Allir velkomnir í hópinn Ögmundur Jónasson skrifar 12. febrúar 2009 00:01 Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um 40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda. Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Hvert mannsbarn veit að nú er okkur gert að skera almannaþjónustuna niður við trog. Laun hafa lækkað, svo og framlög til heilbrigðismála og krafa er á enn frekari niðurskurð. Á markaði er víða sömu sögu að segja. Skuldum hlaðin fyrirtæki draga saman seglin og hin ábyrgari reyna að halda verði á vöru og þjónustu í lágmarki. Þau vita að samhliða kaupmáttarrýrnun almennings þurfa þau að lækka gjöld, ekki hækka þau eins og Þór Sigfússon gerir. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum það saman: Að við tryggjum aukinn jöfnuð í samfélaginu um leið og við vinnum okkur út úr heimatilbúnum vanda; að ef við förum „útrásarleið" Samtaka atvinnulífsins með tilheyrandi ójöfnuði þá komumst við hvorki lönd né strönd. Þór Sigfússon, sem talar fyrir atvinnurekendur í landinu, gerir lítið úr hugmyndum um að þjóðin standi saman og vinni sig út úr vandanum, sbr. sérstaka tilkynningu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Þar segir: „Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna." Hvað er forstjórinn að leggja til? Er hann að leggja til að laun starfsmanna í eldhúsi spítalanna verði lækkuð? Inn í hvaða tíma er maðurinn að tala? Fór fram hjá honum bankahrunið og hugmyndafræðin sem bankar og fyrirtæki byggðu á fram í september á síðasta ári? Ætli hann tali fyrir þann stóra hóp atvinnurekenda sem í sveita síns andlits vinna baki brotnu til að halda fyrirtækjum sínum á floti og leggja sig fram um að reyna að halda fólki í vinnu? Ætli hann tali til dæmis fyrir dugmikla útgerðarmenn? Ég trúi því ekki. Ísland hefur breyst. Lausnirnar sem talsmenn Samtaka atvinnulífsins töluðu fyrir 2006, 2007 og 2008 eiga ekki lengur við. Því fyrr sem menn leggja til hliðar gömlu frasana og finna sér nýja hugmyndafræði þeim mun hraðar komumst við út úr kreppunni. Við eigum aldrei að sætta okkur við að samfélag ójöfnuðar verði endurreist, samfélagið sem hrundi fyrir fimm mánuðum, samfélagið sem popúlistarnir í sérhagsmunahópi atvinnulífsins bera meginábyrgðina á. Ef Þór Sigfússon er tilbúinn að slást í hóp okkar sem viljum vinna okkur út úr vandanum með jöfnuðinn að leiðarljósi þá veri hann velkominn. Ef formaður SA ætlar hins vegar að halda sig í veröld sem var, dæmir hann sjálfan sig og samtök sín úr leik. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Að sparka eins og stelpa Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. 12. febrúar 2009 06:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar