Rýrt í roðinu Sigurður kári kristjánsson skrifar 6. febrúar 2009 00:01 Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrigrænna hefur nú tekið við stjórnartaumunum, varin vantrausti af Framsóknarflokknum. Um leið og ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju með að vera fyrsta konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi, hlýt ég að lýsa miklum vonbrigðum mínum með þá verkefnaskrá sem minnihlutastjórnin hefur kynnt. Það sem veldur vonbrigðum er að eftir vikulanga fundalotu forystumanna stjórnarflokkanna, sem í fjölmiðlum var sögð ganga eins og í sögu, hafi afurðin ekki verið merkilegri en raun ber vitni. Verkefnaskrá þessarar ríkisstjórnar er svo rýr í roðinu að leita þarf langt aftur í stjórnmálasöguna til þess að finna hliðstæðu. Hún er í heild svo almennt orðuð að erfitt er að festa hendur á hver stefna nýrrar ríkisstjórnar er í mörgum af mikilvægustu málaflokkum þjóðarinnar. Í verkefnaskrá minnihlutastjórnarinnar segir ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum, ríkisfjármálum eða gjaldmiðilsmálum. Ekkert um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna deilunnar við bresk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninganna, þrátt fyrir að yfir íslenska ríkinu vofi krafa að fjárhæð 700 milljarðar íslenskra króna. Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum, menntamálum, sjávarútvegsmálum eða landbúnaðarmálum. Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum, annað en það að Evrópunefnd skili skýrslu fyrir 15. apríl. Nefna mætti fleiri málaflokka þar sem ríkisstjórnin skilar auðu og hefur enga yfirlýsta stefnu. Það dylst hins vegar engum að þessi verkefnaskrá er ekki gæfulegt veganesti fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum vekur auðvitað sérstaka athygli, ekki síst í ljósi þess að í stjórnarsamstarfi sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar lagði Samfylkingin ofuráherslu á Evrópumál. Lýsti formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, því jafnvel yfir að breytti Sjálfstæðisflokkurinn ekki stefnu sinni í Evrópumálum væri stjórnarsamstarfinu sjálfhætt. En nú virðast Evrópumálin hafa gufað upp í hugum Samfylkingarfólks og verið tekin af dagskrá. Einu atriði í þessari verkefnaskrá fagna ég þó sérstaklega. Verkefnaskráin ber það nefnilega með sér að Vinstri grænir hafi kúvent stefnu sinni í stóriðjumálum. Í verkefnaskránni segir að engin ný áform um álver verði á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin muni halda áfram vinnu við þau verkefni sem þegar eru áformuð um stóriðju í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Í því felast auðvitað mikil tíðindi í ljósi fyrri yfirlýsingar forystumanna Vinstri grænna. Að öðru leyti sýnir verkefnaskrá hinar nýju ríkisstjórnar svart á hvítu að núverandi stjórnarflokkar hafa í raun ekki getað komið sér saman um neitt annað en völd. Sú staðreynd er auðvitað afleit við þær aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrigrænna hefur nú tekið við stjórnartaumunum, varin vantrausti af Framsóknarflokknum. Um leið og ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju með að vera fyrsta konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi, hlýt ég að lýsa miklum vonbrigðum mínum með þá verkefnaskrá sem minnihlutastjórnin hefur kynnt. Það sem veldur vonbrigðum er að eftir vikulanga fundalotu forystumanna stjórnarflokkanna, sem í fjölmiðlum var sögð ganga eins og í sögu, hafi afurðin ekki verið merkilegri en raun ber vitni. Verkefnaskrá þessarar ríkisstjórnar er svo rýr í roðinu að leita þarf langt aftur í stjórnmálasöguna til þess að finna hliðstæðu. Hún er í heild svo almennt orðuð að erfitt er að festa hendur á hver stefna nýrrar ríkisstjórnar er í mörgum af mikilvægustu málaflokkum þjóðarinnar. Í verkefnaskrá minnihlutastjórnarinnar segir ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum, ríkisfjármálum eða gjaldmiðilsmálum. Ekkert um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna deilunnar við bresk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninganna, þrátt fyrir að yfir íslenska ríkinu vofi krafa að fjárhæð 700 milljarðar íslenskra króna. Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum, menntamálum, sjávarútvegsmálum eða landbúnaðarmálum. Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum, annað en það að Evrópunefnd skili skýrslu fyrir 15. apríl. Nefna mætti fleiri málaflokka þar sem ríkisstjórnin skilar auðu og hefur enga yfirlýsta stefnu. Það dylst hins vegar engum að þessi verkefnaskrá er ekki gæfulegt veganesti fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum vekur auðvitað sérstaka athygli, ekki síst í ljósi þess að í stjórnarsamstarfi sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar lagði Samfylkingin ofuráherslu á Evrópumál. Lýsti formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, því jafnvel yfir að breytti Sjálfstæðisflokkurinn ekki stefnu sinni í Evrópumálum væri stjórnarsamstarfinu sjálfhætt. En nú virðast Evrópumálin hafa gufað upp í hugum Samfylkingarfólks og verið tekin af dagskrá. Einu atriði í þessari verkefnaskrá fagna ég þó sérstaklega. Verkefnaskráin ber það nefnilega með sér að Vinstri grænir hafi kúvent stefnu sinni í stóriðjumálum. Í verkefnaskránni segir að engin ný áform um álver verði á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin muni halda áfram vinnu við þau verkefni sem þegar eru áformuð um stóriðju í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Í því felast auðvitað mikil tíðindi í ljósi fyrri yfirlýsingar forystumanna Vinstri grænna. Að öðru leyti sýnir verkefnaskrá hinar nýju ríkisstjórnar svart á hvítu að núverandi stjórnarflokkar hafa í raun ekki getað komið sér saman um neitt annað en völd. Sú staðreynd er auðvitað afleit við þær aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar