um 14 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá og fer þeim fjölgandi. Þetta er fólk með fjölbreytta menntun og ólíkan bakgrunn. Það hrópar á tækifæri til að nýta þekkingu sína og reynslu til að sjá sér farborða og taka þátt í að byggja upp nýtt samfélag.

Sleggjudómar eða rökstudd álit

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Í byrjun vikunnar gáfu hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga út samantekt undir yfirskriftinni "The Collapse of a Country“. Þar fara þeir yfir aðdraganda fjármálakreppunnar hér og eftirleik.

Bæjarfulltrúar leiðrétta rangfærslur vegna deilna á Álftanesi

Að gefnu tilefni vilja bæjarfulltrúrar Á- lista á Álftanesi koma á framfæri eftirfarandi um stöðu deilu, sem eigendur Miðskóga 8 hafa staðið í við sveitarstjórnina á Álftanesi. Skráður eigandi Miðskóga 8 er Eignarhaldsfélagið Hald ehf. og eigendur Halds eru Hlédís Sveinsdóttir arkitekt, Gunnar Árnason og Hinrik Thorarensen. Þau reyna nú að þvinga fram marga tugi milljóna króna í fébætur frá sveitarfélaginu vegna landspildu sem keypt var fyrir u.þ.b. 17 milljónir króna árið 2005.

Afglöp Davíðs Oddssonar

Sigurður Einarsson skrifar

Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt.

Framtíðarvandinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Deila forsætisráðherra og bankastjórnar Seðlabankans er fortíðarvandi. Að réttu lagi hefði bankastjórnin átt að leysa það mál sjálf og ótilkvödd á sama tíma og stjórnendur viðskiptabankanna fóru frá. þá var gjaldmiðillinn hruninn og verðbólgumarkmiðið fokið út í veður og vind.

Gamansögur kreppunnar

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar.

Á Gnitaheiði

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu.

Stofna nýja banka

Már Wolfgang Mixa skrifar um bankastarfsemi Núverandi staða íslensks og alþjóðlegs fjármálalífs er í hnotskurn þessi:

Umsátursástand í Seðlabankanum

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Undarleg staða er upp komin í efnahagsmálum landsins með því að tveir af þremur bankastjórum Seðlabanka Íslands ætla að draga lappirnar í nauðsynlegum umbótum sem hér er unnið að í efnahagsstjórninni.

Leynifélagið mikla

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum.

Kynjamyndir nýfrjálshyggjunnar

Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifa Tími hins óhefta nýfrjálshyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjaldþrot. Hvað við tekur er algjörlega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar.

Ráðherrar raska stjórnskipan

Lög hafa löngum verið tengd valdinu og þá jafnframt verið hið háskalega tæki stjórnmálanna. Stjórnspekingar hafa því löngum leitað úrræða til að takmarka vald og er þrískipting ríkisvalds í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald eitt þeirra. Grunnhugsunin hefur þá verið

Staðan

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í

Efnahagsstjórn var ekki í takt

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Vörn Seðlabankans hefur falist í því að hann fylgdi þeirri stefnu sem honum var sett, peningamálastefnunni. Þeirri stefnu sem nú hefur verið lýst gjaldþrota, án þessi þó að arftaki hennar sé skýr.

Senn er sigruð þraut

Bergsteinn Sigurðsson. skrifar

Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla.

Rýrt í roðinu

Sigurður kári kristjánsson skrifar

Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrigrænna hefur nú tekið við stjórnartaumunum, varin vantrausti af Framsóknarflokknum. Um leið og ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju með að vera fyrsta konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi, hlýt ég að lýsa miklum vonbrigðum mínum með þá verkefnaskrá sem minnihlutastjórnin hefur kynnt.

Pakkatilboð á pólitíkusum

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Með hinu nýfædda Íslandi sem er að brjóta sér leið úr egginu þessa dagana rís hávær krafa um algerlega nýtt kerfi. Ein þessara krafa lýtur að breytingum á kosningakerfinu.

Stækkun NATO

Þorvaldur Gylfason skrifar

Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn.

Ristir grunnt

Þorsteinn Pálsson skrifar

Búsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi og stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Í öllum stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk. Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess vanda sem þjóðin stendur nú andspænis.

Skuldin

Dr. Gunni skrifar

Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall.

Áfangi í átt til jafnréttis kynja

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sú ríkisstjórn sem tók við völdum á sunnudaginn markar að ýmsu leyti tímamót. Út frá kynjasjónarmiði er skipan hennar í það minnsta merkileg og með henni er brotið blað.

Sjálfsmark

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna.

Valdamissir og barnaleg viðbrögð

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Bankastjórn Seðlabanka Íslands er rúin trausti á alþjóðavísu og hefur það legið fyrir síðan í haust. Ný ríkisstjórn hefur þegar tekið fyrstu skrefin í að koma bankastjórninni af og er það vel.

Á leið til Evrópu

Árni Páll Árnason skrifar

Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Réttlátir skattar eða táknrænir

Jón Kaldal skrifar

Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi“, og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða.

Þorsteini Pálssyni svarað

Árni Finnsson skrifar

Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“

Frítt fyrir atvinnulausa

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum – jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn – þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni.

Hvað breytist?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum.

Loksins-stjórnin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Til hamingju öll: Loksins... Loksins höfum við fengið konu sem forsætisráðherra - glerþakið brast og eitt kallhlunkaklíkuvígið til er fallið.

Ekki meira „hreint loft“

Ólafur F. Magnússon skrifar um Hrein Loftsson og DV. Nýlega bártust fréttir um að Baugs- og einkavinavæðingarmaðurinn, Hreinn Loftsson, væri orðinn eini eigandi útgáfufélagsins Birtings, sem m.a. gefur út DV. Um svipað leyti bárust fréttir af því að sá sami Hreinn hygðist einnig eignast Morgunblaðið. Af því tilefni ritaði Agnes Bragadóttir grein í Moggann, þar sem hún lét í ljós þá von að títtnefndur Hreinn yrði ekki eigandi blaðsins, enda hefur hann verið talinn sá maður sem gefur ritstjórn DV fyrirmæli um það, hverra mannorði skuli eytt á síðum blaðsins og hverra ekki.

Stjörnuprýdd saga

Gerður Kristný skrifar

Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja.

Sjá næstu 50 greinar