Hvað má Seðlabankastríðið kosta? 11. febrúar 2009 07:00 Hvar sem borið er niður í umfjöllun viðskiptamiðla eða sérfræðinga um erfiðleika á fjármálamörkuðum heimsins er eitt orð sem stendur upp úr: Traust. „Skortur á trausti er nú meginvandinn," sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 7. febrúar sl. á ráðstefnu seðlabankastjóra í Suðaustur-Asíu. Með grein minni „Ég er enn mótmælandi" hér í Markaði Fréttablaðsins 28. janúar sl. vildi ég mótmæla því að framtíðartækifærum barna okkar til góðra lífskjara og velferðar væri stefnt í hættu með ábyrgðarleysi í kjöflar hruns fjármálakerfisins. Í því sambandi er lykilatriði að endurheimta traust umheimsins á Íslandi og íslensku efnahagslífi og fjármálakerfi. Traust er ekkert „óefnislegt" atriði í þessu samhengi. Í þeirri alvarlegu gjaldeyriskreppu sem við Íslendingar glímum nú við þýðir skortur á trausti að mun lengri tíma tekur að aflétta gjaldeyrishöftunum án fjármagnsflótta, nauðsynlegar stýrivaxtalækkanir tefjast og fjármálakerfið getur síðar mætt vanda atvinnulífsins. Því minna trausts sem við njótum, því lengur verða alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir. Skortur á trausti hefur því bein áhrif á fyrirtæki og fjölskyldur landsins á næstu vikum og mánuðum með því að dýpka kreppuna, fjölga uppsögnum og gjaldþrotum. Fyrir fórnarlömb núverandi ástands eru afleiðingarnar af ríkjandi skorti á trausti ekki „óefnislegar", þær eru efnislegar, harkalegar og sársaukafullar. Endurnýjun hluti ferlisinsVið Seðlabankann Viðbúnaður vegna mótmæla í desember. Greinahöfundur veltir fyrir sér árhifum væringa um stjórn bankans. Markaðurinn/StefánEin þekktasta og algengasta aðferðin við endurheimt trausts, hvort sem er í stjórnmálum eða fyrirtækjarekstri, er trúverðug endurnýjun. Í kynningu aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og fjármálasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á hlutverki seðlabanka í fjármálakreppum frá því í ársbyrjun 2006 kemur fram að opinberar aðgerðir séu mikilvægar til að endurheimta traust og ein af þeim fyrstu sé gjarnan að skipta út þeim stjórnendum sem voru við stjórnvölinn þegar kreppan skall á. Þessu fylgir nákvæm áætlun um endurreisn sem nýtur óskoraðs stuðnings allra aðila. Kynning AGS var ekki samin til höfuðs neinum nafngreindum seðlabankastjórum eða ráðherrum heldur lýsir hún efnislegri og viðurkenndri aðferð við að taka á einni alvarlegustu hindruninni sem endurreisn fjármálakerfa getur mætt. efla þarf traust á ÍslandiAfneitun á þeirri staðreynd að við Íslendingar þurfum nú framar öðru á því að halda að endurnýja traust umheimsins á efnahagslífi okkar og fjármálakerfi stafar annaðhvort af fullkomnu vanmati á aðstæðum eða flokkspólitískri blindu. Það göfuglyndi að stíga til hliðar við þessar aðstæður felur ekki sjálfkrafa í sér að viðkomandi sé að játa á sig yfirsjónir, vanhæfni eða mistök. Þetta á einnig við um stjórnendur Seðlabanka Íslands. Fræðimenn, greinendur og stjórnmálamenn munu án efa halda áfram að takast á um stöðumat í aðdraganda hrunsins, ádrátt á lánalínur viðskiptabanka, réttmæti þjóðnýtingar, skammlífar tilraunir til að festa gengið, andstöðu gegn samstarfi við AGS, tilkynningar um lán sem enn var ósamið um, ummæli um skuldauppgjör gagnvart erlendum aðilum, sveiflur í stýrivöxtum, gjaldþrot Seðlabankans og annað það sem sett hefur svip á umræðuna. Deilurnar sjálfar og alþjóðlegur fréttaflutningur hefur hins vegar skaðað traust bankans sem er lykilstofnun í að vinna okkur út úr vandanum. Óverðskuldað eða ekki þá er skortur á trausti sjálfstætt efnislegt úrlausnarefni sem taka verður á og þar geta menn lagt sitt af mörkum en samt borið höfuðið hátt. Seðlabankinn hrundi líkaÞeir stjórnmálamenn sem ætla að hætta til að mæta kröfum um endurnýjun eru ekki þar með að játa á sig yfirsjónir, forstjóri og stjórn Fjármálaeftirlitsins vék til að freista þess að efla traust á stofnunina án þess að í því felist yfirlýsing um vanrækslu eða vanhæfni, þúsundir launafólks sæta lækkun launa, skerðingu starfshlutfalls og jafnvel atvinnumissi án þess að nokkrum detti í hug að það sé vegna vanhæfni eða ábyrgðar viðkomandi á erfiðleikum atvinnulífsins.Andspænis þeim mannlega fórnarkostnaði sem við horfum upp á í þessari kreppu er stolt þriggja einstaklinga sem njóta ríflegra kjara og réttinda við starfslok því miður harla léttvægt. Þúsundir einstaklinga taka möglunarlaust þyngri skref þessa dagana. Endurnýjun í Seðlabanka leysir ekki sjálfkrafa allan vanda, ekki frekar en endurnýjun í viðskiptabönkunum, Fjármálaeftirliti og öðrum lykilembættum en endurheimt trausts er slíkt lykilatriði við lausn núverandi vanda að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki. Enda snýst þetta ekki um persónur þeirra sem þarna hafa setið. Reynum að virka „normal“!Andspænis umheiminum og möguleikum okkar á að fjármagna uppbyggingu atvinnulífs skiptir miklu að við vinnum í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar leiðir. Þess vegna er aðkoma AGS mikilvæg og einnig að breyta stjórnskipun Seðlabanka Íslands nær því sem tíðkast hjá flestum grannþjóðum okkar. Því má ekki geisa stríð milli stjórnenda seðlabankans og ríkisstjórnar sem vinnur eftir efnahagsáætlun sem samþykkt var af AGS og er forsenda þeirrar lánafyrirgreiðslu sem okkur er lífsnauðsyn. Átökin eru meira en afþreyingarefni eða fóður í pólitískt karp - þau er dýrkeypt vandamál sem leysa verður tafarlaust. Við þurfum að virka „normal" sem samfélag til að njóta trausts.Ég hef áður ákallað stjórnmálamenn að reyna að víkja flokkshagmunum til hliðar og taka höndum saman. Verkefnið blasir við og við megum láta einskis ófreistað til að ljúka því. Langdregið pólitískt stríð sem snýst ekki um efnisatriði heldur persónur væri að mínu mati fullkomið ábyrgðarleysi. Börnin okkar ættu að vera okkar besta og jákvæðasta áminning um forgangsröðunina. Í þeirra nafni bið ég stjórnmálamenn og stjórnendur Seðlabanka Íslands að láta skynsemina ráða. Burtséð frá öllum deilum um orsakir þess að við erum lent í þessari grafalvarlegu stöðu þá er hún engu síður staðreynd og aðeins tvær leiðir færar: Hraðafgreiðsla á lögum um breytta stjórnskipan Seðlabankans með fulltingi allra ábyrgra þingmanna eða afsögn allrar stjórnar Seðlabanka Íslands sem kysi þar með að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvar sem borið er niður í umfjöllun viðskiptamiðla eða sérfræðinga um erfiðleika á fjármálamörkuðum heimsins er eitt orð sem stendur upp úr: Traust. „Skortur á trausti er nú meginvandinn," sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 7. febrúar sl. á ráðstefnu seðlabankastjóra í Suðaustur-Asíu. Með grein minni „Ég er enn mótmælandi" hér í Markaði Fréttablaðsins 28. janúar sl. vildi ég mótmæla því að framtíðartækifærum barna okkar til góðra lífskjara og velferðar væri stefnt í hættu með ábyrgðarleysi í kjöflar hruns fjármálakerfisins. Í því sambandi er lykilatriði að endurheimta traust umheimsins á Íslandi og íslensku efnahagslífi og fjármálakerfi. Traust er ekkert „óefnislegt" atriði í þessu samhengi. Í þeirri alvarlegu gjaldeyriskreppu sem við Íslendingar glímum nú við þýðir skortur á trausti að mun lengri tíma tekur að aflétta gjaldeyrishöftunum án fjármagnsflótta, nauðsynlegar stýrivaxtalækkanir tefjast og fjármálakerfið getur síðar mætt vanda atvinnulífsins. Því minna trausts sem við njótum, því lengur verða alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir. Skortur á trausti hefur því bein áhrif á fyrirtæki og fjölskyldur landsins á næstu vikum og mánuðum með því að dýpka kreppuna, fjölga uppsögnum og gjaldþrotum. Fyrir fórnarlömb núverandi ástands eru afleiðingarnar af ríkjandi skorti á trausti ekki „óefnislegar", þær eru efnislegar, harkalegar og sársaukafullar. Endurnýjun hluti ferlisinsVið Seðlabankann Viðbúnaður vegna mótmæla í desember. Greinahöfundur veltir fyrir sér árhifum væringa um stjórn bankans. Markaðurinn/StefánEin þekktasta og algengasta aðferðin við endurheimt trausts, hvort sem er í stjórnmálum eða fyrirtækjarekstri, er trúverðug endurnýjun. Í kynningu aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og fjármálasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á hlutverki seðlabanka í fjármálakreppum frá því í ársbyrjun 2006 kemur fram að opinberar aðgerðir séu mikilvægar til að endurheimta traust og ein af þeim fyrstu sé gjarnan að skipta út þeim stjórnendum sem voru við stjórnvölinn þegar kreppan skall á. Þessu fylgir nákvæm áætlun um endurreisn sem nýtur óskoraðs stuðnings allra aðila. Kynning AGS var ekki samin til höfuðs neinum nafngreindum seðlabankastjórum eða ráðherrum heldur lýsir hún efnislegri og viðurkenndri aðferð við að taka á einni alvarlegustu hindruninni sem endurreisn fjármálakerfa getur mætt. efla þarf traust á ÍslandiAfneitun á þeirri staðreynd að við Íslendingar þurfum nú framar öðru á því að halda að endurnýja traust umheimsins á efnahagslífi okkar og fjármálakerfi stafar annaðhvort af fullkomnu vanmati á aðstæðum eða flokkspólitískri blindu. Það göfuglyndi að stíga til hliðar við þessar aðstæður felur ekki sjálfkrafa í sér að viðkomandi sé að játa á sig yfirsjónir, vanhæfni eða mistök. Þetta á einnig við um stjórnendur Seðlabanka Íslands. Fræðimenn, greinendur og stjórnmálamenn munu án efa halda áfram að takast á um stöðumat í aðdraganda hrunsins, ádrátt á lánalínur viðskiptabanka, réttmæti þjóðnýtingar, skammlífar tilraunir til að festa gengið, andstöðu gegn samstarfi við AGS, tilkynningar um lán sem enn var ósamið um, ummæli um skuldauppgjör gagnvart erlendum aðilum, sveiflur í stýrivöxtum, gjaldþrot Seðlabankans og annað það sem sett hefur svip á umræðuna. Deilurnar sjálfar og alþjóðlegur fréttaflutningur hefur hins vegar skaðað traust bankans sem er lykilstofnun í að vinna okkur út úr vandanum. Óverðskuldað eða ekki þá er skortur á trausti sjálfstætt efnislegt úrlausnarefni sem taka verður á og þar geta menn lagt sitt af mörkum en samt borið höfuðið hátt. Seðlabankinn hrundi líkaÞeir stjórnmálamenn sem ætla að hætta til að mæta kröfum um endurnýjun eru ekki þar með að játa á sig yfirsjónir, forstjóri og stjórn Fjármálaeftirlitsins vék til að freista þess að efla traust á stofnunina án þess að í því felist yfirlýsing um vanrækslu eða vanhæfni, þúsundir launafólks sæta lækkun launa, skerðingu starfshlutfalls og jafnvel atvinnumissi án þess að nokkrum detti í hug að það sé vegna vanhæfni eða ábyrgðar viðkomandi á erfiðleikum atvinnulífsins.Andspænis þeim mannlega fórnarkostnaði sem við horfum upp á í þessari kreppu er stolt þriggja einstaklinga sem njóta ríflegra kjara og réttinda við starfslok því miður harla léttvægt. Þúsundir einstaklinga taka möglunarlaust þyngri skref þessa dagana. Endurnýjun í Seðlabanka leysir ekki sjálfkrafa allan vanda, ekki frekar en endurnýjun í viðskiptabönkunum, Fjármálaeftirliti og öðrum lykilembættum en endurheimt trausts er slíkt lykilatriði við lausn núverandi vanda að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki. Enda snýst þetta ekki um persónur þeirra sem þarna hafa setið. Reynum að virka „normal“!Andspænis umheiminum og möguleikum okkar á að fjármagna uppbyggingu atvinnulífs skiptir miklu að við vinnum í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar leiðir. Þess vegna er aðkoma AGS mikilvæg og einnig að breyta stjórnskipun Seðlabanka Íslands nær því sem tíðkast hjá flestum grannþjóðum okkar. Því má ekki geisa stríð milli stjórnenda seðlabankans og ríkisstjórnar sem vinnur eftir efnahagsáætlun sem samþykkt var af AGS og er forsenda þeirrar lánafyrirgreiðslu sem okkur er lífsnauðsyn. Átökin eru meira en afþreyingarefni eða fóður í pólitískt karp - þau er dýrkeypt vandamál sem leysa verður tafarlaust. Við þurfum að virka „normal" sem samfélag til að njóta trausts.Ég hef áður ákallað stjórnmálamenn að reyna að víkja flokkshagmunum til hliðar og taka höndum saman. Verkefnið blasir við og við megum láta einskis ófreistað til að ljúka því. Langdregið pólitískt stríð sem snýst ekki um efnisatriði heldur persónur væri að mínu mati fullkomið ábyrgðarleysi. Börnin okkar ættu að vera okkar besta og jákvæðasta áminning um forgangsröðunina. Í þeirra nafni bið ég stjórnmálamenn og stjórnendur Seðlabanka Íslands að láta skynsemina ráða. Burtséð frá öllum deilum um orsakir þess að við erum lent í þessari grafalvarlegu stöðu þá er hún engu síður staðreynd og aðeins tvær leiðir færar: Hraðafgreiðsla á lögum um breytta stjórnskipan Seðlabankans með fulltingi allra ábyrgra þingmanna eða afsögn allrar stjórnar Seðlabanka Íslands sem kysi þar með að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar